Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 38
L e n a B e r g m a n n
38 TMM 2008 · 4
tveir pottar af kaffi, meinlaust slúður og áður en varir er búið að prjóna
hálfa ermi á peysu.
Á síðastliðinum tuttugu árum hafa saumaklúbbarnir breyst ekki
minna en verslanirnar: rauðvín í staðinn fyrir kaffi, humar í staðinn
fyrir pönsur og kjaftasögurnar eru miklu skæðari.
Skyldi það yfirleitt vera auðvelt að vera útlendingur á Íslandi? Það fer
eftir því hvers konar útlendingur þú ert. Það var til dæmis erfiðara fyrir
mig að vera Rússi en gyðingur. Ísland var líklega eina landið í Evrópu
þar sem menn vissu varla af antisemítisma og þar sem það var meira að
segja talið mönnum til sóma að í þeim væri svosem kaffibolli af því
forna blóði sem í æðum mínum rann.
Nágrannar horfa framan af í gegnum þig, en með tímanum – og þá er
margt undir manni sjálfum komið – verður augnaráð þeirra mildara og
sumir fara meira að segja að brosa. Það tekur nokkur ár fyrir þig að
eignast vini, en með þrjósku og þrautseigju tekst það og þú getur reitt þig
á þá sem hafa fengið traustan sess í umhverfi þínu eins og á steinvegg.
Þetta er í rauninnni ofur eðlilegt. Hver manneskja er hér sem lítill steinn
í gamalli mósaíkmynd sem hægt er að stækka en mynstrinu verður varla
breytt. Hér er fjölskyldan, vinkonur allt frá barnaskólabekk, þinn klúbb-
ur, hér er fólk sem þú hefur heimsótt á hverju sumri í ein tíu ár. Svo
kemur einhver útlendingur, hann eða hún er síspyrjandi, spurningarnar
eru barnalegar eða bjánalegar og svo kemur allt vitlaust út úr manni: ég
hefði nú getað látið það vera að segja: Hann er góð! Og svo er gesturinn
alltaf að þenja sig eitthvað í samanburði: Já en tómatarnir hjá okkur, það
er sko… Og þegar kirsuberjatrén standa í blóma. Eða óperan hjá okkur
… Eða osturinn … Eða vegirnir!
Á hinn bóginn er mjög að útlendingi þrengt þegar hver nýr viðmæl-
andi spyr þig:
– Hvernig kannt þú við þig hérna?
Og svarar sér sjálfur:
– Er ekki bara fínt að búa á Íslandi?
Þú kemst ekki undan því að kinka kolli smjaðurslega og segja: Jú-jú.
Á mínum Íslandsárum hef ég kynnst mörgum konum sem áttu sér svip-
uð örlög og ég, þeirra á meðal samlöndum. Margar þeirra þjáðust upp á
dag hvern og fundu sér alltaf eitthvað til að kvarta yfir. Og fluttu að
lokum héðan og tóku með sér þá karla sem ekki gátu viðnám veitt eða
skildu menn sína eftir í stormbeljandanum.
En svo eru aðrar sem hafa komist í fyrsta flokk: þær sjóða saltfisk á