Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 93
U t a n r e g l u
TMM 2008 · 4 93
á mann aftur, ekki frekar en brandarar sem maður hefur einu sinni
heyrt.
Hinn stutti prósinn sem er skyldari ljóði en sögu heitir „Fagnaðar-
fundur“ og er aftast í bókinni, þessir tveir ramma bókina inn þar með
og varla annað hægt en að líta á það sem viljaverk. Í „Fagnaðarfundi“ er
til umfjöllunar barnabarn sögumannsins, andvökunótt þess og eitt fal-
legt augnablik þar sem afinn horfir á barnið horfa á heiminn með
nýjum augum. Þetta, eins og „Samfylgd“, er fremur óræð frásögn sem
býður manni að spá og spekúlera löngu eftir að lestri lýkur, þetta er sterk
og þung mynd sem leitar á mann aftur.
Kraftmestu sögurnar eru þær sem virðast tengdar Einari persónulega,
t.d. sagan „Búbonisbræður“, en þar er sögumaður á leið austur á firði til
að lesa upp ásamt fleiri skáldum – þar á meðal Stefáni Jóni Hafstein og
Einari Má („Hann nafni minn heldur nokkurri tryggð við eignarfalls-
titlana,“ hugsar sögumaður með sér þegar hann fær afhenta nýja skáld-
sögu og sendir skemmtilega sneið til nafna síns Más). Með í för er líka
Jónas Árnason „þessi annálaði húmoristi, vísnaskáld, rithöfundur og
pólitíkus [sem] var þekktur fyrir ljúfmennsku,“ (23) og sagan „Búbon-
isbræður“ verður mestanpart falleg og fyndin lýsing á kynnum hans og
sögumanns, auðvitað með skemmtilegum snúningi undir lok sögunnar.
Nokkrar sögur til ná miklu flugi og virka sem sterk heild, s.s. „Kaup-
tún“, „Einhelti“ og „Góðra vina hópur“, en sú síðastnefnda, sem fjallar
um leið sögumanns inn á Vog og svo inn í AA, hefst á óborganlegan hátt
og mjög Einarslegan: „Ef ég á að vera hreinskilinn þá var mér líklega
ekki áskapað að ánetjast brennivíni fyrir alvöru. Það er nú bara stað-
reyndin og þetta viðurkenni ég svona í þröngan hóp.“ (137)
Textinn í Endurfundum rennur alltaf ljúflega úr penna Einars, en sá
annmarki er á sumum sagnanna að lítið er um kjöt á beinum. Yfir heild-
ina er kannski helmingur þeirra í sterkari kantinum, í hinum vantar
ýmislegt upp á til að réttlæta veru þeirra í smásagnasafni frá jafn sterk-
um og sjóuðum höfundi.
Gömul kreppa, stríð og sveit og Kanar
Böðvar Guðmundsson, höfundur hinna rómuðu skáldsagna um íslenska
vesturfara, Híbýli vindanna og Lífsins tré, hefur sett saman þrettán
sveitamyndir í bókinni Sögur úr Síðunni. Strangt til tekið er þetta ekki
smásagnasafn heldur skáldsaga um eina sveit, sögð frá ólíkum sjón-
arhóli, þó er hver þessara mynda svo sjálfstæð að stimpillinn smásaga
getur vel átt við. Best að elta ekki ólar við það.