Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 128
128 TMM 2008 · 4
B ó k m e n n t i r
Einar Már Jónsson
Gáta í íslenskum bókmenntum
Hjálmar Sveinsson: Nýr penni í nýju lýðveldi: Elías Mar. Omdurman, 2007.
Pétur Blöndal: Sköpunarsögur. Myndir: Kristinn Ingvarsson. Mál og menning 2007.
Elías Mar er undarleg gáta í íslenskum bókmenntum. Hann byrjaði kornungur
að skrifa, gaf út sína fyrstu skáldsögu tuttugu og tveggja ára gamall, og hélt svo
ótrauður áfram; aðeins þrítugur að aldri hafði hann sent frá sér þrjár skáldsög-
ur og fyrra bindið af hinni fjórðu, Sóleyjarsögu, auk smásagnasafns og ljóða-
bókar, og var þá tvímælalaust talinn meðal efnilegustu höfunda á Íslandi. Ein
skáldsagan, Vögguvísa sem út kom 1950, sló í gegn og hefur æ síðan verið talin
meistaraverk. Útkoma seinna bindis Sóleyjarsögu dróst nokkuð, og mun það
fremur hafa verið sök útgefanda en höfundar, en þegar það loks birtist 1959 var
Elías Mar einungis hálffertugur, þessi tveggja binda skáldsaga var hans metn-
aðarfyllsta verk og bjuggust menn því við framhaldi á þessum rithöfundarferli,
sem hafði byrjað svo glæsilega. En skyndilega var eins og Elías legði frá sér
pennann; hann átti eftir að lifa í hálfa öld við góða heilsu (ekki gat ég a.m.k. séð
annað), en á öllum þeim tíma birti hann ekki annað en fáeinar smásögur og
ljóð. Ýmsar skýringar hafa komið fram á þessari hálfgildings þögn, t.d. sú að
neikvæðir dómar um Sóleyjarsögu hafi „drepið“ rithöfundinn, en þær eru allar
út í hött.
Sú bók sem Hjálmar Sveinsson hefur nú gefið út um Elías Mar, Nýr penni í
nýju lýðveldi, veitir ekki neitt svar við þessari gátu, en hún hlýtur eigi að síður
að verða gömlum vinum og kunningjum Elíasar mikið fagnaðarefni, svo og
þeim sem vilja kynnast manninum og rithöfundinum. Hún er byggð upp á
þann hátt að bókarhöfundur segir á mjög svo lifandi hátt frá heimsóknum
sínum til Elíasar síðasta árið sem hann lifði og samtölum þeirra um æfi og verk
skáldsins. Elías rifjar upp liðna tíð og rekur feril sinn, en inn í frásögn hans
fléttast hugleiðingar bókarhöfundar um stöðu Elíasar og verka hans í sögu
tímabilsins.
Þeir sem þekktu Elías kannast við ýmislegt sem hann segir þarna af sjálfum
sér, t.d. hina forkostulegu sögu um það þegar hann lá í taugaveikisóráði á
sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn og trúði því að Elías Mar væri nokkuð þekktur
rithöfundur á Íslandi en hann væri hins vegar alls ekki sá maður og því hefði
hann ekkert leyfi til að opna bréf sem honum voru færð með áritun á þetta
nafn. Að lokum tók hann það ráð að skrifa þessum Elíasi Mar til að biðja hann
að sækja bréfin … Það er þakkarvert að Hjálmar Sveinsson skuli hafa bjargað
þessari sögu og öðrum slíkum, sem hefðu annars getað liðið út í loftið með
þeim orðum sem fljúga.
En aðalatriðið í bókinni er tvímælalaust sú mynd sem þar er dregin upp af