Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 35
Þ e g a r é g va r ð Í s l e n d i n g u r
TMM 2008 · 4 35
reyndist vera vökukona á Kleppi, vann tvær eða þrjár nætur í viku, það
er sæmilega borgað. Það er lítið sem gera þarf, sjúklingarnir sofa venju-
lega og ef einhver vandamál koma upp þá er hægt að kalla á hjálp.
Mér fannst þetta hin besta lausn: dagarnir eru frjálsir, engin vanda-
mál með barnið og svo fæ ég nýja lífsreynslu.
Ég fer með henni á síðustu vaktina hennar. Á deildinni eru tuttugu
„rólegir“ karlmenn frá sautján ára aldri til sjötugs. Ætlast er til að þeir
séu komnir í rúmið klukkan tíu, kvöldvaktin hefur þá gefið þeim lyfin
svo að meirihlutinn sefur eða er að sofna.
Dyrnar að deildinni eiga að vera lokaðar en ekki má loka á milli
vaktkompu og sjúkrastofanna.
Nóttin líður í friði og ró, á hverri klukkustund göngum við um
rökkvaðar stofurnar, loftið er þungt, hrotur, stunur. Allt eins og í bíó-
mynd. Auðvitað get ég þetta ekki, Drottinn minn, ég kann málið illa
ennþá, og þessa menn mun ég alls ekki skilja og svo þessi einsemd – að
sitja heilar nætur innilokuð. En ég skammast mín mikið, konan er búin
að vinna hér í tvö ár og er búin að útvega mér vinnu hérna. Allt í lagi, ég
reyni að harka af mér einn mánuð eða svo og finn mér svo ástæðu til að
hætta. Gleymum þessum peningum …
Þarna vann ég í sjö mánuði, allt fram á næsta haust. Þarna sat ég og
dáðist að Esjunni, sem ýmist var vafin í ský eða fékk glampa af regni eða
stóð þarna rósrauð í síðbúnu sólarlagi …
Skjólstæðingahópurinn minn breyttist lítið, að frátöldum nokkrum
sem höfðu Klepp að tímabundnu athvarfi og hvíld frá brennivíni, óþol-
andi yfirvinnu eða húsi sem þeim var ofviða að reisa.
Vel man ég enn eftir einhverjum „fræðingi“ á besta aldri, sem hafði
lent á Kleppi af því „hann var að byggja“, eins og ein hjúkrunarkonan
sagði mér. Og ef ég síðar fór að velta fyrir mér þessari bráðsmitandi og
klikkuðu hugmynd – að byggja, þá skaut upp í huganum vesalings fræð-
ingnum og Freistarinn hvarf og dirfðist ekki að raska ró minni meir.
Karlarnir vöndust mér, ég fór að skilja þá betur og hætti að vera
hrædd við þá. Og þarna á Kleppi hlaut ég mestu viðurkenningu sem ég
hef nokkru sinni fengið. Kvöld eitt kom Palli gamli, rétti mér glas með
gervitönnunum sínum og sagði:
– Þú ert svo góð. Þú mátt eiga þær.
Hann átti víst ekkert annað til að gefa mér. Og vatnsglasið stóð á
borðinu hjá mér alla nóttina og ég horfði á það eins og blómvönd.
Mamma bað mig að skrifa hvergi í bréfum um það við hvað ég ynni.
– Fólk fer að æja og óa og vorkenna þér. Segja að þú hafir lært í