Morgunblaðið - 21.12.2016, Blaðsíða 12
Fjálglega var púki nefndur Pottasleikir,
pestar-, saur- og svitalykt af honum feykir,
allir sem þar standa fyrir enda veikir. T
regur og af tröllum sprottinn,
tekur stökk og finnur pottinn.
Þar er ekki þokkasnefill.
Þetta er hann Pottaskefill.
Ranglega var pungur nefndur Pottasleikir,
prettir eru iðja hans og helstu leikir,
eltir uppi gamalær og í þeim kveikir.
Höggvinn er í hengla spottinn,
hleypur svo á braut með pottinn.
Þröngar buxur, þæfður trefill.
Þetta er hann Pottaskefill.
Snæbjörn Ragnarsson
B
æði og. Snemma í aðdrag-
anda jólanna finnst mér
gaman. Kósí stemning,
kertaljós, mandarínur,
kitsch og glingur,“ segir
Signý aðspurð hvort hún
sé mikið jólabarn. Hún bætir við: „Hins
vegar er fullkomnunarárátta og athygl-
isbrestur ekki frábær samsetning og því
eru jólin dálítið snúinn tími hjá mér. Mér
finnst frekar stressandi að koma öllu
heim og saman fyrir aðfangadag þó að
það takist nú yfirleitt allt að lokum.“
Upplifir jólasveinana sem „zombies“
„Jólasveinarnir eru skítugir, hrekkj-
óttir og bara frekar ógeðslegir í það heila
en svo eru þeir líka eldgamlir og ættu að
vera löngu dauðir. Að mínu mati eru þeir
hálfgerðir „zombi-ar“. Ég ímynda mér
þá allavega þannig og Pottasleikir er því
hrikalegur „zombie“-sveinki en samt al-
veg pínu sætur líka,“ segir Signý um
hönnun sína og sína eigin upplifun á jóla-
sveinunum. En hvaða jólasveinn er í
uppáhaldi? „Stúfur og Kertasníkir voru
mínir uppáhalds í æsku. Stúfur, hann er
náttúrlega uppáhald allra barna, af því
hann er lítill og ekki jafn hræðilegur og
hinir. Ég hef hins vegar ekki hugmynd
um af hverju Kertasníkir var líka í uppá-
haldi, kannski af því að hann kom á að-
fangadag og er ekki alveg jafn „krípí“ og
hinir?“
Hönnun Signýjar er yfirleitt litrík og
skondnar teikningar en hún segir burst-
aða stálið hafa höfðað vel til sín. „Það var
bara mjög gaman að vinna með stálið,
mér finnst alltaf gaman að vinna með ný
efni. Það er öðruvísi að teikna
andlit en að skera það út,“ út-
skýrir Signý og tekur
fram að það hafi ver-
ið henni mikill
heiður að fá
að taka
þátt í
verkefninu
í ár.
Á meðan Signý
sá um hönnun óróans
sá Snæbjörn Ragnars-
son, sem er gjarnan kennd-
ur við Skálmöld, um að túlka
Pottaskefil með (ljóði) fyr-
ir verkefnið. Signý segir
samstarfið hafa gengið
afar vel fyrir sig. „Við
Snæbjörn þekkjumst
ekki neitt en við vorum
algjörlega sammála
um hvernig ljóðið og útlit-
ið á jólasveininum okkar
ætti að vera. Snæbjörn er nátt-
úrlega fenómen þegar kemur að
textaskrifum og samstarfið gekk
snurðulaust fyrir sig.“ Meðfylgjandi er
ljóð Snæbjörns um Pottaskefil.
Jólaóróinn
Pottaskefill
er „hrikalegur
„zombie“-
sveinki“
Signý Kolbeinsdóttir, yfirhönnuður og annar stofnenda
hönnunarfyrirtækisins Tulipop, sá um að hanna ellefta óró-
ann í Jólasveinaseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
Úkoman er túlkun Signýjar á Pottaskefli í sandblásið stál.
Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is
Signý Kolbeinsdóttir sá um að
túlka Pottaskefil í burstað stál fyrir
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.
Ljósmynd/Saga Sig
12 Jólablað Morgunblaðsins
Alsilkinátt-
fatnaður
Glæsilegar
jólagjafir
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Við erum á
❄
Áttu þér uppáhaldsjólalag?
„Uppáhaldsjólalagið mitt var alltaf „Litli trommu-
leikarinn“ með Ragga Bjarna en hin síðari ár er það
jólalagið hennar Ragnheiðar Gröndal, „Jólanótt“.“
Ferð þú á jólatónleika?
„Já, hef farið á hina árlegu jólatónleika Fíladelfíu.“
Eftirminnilegustu jólin? „Ég var þriggja ára í Laug-
arnesi, húsinu á hólnum neðst á Kleppsveginum þar
sem Sigurður Ólafsson söngvari bjó ásamt fjölskyldu.
Mín fjölskylda leigði þar á efri hæðinni á meðan for-
eldrar mínir voru að byggja inni á Bugðulæk 11,
framtíðarheimili okkar, en ég fékk í jólagjöf forláta
Massey Ferguson-leikfangatraktor sem ég lék mér
að öll jólin og það er greypt djúpt hið innra í sálu
mína.“
Ferð þú í kirkju á jólunum?
„Hef farið í kirkju öll undanfarin ár í hátíðarmessu
ljóssins á aðfangadag, þá gefur manni kyrrð og ró í
hjartað og minnir mann á þá miklu fórn sem Kristur
Jesús gerði fyrir okkur mennina.“
Hvað borðar þú á aðfangadag?
„Peking-önd að hætti popparans og H.C. And-
ersen. Litla stúlkan með eldspýturnar horfði í logann
á síðustu eldspýtunni og þá birtist henni mynd af
jólaborði yfirstéttarinnar sem bar fram jólaöndina.
Það var eitthvað sem snerti svo við mér þegar ég sá
kvikmyndina sem byggð er á þessari merku sögu
H.C. Andersen. Og góð áminning fyrir mann að vera
þakklátur fyrir það sem við eigum og höfum á Ís-
landi. Við eigum að horfa fram á við með jákvæðni
og þakklæti fyrir þetta gósenland sem við eigum.“
Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?
„Að koma lagi í fyrsta sæti á jólunum árið 1985.“
Hver er uppáhalds-
jólahefð þín?
„Jólabrúnsúp-
an hennar
mömmu, soðið
upp á nautabein-
um í þrjá daga
til að fá kraftinn í
súpuna sem er
borin fram með
harðsoðnu eggi og
nýbökuðum
rúnstykkjum, nammi
namm!“
Jólin hans Herberts
Þegar söngvarinn Herbert Guð-
mundsson rifjar upp eftirminnilegustu
jólin koma þau upp í hugann þegar
hann var þriggja ára og bjó í Laugar-
nesi. Það árið fékk hann leikfanga-
traktor í jólagjöf og lék sér með hann
öll þau jól.
Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is
Herbert
Guðmunds-
son
Gleymir seint leikfangatraktornum
Sannlega var piltur nefndur Pottasleikir,
púar stóran njóla sem hann ákaft reykir.
Við hann eru álfar, menn og vargar smeykir.
Brýst hann inn og bælir þvottinn,
blótar, nú skal finna pottinn.
Nálægð hans er þung og þefill.
Þetta er hann Pottaskefill.
Trúlega var pjakkur nefndur Pottasleikir,
plokka nef hans hanskalausir fingur bleikir.
Afgangana hráa vill og aldrei steikir.
Niðamyrkur, nærri dottinn,
nálgast eldstæðið og pottinn.
Þekur búkinn þreyttur refill.
Þetta er hann Pottaskefill.
Pottaskefill