Morgunblaðið - 21.12.2016, Blaðsíða 122
122 Jólablað Morgunblaðsins
• Náttföt
• Náttkjólar
• Náttserkir
• Stakar
náttbuxur
• Sloppar
Glæsilegar
jólagjafir
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun
Hver er þín uppáhaldsjólahefð?
„Að hlusta á jólamessu í útvarpi, sjónvarpi eða í kirkju.
Ég fann hvað þetta er stór þáttur í jólunum þegar þetta
vantaði í eitt skipti, þá var ég erlendis.“
Hvað er í matinn á þínu heimili á aðfangadag?
„Hamborgarhryggur og ananasfrómas.“
Hver er besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
„Ég eignaðist son 10. desember árið 1960.“
Eftirminnilegustu jólin:
„Það voru jólin 1960 þegar við vorum orðin þrjú.“
Skreytir þú mikið fyrir jólin?
„Já, ég hef alltaf skreyt mikið inni og úti og þá segir elsku
frúin: „Er þetta ekki orðið nóg?“.“
Er eitthvert jólaskraut sem þú átt í sérstöku uppáhaldi? „Það
eru hlutir sem börnin hafa gert og það sem við höfum gert sam-
an. Svo er það einn hlutur frá tengdafólki mínu.“
Sigurður Már Helgason, maðurinn á bak við Fuzzy-
kollinn sem flestir fagurkerar ættu að kannast við, er
jólabarn og skreytir mikið í kringum sig fyrir jólin. Eftir-
minnilegustu jólin hans eru jólin árið 1960 því þá var
sonur hans, Flosi Sigurðsson, nýkominn í heiminn.
Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Jólahefðir
Fékk bestu jólagjöfina árið 1960
Sigurður Már
Helgason hannaði
Fuzzy-kollinn árið
1972 og hefur hann
notið mikilla vin-
sælda síðan þá.
❄
Í
slenska laufabrauðið er ekki
bara gómsætt heldur er það
einstaklega fallegt og á sér
skemmtilega sögu. Laufa-
brauð þróaðist á ís-
lenskum heimilum
þegar takmarkað
mjöl var til og
þjóðin nýtti
hugvit og
handverk til
að skapa list
úr litlu. Út-
koman er listi-
lega útskornar
örþunnar laufa-
brauðskökur sem
verða gjarnan til við hátíð-
lega samverustund. Og það er ein-
mitt það sem hönnuðurinn Hugrún
Ívarsdóttir hefur unnið með í
gegnum tíðina; laufabrauðið og
mynstrið sem einkennir þetta ein-
staka brauð. Hug-
rún hannar undir
eigin nafni og vöru-
lína hennar, Laufa-
brauð, hefur vakið tölu-
verða athygli. Vörulínan
samanstendur af servíettum, borð-
dreglum og svuntum svo eitthvað
sé nefnt. Nánari upplýsingar um
Laufabrauðs-línuna má finna á
vefnum islensk.is.
Hönnun
Laufa-
brauðið í
hávegum
haft
Borðdregillinn er
úr hör- og bóm-
ullarblöndu.