Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 77
D ó m k ó r i n n , M a r t e i n n o g s a m e i n i n g E v r ó p u
TMM 2008 · 4 77
hótelinu okkar. Bílstjórinn okkar benti okkur á húsið og bætti við með
nokkru stolti: – Þarna vann Pútín í fimm ár.
Nú stóð þetta drungalega hús autt, en einhver hafði þó séð af máln-
ingu til að skrifa á vegginn sem umlukti húsið: Denkmal für Staatsterror
– Minnismerki um hryðjuverk ríkisins.
Hógværð og smekkvísi
Í þessu samfélagi sem lengst af hafði ekki efni á að mála hús sín ólst
Marteinn upp. Hann var heldur á skjön við samfélagið að því leyti að
almennt langskólanám stóð honum ekki til boða vegna þess að hann
tilheyrði ekki réttri stétt. Hann er af menntafólki kominn, foreldrar
hans voru félagsráðgjafar, og háskólaplássin voru frátekin fyrir börn úr
verkalýðsstétt. Auk þess var hann úr kristinni fjölskyldu sem gerði
málin enn flóknari.
Það var hins vegar undanþága frá þessari kröfu um stéttarlegan upp-
runa og hún gilti í tónlistarnámi. Þar var bara spurt um hæfileika. Þá
hafði Marteinn og hóf píanó- og orgelnám í dómkirkjunni í Meissen.
Síðan lá leið hans til Leipzig þar sem hann nam hjá Thomaskantor en
þeirri stöðu gegndi sjálfur Johan Sebastian Bach á sínum tíma. Hvað
sem leið sviptingum í stjórn landsins þá var Bach og arfur hans alltaf á
sínum stað. Inn í þann arf gekk Marteinn og honum er jafntamt að vitna
í Bach og Brahms og íslenskum rithöfundum í Snorra og Jónas.
Árið 1964 flutti hann til Íslands og hóf störf í Vestmannaeyjum en
flutti sig rúmum fimm árum síðar upp á meginlandið. Hér kom hann
ekki að tómum kofanum því á undan honum höfðu komið margir sam-
landar hans og meðeigendur í tónlistararfinum – Róbert Abraham,
Heinz Edelstein, Franz Mixa, Victor Urbancic … listinn er langur. Þess-
ir menn höfðu gert Marteini kleift að njóta sín í tónlistarlífi landsins og
okkur að meta þann arf sem hann eys af í örlæti sínu.
Nú var hins vegar komið að því að líta til baka, leita rótanna. Við
sungum Maístjörnuna fyrir utan æskuheimili Marteins og svo fékk
hann að stjórna kórnum sínum í kirkjunni þar sem hann steig sín fyrstu
skref á tónlistarbrautinni. Það var tilfinningarík stund og erfitt að
syngja fyrir geðshræringu. Ein tilfinningin var sú að við værum að end-
urgjalda fyrir þá menningarstrauma sem legið hafa hingað til lands og
lagt drjúgan skerf til þess að gera okkur að menningarþjóð.
Marteinn getur verið stoltur af þessari ferð. Móttökurnar voru alls
staðar framar vonum og greinilegt að Marteinn var ekki gleymdur þótt
hann væri löngu fluttur í burtu. Eftir tónleikana í Frúarkirkjunni birtist