Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 33
Þ e g a r é g va r ð Í s l e n d i n g u r
TMM 2008 · 4 33
Allt í lagi. Gerir ekkert til.
Þetta endurtók sig nokkrum sinnum.
Það er heitt í Kaupmannahöfn, við förum auðvitað í Tívoli, þar eru
hringekjur, bílar, ís og pylsur. Gamlar konur brosa við drengnum, segja
eitthvað, strjúka honum um ljósan kollinn. Það er auðséð að barn sætir
tíðindum í Kaupmannahöfn, eitthvað annað en í Reykjavík þar sem
krakkar eru sem sandkorn á sjávarströnd og öll eins, maður þekkir ekki
sitt barn úr fjarlægð.
Þarna er einhver herramaður sem var bersýnilega að horfa á mig …
og þessi þarna brosti meira að segja. Guði sé lof, því á Íslandi sjá þeir, það
er að segja karlmennirnir, mann ekki, þeir horfa í gegnum mann, nema
kannski á einhverju ballinu þegar þeir hafa fengið sér í annan fótinn. Þá
koma gullhamrar og þeir bjóða fram allt sem þeir eiga og ekki eiga og
fyrirheit um eilífa ást og vinskap. Mér er það svosem ekki neitt í neinu,
en þetta – að einhver brosi svona og taki eftir mér á ósérplæginn hátt …
Nei, þetta er sjálfsagt veðráttunni að kenna, hvernig geta menn brosað
ef það rignir eða blæs eða allt í senn?
Við vorum ekki nema svona tíu farþegarnir sem flugum til Moskvu.
Drengurinn fór aftur á stjá og reyndi að ná í hnappana. Ég var á verði,
en það var ekki nokkur leið að hafa við honum. Flugfreyja kom og ég
baðst afsökunar.
Ert það þú sem lætur svona illa! sagði hún við drenginn, – sittu kyrr
lagsi! Og ef þú ýtir aftur á takkann, þá opna ég dyrnar og hendi þér út.
Mamma þín flýgur áfram en þú … tja ég veit ekki …
Snorri litli stirðnaði upp, tók fast í höndina á mér og hreyfði sig ekki
það sem eftir var ferðarinnar. En ég fann að ég var þegar komin heim!
Heil sendinefnd tók á móti okkur á flugvellinum: Júra bróðir, vinir og
vinkonur. Allir biðu óþolinmóðir eftir því að sjá ferðalanga „þaðan“ og
fá upplýsingar frá fyrstu hendi.
Þá, fyrir 25 árum, vissu menn í Sovétríkjunum ekki meira um
„kaplönd“ (kapítalísk lönd) en menn vissu hér um Sovétríkin. Blöðin
klifuðu sífellt á skelfingum kapítalismans, býsnuðust yfir „þeirra sið-
gæði“, grimmd, hirðuleysi um náungann, rán, morð, atvinnuleysi.
Meirihlutinn trúði þessu næstum því 100%. Þverhausar eins og bróðir
minn trúðu ekki orði og töldu þessa mynd eins og negatíf ljósmyndar,
þeir töldu Vesturlönd heimkynni heiðarleika, samviskusamra vinnu-
bragða, góðs skipulags og farsælla samskipta á markaði.
Við sátum við borð – eins og venjulega höfðu tólf sest við sex manna
borð – og borðuðum kvöldmat og ég talaði og talaði, létti á sálinni.
Drengurinn var loksins sofnaður, furðu sleginn yfir myrkrinu fyrir utan