Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 59
H u g e n o t t a r á H a r m o n y I n n
TMM 2008 · 4 59
sérstaklega á heitum sumrum. Þá átti hann það til að draga stóran
skiptilykil upp úr tösku sinni og skrúfa frá brunahananum á horninu
svo að krakkarnir gætu kælt sig undir vatnsbununni. Að vísu kom lögg-
an til að skrúfa fyrir hanann eftir nokkrar mínútur, en smástund í köldu
baði á heitum sumardegi í New York er ótrúlega frískandi. Ég man ekki
betur en að löggan hafi oftast stungið hausnum undir bununa áður en
hún skrúfaði fyrir!
Omer hafði ótrúlega skemmtilega frásagnargáfu. Sögurnar hans frá
New Orleans voru að vísu ekki endilega dagsannar, en trúlegar samt.
Besta sagan hans var um píanóleikarann og tónsmiðinn Jelly Roll Mor-
ton, sem var svo hraðlyginn að það tók sérfræðinga í Library of Con-
gress í Washington mörg ár að leiðrétta ýmsar fullyrðingar sem hann lét
hafa eftir sér í fjölmiðlum.
Ein af frægustu sögum Mortons var um hvernig hann bjó til jazz-
tónlistina kvöld nokkurt sumarið 1907 í hóruhúsi á Bienville stræti, með
dyggri aðstoð maddömu hússins. Omer kunni þó nokkrar útgáfur af
þessari sögu. Agnar fékk að heyra eina þá allra ítarlegustu, enda var
mikið fyrir því haft að skemmta gesti okkar, „morðingjanum,“ þetta
kvöld.
Ég man ekki nákvæmlega eftir niðurstöðum vísindarannsóknar
okkar á Harmony Inn, en ég man greinilegar eftir kynnisferð okkar um
Harlem daginn eftir. Agnar hafði mikinn áhuga á að skoða mannlífið í
þessum borgarhluta. Hann hafði með sér gamlar gallabuxur og köflótta
skyrtu, sem hann klæddist í kynnisferðinni til þess að vekja ekki alltof
mikla athygli, hvítur útlendingurinn. Ekki vildi betur til en svo að
Agnar vakti töluverða athygli hvar sem við komum; hann í gallabuxum
og verkamannaskyrtu innan um spariklædda harlemíta, sem á þeim
dögum klæddu sig í sparifötin þegar þeir fóru út á lífið. Omer, vinur
okkar, skemmti sér konunglega þegar við sögðum honum ferðasöguna
seinna meir.
Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég komst að því að þeir
ættu eitthvað sameiginlegt. Bæði Omer og Agnar voru afkomendur
Hugenotta, en það er önnur saga.
Ártölum og heimilisföngum hefur verið breytt í þessari frásögn en flest ef ekki
allt í henni er heilagur sannleikur.
Tilvísanir
1 Edward Albee, „Who is afraid of Virginia Woolf,“ 3. þáttur.
2 „Las Babas del Diablo,“ smásaga eftir Julio Cortázar.