Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 129
TMM 2008 · 4 129
B ó k m e n n t i r
starfi Elíasar sem rithöfundar. Greinilegt er að hann hefur jafnan haft það
markmið að lifa í sem nánustum tengslum við samtímann, finna fyrir hinum
fínlegustu gárum í straumum mannlífsins, og túlka það í verkum sínum.
Gleggsta dæmið um það er sennilega sagan Vögguvísa um óknyttaunglinga á
upplausnartímum í Reykjavík. Þar leggur Elías sig í líma við að líkja eftir mál-
fari sögupersónanna, slanguryrðum þeirra og ambögum, eins og frægt er
orðið, ekki af því að hann vilji boða neitt, síst af öllu af því að hann telji þetta á
nokkurn hátt til fyrirmyndar (eins og einhverjir misvitrir menn munu hafa
haldið) heldur af því að þessi talsmáti var stór hluti af sannleikanum um þess-
ar sögupersónur. Ennþá breiðari samtímalýsingu er svo að finna í Sóleyjar-
sögu, þar sem Reykjavík áranna rétt upp úr 1950, þegar nýtt hernám er að
hefjast, er sett undir smásjána. Hvar sem litið er í það verk finnur maður
andblæ þessa tíma.
Nú eru þessar nærfærnislegu túlkanir Elíasar á samtíma sínum orðnar
meira en hálfrar aldar gamlar, og er það kannske að einhverju leyti skýringin
á þeirri miklu þögn sem verið hefur um hann og verk hans um langt skeið,
þrátt fyrir frægð Vögguvísu; mun ekkert þeirra hafa verið fáanlegt í bókaversl-
unum áratugum saman. En þetta er hið mesta óréttlæti, verk Elíasar eiga ekki
síður erindi til nútímans, og því verður að vona að bók Hjálmars geti orðið til
þess að einhver útgefandi sjái sér sóma í að láta þau koma fyrir sjónir almenn-
ings aftur, kannski með skýringum fyrir þá sem muna ekki þessa tíma og skilja
t.d. ekki slanguryrðin sem þá tíðkuðust. Þetta þyrfti að gerast sem allra fyrst,
síðar gæti komið að því að rannsaka handrit sem Elías lét eftir sig og eru nú
geymd í Þjóðarbókhlöðunni. Vera má að þar sé sitthvað athyglisvert (og
útgáfuhæft) að finna, – og kannske einhverja skýringu á þögninni löngu. Þar
mun t.d. vera bréfið sem Elías skrifaði sjálfum sér í óráðinu.
Meðan menn bíða eftir þessu – og ef bók Hjálmars Sveinssonar virkar á þá
eins og hungurvaka sem vel er líklegt – geta þeir lesið langt viðtal við Elías Mar
í bókinni Sköpunarsögur eftir Pétur Blöndal með ágætum ljósmyndum eftir
Kristin Ingvarsson. Í henni eru viðtöl við tólf rithöfunda á ýmsum aldri, þar
sem þeir eru aðallega spurðir hvernig þeir fari að því að semja sín verk, um
fæðingar hugmynda, vinnubrögð, lífsstíl við skriftir og annað slíkt, en þó oft
farið vítt og breitt um líf þeirra og feril. Í viðtalinu við Elías Mar, sem tekið var
veturinn 2000–2001 er margt sem er einnig í bók Hjálmars Sveinssonar en
sumt er með öðrum hætti og jafnvel ítarlegra og nokkur atriði eru þar til við-
bótar; auk þess er persóna Elíasar dregin skemmtilega fram í ljósmyndunum.
En vitanlega má ekki gleyma því að viðtalið við Elías er aðeins einn tólfti
hluti þessarar bókar, og aðrir hlutar hennar eru ekki síður athyglisverðir. Má
nefna viðtalið við Þorstein Gylfason sem lést aðeins fáum dögum eftir að það
var tekið. En vafalaust er óréttlátt að nefna einn öðrum fremur, öll viðtölin eru
athyglisverð, og þau eru hvert með sínum hætti, eins og rithöfundarnir sem
spurðir eru. Þannig talar Þorsteinn Gylfason um ljóðaþýðingar, Einar Kárason
um epískar sögur, Sjón um súrrealisma, Guðrún Helgadóttir um fullorðins-
bækur fyrir börn, margir fjalla um tengsl verkanna við einstök atriði í veru-