Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 58
58 TMM 2008 · 4
skáldsins argentínska, Julio Cortázars, sem var kveikjan að kvikmynd-
inni, fjallar líka á vissan hátt um raunveruleikann – og hvernig við
ímyndum okkur hann.2 Þannig má tengja sápu, ímyndun, jazz og morð
með góðum vilja.
Allir fylgdust með morðmálinu – það var ekki talað um annað í
bænum. Það var sama hvar Agnar Þórðarson sýndi sig, hvort sem það
var hjá bakaranum eða rakaranum, það sló þögn á mannskapinn þegar
hann kom inn. Agnar fékk því leyfi hjá lögreglunni að fara til New York
í nokkra daga til að heimsækja vin sinn, sem bjó í Harlem á Manhattan.
Hann fékk leyfið. Þó ekki nema að hann skildi vegabréfið sitt eftir á
stöðinni.
Þeir tóku enga sjansa þarna í New Haven.
Þetta sérkennilega morðmál var í rauninni eins og amrískur sápu-
farsi. Tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn komu heim til Agnars
snemma morguns og spurðu hann allskyns spurninga áður en þeir
sögðu honum að hann væri grunaður um morðið á James Greenway
nóttina áður. Það hafði sést til Agnars á hverfiskránni um kvöldið þar
sem Greenway var einnig gestur. Gott ef kerlingin í næsta húsi var þar
ekki líka sama kvöld. Lögreglumennirnir sögðu jafnframt að kerlingin
væri fullviss um að Agnar væri hinn seki, en oft væri sannleikurinn
afskaplega óábyggilegur!
Hann kom til New York seinni part dags. Einmitt þegar Omer
Simeon, og nokkrir stælgæjar úr 107ndu götu, voru á hraðferð út á
Harmony Inn til þess að gera alvarlegar vísindatilraunir með whiskey,
blandað með undanrennu, sem Omer fullyrti að fína fólkið í New
Orleans drykki á páskunum.
Við tókum Agnar með. Ég man ekki hvernig honum leist á svallarana,
vini mína. En þeir aftur á móti voru mjög upp með sér að hafa fengið
„morðingja“ með sér á barinn. Það fór strax vel á með Omer og Agnari.
Þeir virtust skilja hvor annan mæta vel, rithöfundurinn og tónlistar-
maðurinn, kreólinn og íslendingurinn.
Á þessum tíma var frægasti maður 107ndu götu án nokkurs vafa
Omer Simeon, klarinetleikari. Omer var fæddur og uppalinn í New
Orleans, en flutti til Chicago árið 1914. Hann lék með kunnum kreóla-
sveitum og hljóðritaði með Jelly Roll Morton og Kid Ory. Hann var í
mörg ár klarinetleikari í hljómsveit Earl Hines, en í New York lék hann
með dixielandhljómsveit Wilburs de Paris, vinsælustu hljómsveit unga
fólksins á Manhattan.
Omer var vafalaust þekktur meðal jazzáhugafólks um allan heim, en
hann var líka elskaður, virtur og dáður af krökkunum í hverfinu okkar,
Ó l a f u r S t e p h e n s e n