Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 32
L e n a B e r g m a n n
32 TMM 2008 · 4
Vorið kom furðu snemma, allt var orðið grænt í marslok, í görðum
spruttu hátíðaliljur og túlípanar, allir voru í öngum sínum og spáðu ein-
hverju sem þeir kölluðu páskahret, það kom í fyrra, en það endurtók sig
ekki, náttúran sá aumur á mér. Sólin hafði æ lengri viðdvöl „okkar
megin götu“. Við áttum auðvitað ekki bíl og því var Öskjuhlíðin sú nátt-
úra sem aðgengilegust var. Ef rigningin lét á sér standa fórum við
snemma morguns í lautarferð milli greni- og furutrjáa sem höfðu varla
náð að teygja sig upp um hálfan metra. Svo sé ég einhverju sinni undir
lítilli furu – var það tálsýn kannski? – sterklegan lítinn smjörsvepp
undir glansandi hatti. Herra minn sæll og trúr! Ég hljóp í hringi eins og
veiðihundur. Þarna er annar … Og enn annar … Þetta var minn fyrsti
hamingjudagur á Íslandi, lof sé sveppum, lengi lifi sveppirnir!
Ég sýndi stolt grannkonu minni fenginn.
Ojbara, sagði hún með viðbjóði og kom við hattinn á einum. Gorkúlur.
Þú ætlar þó ekki að borða þetta? Óðgeðslegt, þetta getur verið eitrað.
Já en elsku mamma! Heima gengum við kannski eina tuttugu kíló-
metra og fundum ekki eins mikið og ég núna.
Þessir Íslendingar, ekkert vita þeir í sinn haus!
Ég var sá óreyndi bjálfi að ég skildi ekki hve heppin ég var. Ég átti alla
landsins sveppi. Að vísu tíndi fólkið í sovéska sendiráðinu sveppi, en þau
fóru venjulega öll saman á einn og sama stað. Annars var Heiðmörkin
öll mín. Að vísu mátti stundum sjá nunnur með körfur, en ég gat ekki
litið á þær sem alvarlega keppinauta.
Nú þegar ég mæti hnuggin rútubílum, fullum af forvitnum sveppa-
vinum sem hafa farið á námskeið hjá Útivist eða einhverju náttúru-
fræðafélagi, þá minnist ég sællar fortíðar og hugsa: Sic transit gloria
mundi!
Vitaskuld er mjög einfalt að læra að þekkja tvær–þrjár tegundir æti-
sveppa. Maður á að skera þá af rót eða snúa varlega upp á fótinn, en
aldrei slíta þá upp. Þá kann svo að fara að þar vaxi ekki sveppir framar.
Sveppir eru að því leyti ólíkir bæði víni og konum að þeir eru því betri
sem þeir eru yngri. Og það er hægt að steikja þá og sjóða, marinera og
þurrka og frysta, og það sem mest er um vert: dást að þeim.
Og svo sitjum við drengurinn í flugvél og fljúgum til Moskvu! Til
Moskvu! En fyrst til Kaupmannahafnar. Hann er þriggja ára, hann er
allur á iði, ýtir á alla hnappa sem hann nær í hvenær sem ég lít af honum
smástund. Flugfreyja kemur og spyr:
Hvað viltu, vinur? Kók? Karamellu?
Ég biðst afsökunar.