Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 92
92 Jólablað Morgunblaðsins
Sérverslun með kvenfatnað og gjafavöru
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 - www.facebook.com/spennandi
F
yrirkomulagið hjá Ásu og Emil er svolítið sérstakt og skemmti-
legt en þau hafa aðeins einu sinni borðað jólamatinn saman
þrátt fyrir að hafa verið par í næstum áratug. „Við Emil höfum
búið saman erlendis öll okkar samvistarár, eða alls níu talsins.
Við komum bæði frá stórum og góðum fjölskyldum sem taka á
móti okkur með opnum örmum þegar við lendum á klakanum
og því höfum við bæði haldið jólin í mömmufangi. Þegar maður býr svona í
burtu vill maður bara fá sínar jólahefðir og matinn sem maður er alinn upp við.
Fjarlægðin gerir fjöllin blá. En eftir kvöldmatinn höfum við Emil svo hist og
opnað gjafirnar saman. Okkur þykir þetta fyrirkomulag mjög rómantískt og
jólin okkar eru þau
bestu. Í fyrra borð-
uðum við þó jóla-
steikina saman í
fyrsta skipti og það
var líka yndislegt,“
útskýrir Ása. Þetta
árið verður fyrir-
komulagið samt svo-
lítið frábrugðið þar
sem þau eignuðust
nýverið sitt annað
barn. „Já, núna er-
um við komin með
tvö börn og því bjóð-
um við fjölskyldunni
heim í mjög marg-
mennt og góðmennt
aðfangadagskvöld í
Garðabænum.“
Það er alltaf mikið
líf og fjör í kringum
fjölskyldu Ásu en
hún á fimm systkini.
„Við erum sex syst-
kini auk mömmu,
maka og barna.
Mamma sá alltaf
um að elda ofan í
mannskapinn en nú
hefur Gunnar Már
mágur minn tekið við keflinu og eldar jólamatinn fyrir okkur öll af sinni stöku
snilld – og ég sé um skreytingarnar. Jólin okkar í dag eru ekki ósvipuð því sem
við systkinin ólumst upp við enda erum við sannfærð um að þetta séu bestu jól-
in í bænum!“
Skötuveisla og Köben ómissandi
Ása segir lífið úti á Ítalíu hafa orðið til þess að þau kunna betur að meta ís-
lensku jólin. „Núna erum við farin að sjá alla íslenska jólasiðina, matinn og
hefðirnar sem það besta í heimi.“ En hvaða jólahefðir eru Ásu ómissandi?
„Skötuveislan á Þorláksmessu er alveg ómissandi. Og svo hef ég farið í að-
ventuferð til Kaupmannahafnar undanfarin ár með kærum vinkonum, það er
ótrúlega ljúft á þessum árstíma.“
Að lokum rifjar Ása upp eftirminnilegustu jólin sín. „Það eru líklegast fyrstu
jólin okkar Emils sem kærustupar. Hann gaf mér ósköpin öll af jólagjöfum og
það var svo gaman að sjá hann í fyrsta skipti prúðbúinn í jakkafötum.“
„Okkur þykir þetta fyrir-
komulag mjög rómantískt“
Ása María Reginsdóttir er búsett á Ítalíu ásamt eiginmanni sínum,
Emil Hallfreðssyni, og börnum þeirra tveimur. En þau hjón koma alltaf til
Íslands til að halda jólin og þykir ómissandi að halda í gamlar jólahefðir
sem þau ólust upp við og njóta jólanna með sínum nánustu.
Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is
Ljósmynd/Sigrún Valgerður Magnúsdóttir
Emanuel
og Andrea.
„Í fyrra borðuðum við þó jóla-
steikina saman í fyrsta skipti og
það var líka yndislegt.“ ❄
Jólin á Íslandi
Ásu og Emil þykir
ómissandi að
koma til Íslands til
að halda jólin.
Emanuel, sonur Ásu
og Emils, ásamt litlu
systur sinni sem kom
í heiminn í febrúar.