Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 6

Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 6
6 Jólablað Morgunblaðsins M yrkrið, ljósin og öll fallega tónlistin kemur mér í jóla- skap,“ segir Sigríður og bætir við: „Svo þarf ég að hlusta að minnsta kosti einu sinni á skelfilega jóla- plötu frá 8. áratugnum með Silfurkórnum til að komast í almennilegt jólaskap. Það er kannski bara býsna vel sloppið – ég veit um fólk sem þarf að heyra Strumpajól til að jólin geti hafið innreið sína,“ segir hún og hlær. Hverjar eru þínar jólahefðir? „Ég er jólafasisti, að sögn kunnugra, og breyti engu í mínu jólahaldi nema að vel at- huguðu máli. Ég baka með mömmu og systur hennar, nákvæmlega sömu sortir og amma bakaði. Það tekur klukkutíma af vísindalegri nákvæmni að setja seríuna á jólatréð, og á að- fangadagskvöld er ein gjöf opnuð í einu á með- an allir hinir fylgjast andaktugir með.“ Hvenær byrjar þú að undirbúa jólin? „Helst ekki fyrr en í desember. Og jólafas- istinn skreytir ekki fyrr en á Þorláksmessu, svo allt sé glansandi nýtt og fínt á aðfanga- dagskvöld.“ Borðið þið fjölskyldan alltaf það sama á jól- unum eða eruð þið dugleg að prófa eitthvað nýtt? „Ég ólst upp við rjúpur í jólamatinn, en þeg- ar við Gummi bjuggum í Danmörku höfðum við aligæs á jólunum. Við reyndum að halda því áfram eftir að við fluttum aftur til Íslands en gáfumst upp eftir nokkur ár. Það eru til margar ævintýralegar sögur af tilraunum okkar til að verða okkur úti um jólagæs hér heima. Einu sinni komumst við að því á Þor- láksmessu að gæsinni okkar hefði verið fargað af ótta við fuglaflensu, og öðru sinni ókum við langt út í sveit í kafaldsbyl rétt fyrir jól til að sækja gæsina, en fengum uppstoppaðan lunda í staðinn, fyrir einhvern furðulegan misskiln- ing. Gæsarævintýrin eru mjög skemmtileg í minningunni, en þetta var á endanum of ófyrirsjáanlegt og stressandi svona rétt fyrir jólin.“ Hvað er í matinn á aðfangadag? „Gummi grefur lax, heimsins besta graflax, og foreldrar mínir leggja til sínar ómissandi sveppatartalettur, sem hafa fylgt fjölskyldunni svo lengi sem elstu menn muna. Aðalrétturinn er sænsk jólaskinka, sem við pöntum frá vin- um okkar í Kjöthöllinni. Skinkan hefur reynst mun áreiðanlegri en gæsirnar ævintýralegu, og við höfum fjöll af alls konar ljúffengu með- læti með henni. Desertinn hefur verið svolítið á reiki á undanförnum árum, en það er útlit fyrir að samkomulag sé að nást um súkkulaði- mús.“ Hvað finnst þér best við jólin? „Tónlistin, maturinn, bækurnar, og að dúll- ast með fjölskyldunni. Þetta er líka einhvern veginn eini tíminn sem maður getur leyft sér að sitja yfir púsluspili fram á nótt.“ Nú ertu með fullt hús af börnum – hvað gerir þú til þess að börnin njóti sín sem best á aðventunni? „Stórfjölskyldan bakar saman piparkökur, sem er mjög gaman, og við höfum verið að reyna að endurvekja þá hefð að skera laufa- brauð. Svo drögum við dætur okkar í heljar- mikinn jólagjafaleiðangur niður í bæ, og þá er fastur passi að fara á Mokka í kakó og vöfflur. Mér finnst alltaf mikil stemning að fara á skauta um jólin, en áhugi stelpnanna á því hef- ur eitthvað verið að dofna. Nú bindum við von- ir við að snjórinn verði snemma á ferðinni, svo við komumst á skíði um jólin.“ Hvað er ómissandi um jólin? „Jólafasistanum finnst þetta allt ómissandi. En auðvitað er ljósið í myrkrinu og samveran með fólkinu mínu það eina sem er raunveru- lega ómissandi um jólin.“ Áttu einhverja jólaminningu sem þú vilt deila með lesendum? „Ég á mér bernskuminningu frá Þorláks- messu, þegar ég var smástýri. Það var komið langt fram á kvöld og alger óreiða ríkti á heim- ilinu. Mamma var á fullu að skúra og pabbi að pakka inn gjöfum, og kassar af jólaskrauti gnæfðu yfir mig í stofunni. Ég man að ég hugs- aði áður en ég fór að sofa: „Þeim tekst þetta aldrei. Það koma bara engin jól í ár.“ Þegar ég vaknaði morguninn eftir var allt orðið hreint og fínt og skrautið komið upp, gjafirnar í snyrtilegum stafla undir jólatrénu og mér fannst foreldrar mínir vera ofurhetjur eða töframenn að hafa tekist þetta. Og jólin fyrir mér eru alltaf þetta kraftaverk, að mitt í öllum asanum og stressinu og myrkrinu skuli fólki takast að halda svona fallega og heilaga hátíð.“ Morgunblaðið/Eggert Jólafasistinn skreytir ekki fyrr en á Þorláksmessu Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður var að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu. Hún er jólafasisti að eigin sögn og segir að allt þurfi alltaf að vera nákvæmlega eins, ár eftir ár. Eigin- maður hennar, Guðmundur Örn Guðmundsson, hefur lagt sitt af mörkum til að jólafasistinn eigi gleðileg jól. Marta María | martamaria@mbl.is Sigríður Hagalín Björnsdóttir ásamt dóttur sinni, Auði Hagalín Guðmundsdóttur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.