Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 44

Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 44
Morgunblaðið/Ófeigur inn fyrir Tyrkisk peber-piparbrjóst- sykur má nota nánast hvaða sælgæti sem er sem er stökkt og ljúffengt undir tönn. Hamfarakokkurinn sem þessi húsmóðir er mælir með því að fólk flippi og prófi eitthvað nýtt. Í staðinn fyrir þessi 100 g er hægt að setja sama magn af nánast hverju sem er. 2 eggjahvítur 200 g sykur 1 tsk. hvítvínsedik 100 g Tyrkisk peber-piparbrjóst- sykur Stífþeytið eggjahvíturnar og bæt- ið sykrinum út í. Þeytið vel saman og bætið hvítvínsediki út í. Þá er piparbrjóstsykurinn settur í bland- ara og mulinn og bætt út í. Búið til litla marengstoppa og setjið á bökunarpappír á plötu. Bakið í miðjum ofni við 150 gráð- ur í 15 mínútur og lækkið svo hitann niður í 100 gráður og bakið í 15 mín- útur í viðbót. Oreo-smákökur Flest ungmenni á Íslandi eru með Oreo-kökur á heilanum. Ekki er vit- að nákvæmlega hvað veldur þessu en eitt er víst að góðar eru þær á bragðið. Í þessari uppskrift fá þær að njóta sín í botn. 2 egg 200 g sykur 200 g Oreo-kökur 200 g möndlumjöl Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Oreo-kökurnar eru skornar smátt og bætt út í ásamt möndlu- mjöli. Hægt er að kaupa möndl- umjöl tilbúið eða setja möndlur í blandara og búa til mjöl úr þeim. Allt þeytt vel saman og sett á bök- unarplötu með smjörpappír. Kökurnar eru bakaðar við 180 gráður í 8-10 mínútur eða þangað til kökurnar eru orðnar gylltar á litinn. Snickers Rice Krispies Á köldum desembersunnudögum er aldeilis viðeigandi að búa til hátíð- arútgáfu af Rice Krispies-kökum með því að bræða Snickers-súkku- laðistykki í potti og sykurhúða jóla- gleðina fyrir allan peninginn. Þessar kökur eru líka sniðugar í jólaboðið eða bara sem eftirréttur með heima- gerðum ís og ferskum jarðarberjum. Best er að geyma þær í frysti og gott að laumast í þær á meðan hinir í fjöl- skyldunni sofa. 200 g smjör 6 Snickers-stykki 100 g suðursúkkulaði 6 msk. síróp Rice Krispies eftir smekk (um það bil 400 g) Smjör brætt í potti og Snickers og súkkulaði bætt út í. Allt bráðið sam- an og í lokin er sírópinu bætt út í. Þegar allt er orðið vel bráðið saman er Rice Krispies bætt við. Það fer aðeins eftir smekk hversu mikið Rice Krispies er notað. Hér var sett eins mikið og mögulegt var eða um 400 g. Þegar fjölskyldan er búin að baka frá sér allt vit þarf að þurrka af og skúra. Þegar búið er að gera sæmi- lega snyrtilegt inni á heimilinu er ekki úr vegi að jólaskreyta örlítið. Ef þið eigið fallegar glerskálar er um að gera að setja smákökurnar í þær og nota þær sem stofustáss á milli þess sem hægt er að laumast í eina og eina. Hördúkar hafa þótt ákaflega móðins upp á síðkastið. Þeir eru ekki bara hentugir því skella má þeim í þvottavél og svo eiga þeir að vera krumpaðir. Hördúkar skapa góða stemningu og koma með há- tíðlegan blæ inn á heimilið. Þegar búið er að setja hördúk á borðið má raða fallegu jólaskrauti saman í hóp. Það er varla hægt að taka á móti desember nema vera allavega með einn aðventukrans. Afar einfalt er að búa til aðventukrans með því að setja fjögur kerti frá Broste Copen- hagen á disk. Þau koma í nokkrum litum en þessi gráfjólubláu smell- passa við gráfjólubláa hördúkinn og svo skemma gullstafirnir ekki fyrir neinu. Síðan er eitt gyllt jólatré sett í miðjuna og loks er jólakönglum frá Ralph Lauren skellt með. Þetta eru engir venjulegir jólakönglar því þeir ilma með hinum eina sanna guðdómlega jólailmi. Bara með þessu litla trixi verður jólalegt í húsinu. Þegar aðventukransinn er kominn á borðið er ekki úr vegi að búa til stemningu hér og þar um húsið. Raða saman fallegum hlutum í hópa og hafa ákveðið litaþema í gangi. Jólin í ár eru mjög fjólublá og gyllt og fékk sá stíll að njóta sín. Þess má geta að rauði liturinn er þó alltaf velkominn líka enda er fátt hátíð- legra en rauð jólakerti. Engin ástæða er til að ofhlaða eða gera eitthvað sem er allt of mikið heldur finna rétta taktinn. Það skiptir máli að jólaskrautið sé svolítið skylt hvað öðru svo þetta verði ekki eins og í súru jólaeftirpartíi þar sem allt er farið úr skorðum. eru úr Húsgagnahöllinni. Gyllta formið er úr Söstrene Grene. Marengstoppar með Tyrkisk Peber-pipar- brjóstsykri. Hafraklattar, Karamellukökur, marengstoppar og Oreo-kökur. létt og ljós. Bætið eggjunum út í einu og einu í senn og hrærið mjög vel á milli. Bætið þurrefnum út í deigið og hrærið varlega saman. Skerið súkkulaðikexið smátt og líka lakkríspiparperlurnar og bætið út í og búið til kúlur og setjið á bökunar- plötu. Ofninn þarf að vera stilltur á 165 gráður og kökurnar eru bakaðar í 15-18 mínútur. Marengstoppar með piparbrjóstsykri Húsmóðirin veit ekkert betra en marengs en það er þó fátt sem topp- ar hreinræktaða marengstoppa eins og þessi. Þarna sameinast tvö undur veraldar, eggjahvítur, sykur og Tyrkisk peber-brjóstsykur. Í stað- 44 Jólablað Morgunblaðsins Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is Þegar aðventukransinn er kominn á borðið er ekki úr vegi að búa til stemningu hér og þar um húsið. Raða saman fallegum hlutum í hópa og hafa ákveðið litaþema í gangi. Jólin í ár eru mjög fjólublá og gyllt og fékk sá stíll að njóta sín. ❄
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.