Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 55
L j ó ð s e m n e y s l u va r a
TMM 2008 · 4 55
Eins og minnst var á hér að ofan endar höfundur oft ljóðin á hnyttn-
um setningum eða, ef ég má sletta, svokölluðum ,,punchlines“ til þess að
koma húmornum til skila. Þetta kemur misjafnlega út og í sumum til-
vikum mistekst það algjörlega að mínu mati. Sem dæmi má nefna ljóð
sem fjallar um mann sem ,,… sér ekki / jafn illa og hann / vill vera láta
// maðurinn sem greip um / melónur konunnar.“ (15) Annað dæmi um
húmor sem höfðar ekki til mín er ljóðið ,,SS“ (36) þar sem gefið er í
skyn, í síðustu línunni, að kjötiðnaðarmaðurinn hafi hakkað tengda-
mömmu sína í spað þar sem hann glottir þegar hann er spurður um
líðan hennar. En þrátt fyrir þessi dæmi er ljóðabókin í heild mjög
skemmtileg lesning.
Bónusljóð sem gjörningur
Andri Snær fór ekki hefðbundnar leiðir að því að koma Bónusljóðum
sínum á framfæri. Í stað þess að gefa bókina út hjá virðulegu útgáfufyrir-
tæki og velja henni hátíðlegt og ljóðrænt nafn valdi hann að gefa bókina
út í samvinnu við stærstu lágvöruverslun á Íslandi og kenna ljóðin ein-
faldlega við hana. Þá stígur hann skrefið til fulls með því að hafa bók-
arkápuna í stíl við alþekkt vörumerki Bónusbúðanna. Bókin var síðan
seld í öllum verslunum Bónus og var líklega fyrsta ljóðabókin sem þar
var til sölu innan um kjötfars og grænar baunir.
Á heimasíðu sinni segir Andri Snær að bókin hafi byrjað sem brand-
ari eða á forsíðunni með bleika svíninu (og hann bætir við að sumir vilji
gera það vörumerki að íslenska fánanum) og hugmyndin hafi verið að
brjóta allar reglur ljóðlistarinnar. En síðan hafi ljóðin farið að flæða og
á endanum orðið að bók sem byggi á margnefndum ljóðaflokki Dantes.4
Af þessu má sjá að Bónusljóð eru frá upphafi hugsuð sem gjörningur af
höfundarins hendi, enda má líta á það að sameinast kapítalísku stórfyrir-
tæki við útgáfu á ljóðabók sem uppreisn gegn hefðbundinni ljóðagerð og
ljóðabókaútgáfu. Almennt er talið að ljóðagerð og markaðssetning séu
andstæður og að ljóðskáldið eigi ekki að kæra sig um að tengjast auglýs-
ingamennsku og kapítalisma. Heimir Snorrason orðaði það þannig í
grein í Morgunblaðinu: „Reynt var að afhelga ljóðið, gera það að neyslu-
vöru eins og skinkupakka eða smjörstykki sem selt er í matvöruversl-
unum“.5 Kannski er einmitt nauðsynlegt að „afhelga ljóðið“ til þess að
fá ungt fólk til þess að lesa ljóð. Að minnsta kosti virðist helgislepjan
sem er oft fylgifiskur umræðu um ljóðlist ekki höfða til yngri lesenda.
Andri Snær er örugglega að reyna meðvitað að gera uppreisn gegn
helgislepjunni sem íslensk ljóðlist virðist oft vera föst í. Það kannast allir