Morgunblaðið - 21.12.2016, Blaðsíða 52
52 Jólablað Morgunblaðsins
½-1 dl eplaedik
safi úr ½ sítrónu
3-5 msk. hrásykur eftir smekk
Allt sett saman í pott og soðið við
vægan hita í 40 mín.
Geymist vel í lokaðri krukku í ís-
skáp.
Kartöflubátar í ofni
Skerið bökunarkartöflur í báta,
penslið þær með smáolíu og stráið
yfir þær grófu salti.
Bakið í ofni við 180 °C í 20 mín.
Grænt grænmeti
Léttsjóðið strengjabaunir og
spergilkál í söltu vatni. Gott er að
setja örfáa dropa af góðri olífuolíu
og sítrónusafa yfir baunirnar og
brokkolíið.
Sveppasúpa með aspas,
brauðteningum og truffluolíu
1 l vatn, soðið
3 teningar sveppakraftur
4 msk. olía
3 skalottlaukar, fínt skornir
250 g ferskir blandaðir sveppir
½ dl hvítvín
2 msk. ferskt timjan
400 ml möndlurjómi
1 msk. hveiti
1 dl vatn
salt og svartur pipar
Leysið upp sveppakraft í heitu
vatni.
Mýkið skalottlauk í potti og setjið
síðan sveppina út í og látið þá
brúnast aðeins. Hellið hvítvíni og
timian yfir. Setjið sveppasoðið út í
pottinn og möndlurjómann. Hitið
saman.
Hristið saman í krukku hveiti og
vatn og þykkið súpuna með því.
Smakkið til með salti og pipar.
Ef vill má veiða helminginn af
sveppunum upp úr pottinum og
mauka þá í matvinnsluvél. Það gerir
súpuna bragðmeiri.
Brauðteningar
Steikið 2 brauðsneiðar á báðum
hliðum upp úr vel heitri olíu.
Skerið sundur 1 hvítlauksrif og og
nuddið brauðsneiðarnar með hvít-
lauknum.
Skerið brauðið í litla bita. Látið
kólna, brauðteningarnir geymast vel
í lokuðu boxi í ísskáp í viku.
Léttsjóðið ferskan aspas söltu
vatni, skerið hann fallega og setjið út
í súpuna.
Dreypið nokkrum dropum af
truffluolíu yfir hvern disk ef vill.
Hnetubuff
1 hnetusteik frá Móður náttúru.
Setjið hnetusteikina frosna í ofn-
inn og bakið hana í 40 mín. v. 160 °C.
Látið hnetusteikina kólna vel.
Hún geymist vel í ísskáp í þrjá daga
ef hún er bökuð.
Hnoðið hnetusteikina í höndunum
og mótið úr henni 3 buff. Veltið þeim
upp úr möndluflögum og steikið þau
á heitri pönnu í u.þ.b. 3 mínútur á
hvorri hlið.
Sætkartöflumús
Pikkið nokkur göt á eina meðal-
stóra sæta kartöflu og bakið í um 40-
50 mínútur. Það er upplagt að baka
hana um leið og hnetusteikina.
Látið mesta hitann rjúka úr sætu
kartöflunni, skerið hana í tvennt og
skafið innan úr henni með skeið.
1 meðalstór sæt kartafla, bökuð og
maukuð
1 msk. ólífuolía
1 væn lúka ferskt basil, saxað
safi úr ½ límónu
smásalt og svartur pipar
Allt hrært saman. Geymist vel í 5
daga í kæli.
Grænbaunamús
½ l soðið vatn
100 g frosnar grænar baunir
1 tsk. sítrónusafi
2 msk. vatn
1 msk. olífuolía
2 msk. steinselja, fínt söxuð
salt og svartur pipar
Hellið heitu vatni yfir frosnar
baunirnar og látið þær standa í 5
mínútur.
Sigtið vatnið vel frá baununum.
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið
vel saman. Geymist vel í lokuðu boxi
í 5 daga í kæli.
Frönsk sósa með vínberjum
2 msk. olía
2 skalottlaukar, fínt skornir
2 hvítlauksrif, fínt skorin
2 msk. Dijon-sinnep
1 tsk. grænmetiskraftur
400 ml hafrarjómi
1 tsk. provencal-krydd
1 tsk. piparblanda
2 msk. sítrónusafi eða skvetta af
hvítvíni
10 vínber, skorin í tvennt
Hitið olíuna í potti og mýkið ska-
lottlaukinn og hvítlaukinn. Setjið út í
Dijon-sinnep og hrærið saman.
Bætið hafrarjómanum og
grænmetiskraftinum út í og látið
suðuna koma upp. Lækkið hitann og
bætið út í kryddi, sítrónusafa og vín-
berjum.
Bakað rótargrænmeti
Afhýðið og skerið í fallega bita
sellerírót
gulrætur
rauðrófur
kartöflur
Raðið grænmetinu á ofnskúffu,
gott er að hafa bökunarpappír undir.
Penslið með smáolíu og stráið yfir
grófu salti.
Bakið í 25 mínútur v. 170 °C.
Appelsínuhrákaka með
súkkulaði og berjasósu
Botn
200 g döðlur (leggja í bleyti í kort-
er til að mýkja þær)
2 bollar möndlur (leggja í bleyti
daginn áður, sigta og hreinsa
næsta dag og gjarnan þurrka í ofni
í 5 mín. á 160 – láta svo kólna að-
eins aftur)
Blanda saman í matvinnsluvél þar
til nokkuð fínt, má setja 1-2 msk.
af vatni ef þetta er allt of þurrt.
Setja smjörpappír í bökuformið,
setja botninn á og jafna vel.
Fylling
3 bollar kasjúhnetur (leggja í
bleyti daginn áður, sigta og
hreinsa næsta dag, á að fara blautt
í matvinnsluvélina)
1/3 bolli agave-síróp
½ bolli kókosolía (mjúk/fljótandi)
1 tsk. vanilluduft
safi úr ½ sítrónu
safi úr 1 appelsínu
1 msk. fínt rifin appelsínubörkur
(lífrænn)
Setjið allt í matvinnsluvélina og-
látið vinna eins fínt og hún gerir,
færið yfir í blandarann og blandið
þar til silkimjúkt. Setjið fyllinguna á
botninn og kælið.
Krem
½ bolli agave-síróp
½ bolli kakóduft
¼ bolli kókosolía (mjúk/fljótandi)
Hrært saman, má setja smá af
vatni ef kremið er of þykkt.
Smyrja kreminu á þegar tertan er
orðin nógu köld svo kremið og fyll-
ingin blandist ekki saman, láta
kremið svo stífna í kæli áður en hún
er skorin.
Þessi terta geymist vel í frysti svo
það er alveg óhætt að gera hana með
góðum fyrirvara.
En þá er betra að setja súkkulaði-
kremið og fersku hindberin á tert-
una daginn sem hún er borin fram.
Berjasósa
100 g blönduð frosin ber
½ dl appelsínusafi
2 msk. agave-síróp
Allt sett í blandara og maukað vel
saman.
„Mig langaði að gera uppskriftir sem
allir gætu gert á auðveldan máta og
slegið í gegn um jólin þegar allir
vegan-ungarnir mæta heim í jólamatinn.“
Appelsínuhrákaka
með súkkulaði og
berjasósu.
❄
Morgunblaðið/Árni Sæberg