Morgunblaðið - 21.12.2016, Blaðsíða 118
S
umir hafa vanið sig á að gefa sjálfum
sér jólagjöf á hverju ári og Paris
Hilton er ein þeirra. Hún er greini-
lega bílaáhugamanneskja því hún mun
tvisvar sinnum hafa gefið sjálfri sér bíla í
dýrari kantinum í jólagjöf. Fyrst var það
32,4 milljóna króna bleikur Bentley
Continental GT, skreyttur demöntum
að innan. Og svo var það Ferrari-bíll
sem metinn var á upphæð sem nem-
ur um 34 milljónum króna. Svona er
víst að vera með dýran smekk.
Klikkaðar jólagjafir
Getty images
Keyrir ekki
um á neinum
druslum
V
örulínan er byggð á fyrstu vörulínu asa, sem
hefur um árabil verið ein af vinsælustu
vörulínum íslenska hönnunarfyrirtækisins,
sem hannar og markaðssetur skartgripi
undir vörumerkinu asa™.
„Þessi nýja lína er sú tólfta sem við fram-
leiðum undir vörumerkinu en eldri Hrímalínan hefur verið
mjög vinsæl í gegnum árin. Ferðamenn hafa sérstaklega ver-
ið hrifnir af mynstrinu og tengingu þess við íslenska náttúru.
Það var skemmtileg áskorun að útfæra hana á nýjan hátt nú
þegar við erum farin að selja meira á erlenda markaði,“ segir
frumkvöðullinn Ása Gunnlaugsdóttir, en fyrirtækið hefur ver-
ið í aukinni útrás til Norðurlanda síðastliðið ár.
Skartgripir asa™ byggja á norrænni hönnunarhefð, ís-
lenskri náttúru og sterkri hönnunar- og fagþekkingu þeirra
aðila sem hanna vörulínur fyrirtækisins. Ása segir að gull- og
silfursmíði sé rótgróið handverk en asa™ byggi engu að síður
á tækni og hugviti sem sé að hluta til nýjung á Íslandi og
opni dyr fyrir útflutning á íslenskri hönnun. „Það er ekki
sama hvernig skartgripur er hannaður
svo hann falli að magnframleiðslu,“ segir
Ása, en hún hefur mikla reynslu og þekk-
ingu á slíkri hönnun. „Að sama skapi hefur
mikil vinna verið lögð í að finna traustan og
vottaðan framleiðanda sem skilar vörum í
hæsta gæðaflokki. Fyrirtækið er því mjög vel
í stakk búið til að mæta aukinni eftirspurn með
skalanlegri framleiðslu.“
Skartgripir asa™ eru seldir í helstu skartgripaverslunum á
Íslandi, í völdum verslunum í Noregi og í vefversluninni
www.asajewellery.com.
Stílhrein og
smart lína
Hríma II / White Frost II er nýjasta
skartgripalínan frá asa™. Kraftur ís-
lenskra jökla er innblástur hönnunar-
innar; sprungið yfirborð þeirra þegar
þeir skríða fram birtist í silfrinu.
Marta María | martamaria@mbl.is
Ása Jewellery
Ása Gunnlaugsdóttir og
Brynhildur Ingvarsdóttir reka
saman www.asajewellery.com
„Ferðamenn hafa sér-
staklega verið hrifnir af
mynstrinu og tengingu
þess við íslenska náttúru.“
❄
118 Jólablað Morgunblaðsins
Hallveigarstíg 10a • 101 Reykjavík
Sími 551 2112 • www.ungfruingoda.is
Fallegir lampar, púðar
og annað heimilisprýði
í einstakri verslun
í miðbænum
Kr. 2.990-9.990
❄
Paris Hilton
gaf sjálfri
sér Bentley-
bíl í jólagjöf.
AFP
Paris Hilton
keyrir ekki um á
hverju sem er.