Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 16
Á s g e i r H . I n g ó l f s s o n
16 TMM 2008 · 4
eins og safnaðist fyrir í urð árbakkans þar sem fljótið tók við, hættulegt
og oft ófært eða illfært yfirferðar. Fljótið varð í augum hans eins og opið,
blæðandi sár á þessari fátæku fjallabyggð, þar sem örbirgð og umkomu-
leysi manneskjunnar varð ekki lengur skýlt, sem þar varð að nema stað-
ar, vegna ofurvalds höfuðskepnanna, og standa þar augliti til auglits,
ekki aðeins við eigin vanmátt, heldur við þann vesaldóm og úrræðaleysi
allra, sem hér blasti við.“
Þannig lýsir Andrić ferð bosníska piltsins sem seinna varð Mehmed
Pasha Sokolovic, sigursæll vésír í heimsveldi Tyrkja. En hann gleymdi
aldrei Drínu og sársaukinn hvarf ekki, loks lét hann reisa á henni vold-
ugustu brú Balkanskagans til þess að deyfa sársaukann, loka sárinu.
Titilpersóna bókar Andrić er líka aðalpersóna hennar, manneskjurnar
koma og fara eftir því sem aldirnar líða en alltaf er brúin til staðar, þög-
ult vitni flónsku okkar og hugvits, grimmdar og gæsku.
Saga Andrić hefst á Mehmed Pasha, serba sem býr í landi tyrkja, og
lýkur á Ailhodzja, tyrkja sem býr í landi serba. Þeir eru tvær hliðar á
sama teningnum, í Bosníu, þessu litla landi þar sem austrið mætir vestri,
kristnin mætir Múhameðstrúnni, þar sem djöfulgangur heimsstyrjald-
arinnar er settur af stað af svartri hönd sem slær nógu fast til þess að
höggva skarð í hina óbrotgjörnu brú.
Bingósjúklingar og hótelskortur
En hvernig blandast ég inn í þessa sögu sem gerist jú hinum megin í álf-
unni? Ég man þegar ég dvaldi vetrarlangt í Austurríki og kynntist
aðallega fyrrum íbúum Júgóslavíu, ég varð Rodjo og þeir eignuðust í mér
hvert bein. Ég man þegar ég kom fyrst til Bosníu og gisti hjá leigubíl-
stjóranum og varð skotinn í dóttur hans á fimmtán mínútum. Kannski
var þetta byrjunin, en líklega er rétt að byrja samt þegar ég hitti Saša
Stanišić á bókmenntahátíð í Reykjavík síðasta haust, með flugmiða til
Króatíu í vasanum, og spurði hann hvaða staði ég ætti að heimsækja.
Hann mælti með Sarajevo og Mostar, Dubrovnik þar sem sögurnar
flæða um strætin – „og ef þú ferð til Višegrad verðurðu að heimsækja
ömmu mína. Hún talar að vísu enga ensku en það er aukaatriði, þú segir
henni bara að ég hafi sent þig.“ Ég komst að vísu ekki til Višegrad fyrr
en vorið eftir en vitaskuld geymdi ég heimilisfangið vandlega.
Og þarna er ég, við brúarsporðinn, og vantar gistingu yfir nóttina.
Það er of seint til þess að banka upp hjá gömlum konum. Bílstjórinn
segir mér að hótelið sé hinum megin brúar – en rútan er ekki fyrr horf-
in en mér er heilsað af hóp unglingspilta, sem eftir á að hyggja voru