Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 135
TMM 2008 · 4 135
L e i k l i s t
Bestur var hann þó í samskiptum sínum við unga manninn sem þjónar þörf-
um hans og Víðir Guðmundsson lék af mikilli íþrótt.
Ekki veit ég um ykkur en sjálf hef ég upplifað það nokkrum sinnum að hlusta
á manneskju segja mér langa sögu – af eigin reynslu eða annarra – af svo mikilli
snilld að það varð í senn skáldskapur og leikhús. Fáeinum vikum eftir frumsýn-
inguna á Fýsn fór upp á svið í Iðnó verkið Dansaðu við mig eftir Þórdísi Elvu á
vegum Leikhúss andanna undir stjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar (sem sló í gegn
í Austurbæ í byrjun þessa árs með leikstjórn sinni á Fool for Love). Hér freistar
Þórdís þess að láta tvo einstaklinga segja sögu sína án þess að leika mikið hvort á
annað en í sýningu nánast af fullri lengd, og má það heita alldjarft spil. Framan af
heldur maður að þau komi hvort öðru við, Pála (Þrúður Vilhjálmsdóttir) og
Tómas (Höskuldur Sæmundsson); að hann sé að segja sína útfærslu á sameig-
inlegri sögu þeirra og hún sína. En fljótlega verður ljóst að þótt þau séu bæði að
segja sínar ástarsögur þá eru viðföng ástarinnar annað fólk, og saga einstakling-
anna á sviðinu snertist ekki fyrr en alveg í lokin. Þetta eru dapurlegar sögur, og þó
segja þær báðar af heitri, endurgoldinni ást. Annað klúðrar sinni af ragmennsku
og verður af hamingjunni, hitt missir sína en heldur í afleiðingar hennar af
dirfsku, þvert gegn venjulegri skynsemi. Við þá ákvörðun fléttast líf Tómasar og
Pálu saman og nýtist þá sár reynsla hans. Þetta var snjall endir á ágætum texta.
List söguleikhússins er að segja sögu af einlægni og með ekta sögumanns-
áherslum. Lokka áheyrandann inn í söguna með engum brögðum öðrum en
töfrum raddar sinnar. Þetta tókst Þrúði með miklum ágætum. Hún varð Pála,
sérvitri raunvísindanördinn sem er allt í einu farin að bera húsgögn fyrir mann
sem hún þekkir ekki neitt en sem fyrir sitt leyti þráir að láta drauma hennar
rætast. Það var merkilegt að finna úti í sal hvernig hjarta manns fór að slá hrað-
ar og þyngra af samúð með þessari einmana stúlku sem sér í lokin fyrir sér
framtíð í varanlegum skugga yfirvofandi harms. Höskuldi tókst ekki eins vel að
ná sannfærandi sögumannsrödd, hann var meira að reyna að leika setningarn-
ar sínar og hætti til að missa slagkraft frásagnarinnar. En sýningin snart mann
djúpt – og minnti raunar á eina eftirminnilegustu sýningu undanfarinna ára,
Dýrlingagengið sem Viðar Eggertsson setti upp í Hafnarhúsinu á vegum EGG-
leikhússins fyrir einum sex árum. Það er ekki ónýtt fyrir ungt leikskáld að fá
tvö verk á fjalirnar sama haustið, enda fer Þórdísi Elvu hratt fram.
Macbeth í teiknimynd
Þjóðleikhúsið frumsýndi Macbeth á Smíðaverkstæðinu í október í útfærslu
tveggja ungra leikara, Stefáns Halls Stefánssonar og Vignis Rafns Valþórssonar
sem báðir léku líka í sýningunni. Þetta var mikið sprell utan um sígildan texta
Shakespeares sem skorinn var niður í um það bil klukkutímalanga sýningu. Í
minningunni eru fyrst og fremst eftir sterkar myndir í svörtu og rauðu: Svart-
klæddir leikarar og rautt blóð, agað kæruleysi í hreyfingum og fasi. Eiginlega
var þetta eins konar myndasöguútfærsla á verkinu, það mátti líka sjá á förðun
leikaranna. Einkum tókst vel að teikna leikkonurnar, Vigdísi Hrefnu Pálsdótt-