Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 91
U t a n r e g l u
TMM 2008 · 4 91
Viðfangsefni sagnanna eru venjuleg, hversdagsleg og nútímaleg örlög
mannskepnunnar – á einföldum og þægilegum nótum segir frá fólki
sem lenti í þessum og hinum vandræðunum og allar eru sögurnar
smurðar innblásnum sagnaanda. Þetta eru í raun einfaldir brandarar
(oftast nær), sagðir með lögum og yfirlögum af krúsidúllum og innskot-
um skrásetjara, orðið brandarar hér notað í heiðursmerkingu yfir skýr-
asta og sneggsta formið af vel heppnaðri frásögn. Einföld sena verður
safarík með mátulegum stælum og snúningum, eins og í upphafssög-
unni „Stórkaupmannshjónin“, en hún hefst svo:
Ást þeirra var lygn og fögur. Þau stjönuðu við hvort annað eftir bestu getu og
bæði sættu færis að tjá hvort öðru ást með léttum strokum, hrósi. Svo tamt var
þeim að hlúa að hvort öðru að þau uppgötvuðu á gamals aldri að þau höfðu
borðað ranga helminga af morgunrúnnstykkinu. Hún hélt að hann vildi rúnn-
aða helminginn, […] hann hélt að hún vildi flata helminginn. Þessu var einmitt
öfugt farið. (11)
Þessi tveggja blaðsíðna saga er í grunninn afar einföld – kona liggur
andvaka við hlið manns síns, hugsar um allt það skelfilega sem getur
gerst, og svo gefur maður hennar upp öndina. Ekkert meir, saga búin.
Samt hefur hún eitthvað við sig, einhvern topp af ísjaka þannig að les-
anda er sýndur smáhluti heildarmyndarinnar allrar, og það kitlar að
loknum lestri. Þannig virka margar sagnanna í Aukaverkunum. Skrásetj-
ari ýtir enn frekar undir þessa tilfinningu með því að nota óskýrt orðalag
og tala í hálfkveðnum vísum, rétt eins og blaðamaður sem stíga vill var-
lega til jarðar í viðkvæmu máli þar sem kurl eru ekki öll komin til grafar
– „vitað er að þarna lágu þau í myrkrinu eina ferðina enn.“ (11)
Skrásetjari uslar og buslar með ýmiskonar skilgreiningar og hugtök
sem okkur er orðið tamt að nota, hér fer fram samfélagsrýni af bestu
gerð, þeirri gerð sem varpar fornum og næfum augum á málefni sam-
tímans. Sagan „Tegundausli“ hefst á eftirfarandi orðum og er gott dæmi
um þessa samfélagsrýni: „Einu sinni var stúlka sem vissi innst inni að
hún var selur.“ Við taka sannfærandi ólíkindi sem grínast undir rós með
hugtakið „kynusli“ – en maður trúir þessum ótrúlegu frásögnum: „Hún
þráði að una í sellátrum með sínum líkum. Í því skyni tók hún rútuna
vestur og leigði sér bústað nálægt látrum. Þar sat hún við sjóinn löngum
stundum og einblíndi ástsjúk á kraftalegan brimil sem ýfði móðurlíf
hennar til óljósrar kenndar.“ (53)
Aukaverkanir er mjög vel heppnað smásagnasafn með innri sam-
hæfðum tóni, þetta eru ekki sögur úr öllum áttum sem höfundur hefur