Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 78
V
ið erum að sjá mikið af blúndum og glimmeri og svart er
auðvitað alltaf vinsælt,“ segir Helena þegar hún er spurð út
í jólatísku þessa árs. Rebekka bætir við að ekki megi
gleyma pallíettunum fyrir hátíðirnar. „Pallíettur koma allt-
af sterkar inn fyrir jól og áramót. Það er líka mjög mikið
um berar axlir, bæði í toppum og kjólum. Svo eru bróderuð
mynstur í kjólum og jökkum áberandi. Að ógleymdum plíseruðu toppunum,
kjólunum og buxunum.“
Helena segir kostinn við að kaupa jóladress-
ið í Debenhams vera gott úrval mismunandi
merkja. „Kosturinn við Debenhams er
hvað hér er að finna margar deildir og
mismunandi hönnuði – útkoman er ansi
fjölbreytt úrval. Við erum allar svo
ólíkar og það er frábært að komast í
verslun þar sem breitt úrval er í
boði. Þetta er sérstök búð og allir
ættu að finna eitthvað við sitt hæfi fyr-
ir hátíðirnar. Hér fást föt í dýrari kant-
inum og einnig hlutlaus föt á viðráðanlegu
verði. Hér getur þú labbað um með ömmu,
mömmu eða vinkonu og þið getið allar fund-
ið eitthvað, sama hversu ólíkar þið eruð,“
segir Helena.
Aðhaldssokkabuxur eru málið
Spurðar út í sokkabuxnatískuna eru þær
Helena og Rebekka sammála um að að-
haldssokkabuxurnar séu skotheldar yfir
jólin. „Við erum með mjög flott og breitt
úrval af sokkabuxum, bæði frá Debenhams
og frá Oroblu. Svartar, háar sokkabuxur
með aðhaldi eru vinsælastar þessa stund-
ina en nýjustu Oroblu-sokkabuxurnar eru
einmitt sérstaklega háar í mittið og halda
mjög vel að,“ segir Rebekka að lokum.
Jólatískan
Helena segir skóna
frá Tamaris vera full-
komna jólaskó því
þeir séu einstaklega
þægilegir.
„Svartar, háar
sokkabuxur með
aðhaldi eru vinsæl-
astar þessa stundina.“
❄
Jólatískan í ár einkennist af blúndum, pallíettum og plíser-
ingum að sögn Helenu Óskar Óskarsdóttur, deildar-
stjóra í dömudeild Debenhams, og Rebekku Óskars-
dóttur, útstillingastjóra Debenhams. Svo eru aðhalds-
sokkabuxur skyldueign fyrir jólin að þeirra mati.
Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is
Jólakjóll úr
glimmer-
efni frá
merkinu
The Collec-
tion,
17.990
krónur í
Deben-
hams.
„Pallíettur koma alltaf
sterkar inn fyrir jól og áramót“
Helena Ósk
og Rebekka
hafa spáð
mikið í jóla-
tískuna fyrir
þetta árið.
Morgunblaðið/Eggert
78 Jólablað Morgunblaðsins
Virkilega
smart sam-
festingur frá
Red Herring,
12.490 krón-
ur í Deben-
hams.
VERSLUN MÖRKINNI 6 - 108 REYKJAVÍK
www.esjadekor.is
SNURK rúmfötin eru bæði skemmtileg og praktísk gjöf!
100% bómull - aðeins kr.9.690.- mikið úrval.
LÆKKAÐ VERÐ!