Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 116

Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 116
áfram að gefa viðtakanda um ókomna tíð,“ segir hún. Nú hefur þú mikið stúderað erkitýpur og jólin. Getur það hjálpað fólki mikið að vita hvaða erkitýpa það er? „Sjálfsþekking var hornsteinn í menningu Forn-Grikkja og vestræn menning byggist í raun á þessum hornsteini þó að það gleymist oft í amstri dagsins. Hugmyndina um erkitýpur má einnig rekja til Forn-Grikkja sem áttuðu sig á mikilvægi þess að einstakling- urinn gæti fundið innri sam- hljóm í straumþunga samfélags- ins. Ég tala um samsetingu pen- ingaerkitýpanna eða peninga- persónugerðanna sem peninga DNA-ið okkar. Það hefur hjálpað mér mjög mikið að kynnast mínu peninga DNA-i og einnig þeim sem ég hef unnið með að fjárhags- legri valdeflingu á undanförnum árum. Það er sérstaklega skemmtilegt að setja þessar hugmyndir í samhengi við jól- in, þar sem peningahegðun okkar virðist afhjúpast á ein- skæran hátt á þessum árstíma.“ Edda segir að námskeiðið sé ekki fyrir þröngan hóp fólks heldur séu mjög margir að glíma við peninga- áskoranir af einhverju tagi. Lausnir fyrir alla sem vilja taka ábyrgð „Birtingarmyndirnar eru mjög mismunandi en þær eru áskoranir engu að síður. Þetta námskeið er sett saman með það í huga að búa til lausn sem getur hentað fólki óháð því hverjar peningaáskoranirnar eru. Þetta hentar þeim sem eru tilbúnir að taka ábyrgð á peningamálunum og breyta því sem breyta þarf. Þetta hentar þeim sem langar til að búa til skemmtilegt og skapandi kerfi utan um fjármálin.“ Edda er mikið jólabarn og segist vera dægurstjarna þegar kemur að peningamálum. „Mín efsta peningaerkitýpa eða persónugerð er dæg- urstjarnan og hún fær að njóta sín um hátíðarnar. Mér 116 Jólablað Morgunblaðsins Rjóminn í ísnum S ífellt fleiri aðhyllast sjálfbæran lífsstíl sem felur í sér að eiga færri hluti. Upplifanir, reynsla og þekking eru verðmæti sem standast tímans tönn og andlegar jólagjafir eru því í takt við nýja tíma. Eða eins og Benjamín Franklín sagði: „Að fjárfesta í þekkingu, veitir besta ávöxtun“,“ segir Edda. Edda býður upp á námskeið sem kallast Fjárhagslegt frelsi á 12 vikum. Hún segir að þetta henti vel fyrir þá sem vilja fara betur með peningana sína. „Fjárhagslegt frelsi á 12 vikum byggist á hugmyndum um sjálfbærni og fjárhagslega valdeflingu einstaklingsins. Það byggist einnig á þeirri staðreynd að öll stefnum við að fjárhagslegu frelsi með einum eða öðrum hætti. Fæst er- um við hins vegar með áætlun um það hvernig við ætlum að láta þann draum verða að veruleika. Á námskeiðinu Fjárhagslegt frelsi á 12 vikum gefst þátttakendum tæki- færi til að útbúa slíka áætlun. Fyrstu vikur námskeiðsins eru helgaðar sjálfsþekkingu. Þar gefst tækifæri til að kynnast peninga-DNA-inu, sem er einstakt hjá hverjum og einum. Samband okkar við peninga og peningahegðun er þvínæst til skoðunar. Þar gefst tækifæri til að sleppa tökunum á peningasögunni sem tilheyrir fortíðinni og hefjast handa við að skrifa nýj- an kafla – eða jafnvel nýja bók þar sem kveður við nýjan tón í peningasögunni. Þegar kemur að sambandi okkar við peninga er ýmislegt sem hefur áhrif eins og til dæmis venjur. Við skoðum þessa þætti með það í huga að endur- stilla forritið ef svo má segja. Þannig fæst betri árangur til framtíðar. Í lokin byggjum við svokallað peningakerfi sem miðar að því að gera peningamálin skemmtileg. Fjármála- umsýsla á ekki að vera kvíðaefni heldur tilhlökkunarefni og því notum við skapandi aðferðir þar sem styrkleikar hvers og eins eru í forgrunni. Ólíkt flestum öðrum fjármálatengdum námskeiðum á netinu – er þetta klæðskerasniðið. Hvernig er hægt að bjóða klæðskerasniðna lausn á netinu? spyrja sumir. Jú, það er hægt því að upplifun hvers og eins á námskeiðisefn- inu helgast af peninga DNA-i við komandi, sem greint er á upphafsstigum námskeiðsins. Þetta er einfalt, aðgengi- legt, skapandi og skemmtilegt. Með þessari mannbætandi jólagjöf gefst því tækifæri til að gefa gjöf sem heldur Hvernig er samband okkar við peninga? Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, segir að það færist í vöxt að fólk gefi andlegar jólagjafir. Hún leggur mikið upp úr góðu jólahaldi en vill að við hugum betur að andanum og pælum minna í hlutum. Marta María | martamaria@mbl.is ❄ Getty images Edda Jónsdóttir, leið- togamarkþjálfi hjá Edda Coaching. finnst bæði gaman að undirbúa jólin og einnig að njóta þeirra.“ Hvað finnst þér best við aðventuna? „Það er eftirvæntingin og hátíðleikinn. Mér finnst líka for- réttindi að upplifa aðventuna og jólahátíðina með augum barnanna minna. Ég fer yfirleitt á jólatónleika og horfi á jóla- myndir. Svo finnst mér gaman að fara í kirkju á aðventunni og syngja jólasálma. Almennt er ég frekar meyr á þessum árstíma og geri grín að sjálfri mér þegar ég tárast af gleði og þakklæti.“ Edda eldar kalkún á aðfangadag. „Við fengum alltaf kalkún heima hjá afa á aðfangadagskvöld á æskuárum mínum, svo ég held í hefðina. Kalkúninn er fylltur og eldaður eftir kúnstarinnar reglum. Ég stend yfir honum frá morgni og nostra við hann – milli þess sem ég laga trönuberja- sósu frá grunni, brúna rósakál og útbý annað meðlæti. Þetta er besta máltíð ársins. Ég hringi gjarnan til móðursystur minnar sem er búsett í Bretlandi og ráðfæri mig við hana á meðan á eldamennskunni stendur. Hún er nokkurs konar guðmóðir eldamennskunnar í mínum huga. Vinir mínir á Ítalíu hafa sagt að fjölskyldan mín sé ítalskari en allt sem ítalskt er. Við getum talað um mat í margar klukkustundir og þegar við hittumst þá er borðað!“ Þarftu alltaf að hafa allt eins eða ertu opin fyrir nýjungum? „Hefðir eru góðar en ég er forvitin og nýjungagjörn að upplagi. Þess vegna prófa ég mismunandi eftirrétti um jólin ár hvert. Við höfum líka haldið jólin í nokkrum löndum og það hefur mér þótt dýrmæt reynsla. Til dæmis eru eftirminnileg jólin 2006, þegar ég var í meistaranámi við Bologna-háskóla á Ítalíu. Móðir mín kom og hélt jólin með okkur, enda voru þetta fyrstu jól frum- burðar míns og fyrsta barnabarns hennar. Við keyrðum til Rómar og komum þangað að kvöldi annars í jólum. Þar gengum við inn á upplýst Péturstorgið þar sem fæðingarsaga Jesú var sett á svið á miðju torginu. Þeirri sýn gleymi ég aldrei. Hátíð- leikinn var hreinlega áþreifanlegur.“ Reynir að vera skapandi í jólaundirbúningnum Talið berst að börnum og barnauppeldi. Edda er á því að það skipti miklu máli að setja börnum skýrar reglur. Þegar ég spyr hana að því hvað við getum gert til þess að börn verði ekki of heimtufrek og vanþakklát um jólin segir hún að það skipti máli að kenna þeim um gildi og það eigi ekki bara við í desember. „Á aðventunni finnst mér gaman að lesa gamlar jólasögur fyrir börnin mín. Sér í lagi þær sem enduróma gamla tímann þegar lífið var einfaldara og snérist meira um samveru en minna um hluti. Svo hef ég reynt að vera góð fyrirmynd með því að vera meira skapandi í jólaundirbúningnum. Búa hluti til í höndunum og leyfa börnunum að taka þátt í því. Einnig höfum við bakað smákökur og pakkað inn í litla pakka og fært úti- gangsfólki dagana fyrir jól. Það gefur börnunum mikið að gefa af sér og upplifa hvað litlir hlutir sem þau taka sem sjálfsögðum hlut, geta skipt þá sem minna eiga miklu máli. Það finnst mér vera kjarninn í jólaboðskapnum. Þetta er jú hátíðin þar sem við fögnum stærstu gjöfinni, sem er kærleikurinn.“ „Þegar kemur að sambandi okkar við peninga er ýmislegt sem hefur áhrif, eins og til dæmis venjur.“ ❄
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.