Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 19
A m m a h ö f u n d a r i n s
TMM 2008 · 4 19
Hirðskáld hins ófullgerða
Ég les bók Saša Stanišić, Hermaður gerir við grammófón (Veröld gaf út
2007 í þýð. Bjarna Jónssonar), á hótelinu í Sarajevo á meðan síðasti snjór
vetrarins fellur fyrir utan. Hún er ókláruð, enda aðalpersónan Aleks-
andar (sem er í mörgu staðgengill Stanišić sem og nafni og andlegur
tvíburi uppáhalds bosnísk-íslensk-austurríska náfrænda míns) sjálfskip-
að hirðskáld hins ófullgerða. Við sjáum lífið fyrir stríð, skrautlegar
persónur og ólíkindaleg atvik beint upp úr Kusturica-mynd – en svo
laumast stríðið upp að okkur og skyndilega riðlast öll frásögn bókarinn-
ar, það sem áður var til þess að gera heilstæð línuleg frásögn leysist upp
í sendibréf (frá Aleksandar og öðrum honum nákomnum), dagbók-
arfærslur, ritgerðir og ljóð, tíminn í sögunni fer allur úr skorðum og við
taka örvæntingarfullar tilraunir fullorðins Aleksandars til þess að hafa
upp á Asíu, stúlkunni sem hann varð viðskila við í Višegrad, sem er um
leið tilraun hans til þess að klára allar ófullgerðu myndirnar sem hann
hafði teiknað áður. Nú vill hann klára myndina sem áður var ófullgerð,
en þetta er brotin þjóð, þjóð skipt í tvo hluta, múslimahlutann og serba-
hlutann (með stöku króötum inn á milli) og líklega verður þessi mynd
ófullgerð um aldir.
En ég þarf að klára söguna mína. Mín saga fjallar um ömmuna,
ömmuna sem talar enga ensku og býr enn í Višegrad. Í leigubílnum á
leiðinni reyni ég að átta mig á því hvernig ég geti útskýrt fyrir konu sem
talar annað tungumál að ég hafi hitt sonarson hennar í fimm mínútur í
Reykjavík og sé þess vegna kominn hinum megin í álfuna til þess að
heimsækja hana. Og svo er alls ekkert víst að hún sé heima og þá klárast
þessi saga aldrei. Hnúturinn í maganum á mér minnkar lítið þegar
leigubílstjórinn er ekki að finna réttu íbúðina og klifrar á endanum með
mér upp tröppur blokkarinnar sem hún býr í – og nú þarf ég að útskýra
leigubílstjórann líka. En svo römbum við á rétta dyrabjöllu og gömul
kona með hárið litað dökkt kemur til dyra. Jú, hún heitir Kristina
Stanišić. Fyrst er hún skiljanlega örlítið ringluð en um leið og ég hef
komið henni í skilning um að ég hafi fengið heimilisfangið hjá Saša þá
ljómar hún eins og sólin sjálf og býður mér inn þar sem nágrannarnir
sitja og spjalla. Ung stúlka í húsinu er kölluð til þess að túlka, hún getur
þó ekki stoppað lengi af því hún þarf að komast í sunnudagsbingóið.
En í áhyggjum mínum yfir tungumálaerfiðleikunum hafði ég gleymt
einu – ég var að heimsækja ömmu. Og rétt eins og hjá flestum alvöru
ömmum í gervallri veröldinni gefst manni hvort eð er ekkert tóm til
þess að tala, því í mann er dælt Baklava og fleiri torkennilegum bosn-