Morgunblaðið - 21.12.2016, Blaðsíða 126

Morgunblaðið - 21.12.2016, Blaðsíða 126
undir stjórn Óskars Einarssonar ásamt einvala liði hljóðfæraleikara auk gestasöngvara sem í ár eru m.a. annars þau Jón Jónsson og Jóhanna Guðrún. Kvöldlokkur á jólaföstu, jólatónleikar Hvar: Fríkirkjan í Reykjavík Hvenær: 6. desember kl. 20.00. Um: Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar halda sína árlegu tónleika. Unaðslegar kvöldlokkur eða sere- nöður hljóma þar í fallegu kirkjunni við Tjörnina og hafa gert í 15 ár og fastagestum mörgum finnst það upp- haf jólastemningarinnar. Fluttar verða blásaraserenöður eftir Mozart, Beethoven og Krommer. Tónleik- arnir enda alltaf á mótettu Mozarts „Ave verum corpus“. Stóri jólamarkaður Popup verzlunar Hvar: Portið í Hafnarhúsinu Hvenær: 10. desember frá 11.00 til 17.00 Um: PopUp verzlun verður í ár hald- inn í áttunda sinn og hefur mark- aðurinn aldrei verið jafn stór í snið- um. 42 hönnuðir, vinnustofur og listamenn sem leggja áherslu á hönnunarvörur taka þátt með fjöl- breyttar og fallegar vörur af ýmsum toga. Veitingar frá Matstofu frú Laugu, sem verður með jólakræs- ingar. Hér er tilvalið að kaupa jóla- gjafir. Jólatónleikar Croon & Swoon Hvar: Dillon Whiskey Bar, Lauga- vegi 30 Hvenær: 17. desember kl. 21.00 Um: Hljómsveitin Croon & Swoon kemur fram á Dillon við Laugaveg 30 laugardagskvöldið 17. desember. Hljómsveitin samanstendur af söngvurunum Andreu Gylfadóttur og Daníel Hjálmtýssyni, gítarleik- aranum Benjamín Náttmerði Árna- syni, bassaleikaranum Pétri Sigurðs- syni og trommaranum Pétri Daníel Péturssyni og leikur sveitin jólalög af gamla skólanum í jazz og blús út- setningum. Miðaverð á tónleikana er 2.000 krónur við hurð. Jólaskapið: Opin vinnu- stofa fyrir fjölskyldur Hvar: Kjarvalsstaðir Listasafn Reykjavíkur Hvenær: 17. desember kl. 11.00- 13.00 Um: Um opna vinnustofu fyrir fjöl- skyldur með krakka á öllum aldri í Jólamarkaður Ásgarðs Hvar: Húsnæði Ásgarðs að Álafoss- vegi 14 og 22 í Mosfellsbæ Hvenær: 3. desember, klukkan 12.00-17.00 Um: Árlegur jólamarkaður og kaffi- sala Ásgarðs Handverkstæðis. Allar leikfangalínur Ásgarðs verða til sýn- is og sölu, einnig verða kaffi, súkku- laði og kökur til sölu. Góðir gestir líta inn í heimsókn og taka nokkur lög. Jólamarkaður Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur Hvar: Elliðavatnsbær í Heiðmörk Hvenær: 3. og 4. desember, 10. og 11. desember, 17. og 18. desember frá klukkan 11.00-16.30. Um: Heimsókn á jólamarkað Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi sem aðventuhefð hjá ótal fjölskyldum. Þar má finna hand- verks-, hönnunar- og matarmarkað ásamt ýmsum viðburðum, svo sem barnastundir í Rjóðrinu kl. 14.00. Jólaskógurinn á Hólmsheiði er svo opinn allar helgar í desember fram að jólum frá 11.00-16.00, þar er hægt að höggva sitt eigið jólatré. Keyrt inn í Heið- mörk við Rauðhóla. Jólin í gamla daga Hvar: Árbæjarsafn Hvenær: 4. desember, 11. desem- ber og 18. desember, 13.00-17.00. Um: Jóladagskrá Árbæjarsafns er ómissandi hluti aðventunnar í borginni enda leitun að stað sem er eins notalegt og skemmtilegt að heimsækja á þessum tíma árs. Dag- skráin er á öllu safnsvæðinu og geta ungir sem aldnir rölt á milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta. Börn og full- orðnir dansa í kringum jólatréð og syngja vinsæl jólalög. Aðventutónleikar Söngfjelagsins Hvar: Langholtskirkja Hvenær: 4. desember klukkan 16.00 og 20.00. Um: Stór, blandaður og metnaðar- fullur kór sem í ár syngur írsk, kelt- nesk og íslensk jólalög með hljóm- sveit og erlendum gestum. Stjórnandi Söngfjelagsins er Hilmar Örn Agnarsson og gestir Söng- fjelagsins í ár eru Gerry Diver, fiðlu- leikari og sérfræð- ingur í írskri og keltneskri tónlist, Heloise Pilkington, keltnesk söng- kona frá Glastonbury, og Bláth Conroy Murphy úr hinum heims- þekkta írska sönghópi Anúna. Jólatónleikar Fíladelfíu Hvar: Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Hvenær: 5. og 6. desember klukkan 19.00 og 21.00. Um: Jólatónleikar Fíladelfíu hafa verið fastur liður í jólahaldi fjöl- margra Íslendinga undanfarin ár. Fram kemur Gospelkór Fíladelfíu Hugmyndasmiðjunni á Kjarvals- stöðum er að ræða.. Hvað er jóla- skap? Er hægt að skapa eitthvað úr því? Þessar spurningar verður farið nánar út í og reynt verður að fanga andann á listrænan hátt undir leið- sögn myndlistarkonunnar Berg- lindar Jónu Hlynsdóttur. Aðgöngu- miði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykja- víkur og Árskorts Listasafns Reykjavíkur. Jólatónleikar Baggalúts Hvar: Háskólabíó Hvenær: Upplýsingar um dag- og tímasetningar má nálgast á tix.is Um: Hljómsveitin leikur og syngur öll lögin sem jólabarnið í þér þráir að heyra. Tónleikarnir eru ávísun á Jólaviðburðir í desember 126 Jólablað Morgunblaðsins Í Skúmaskoti er úrval íslenskrar hönnunar og myndlistar í sérflokki, tilvalið í jólapakkann. Skúmaskot, Skólavörðustíg 21a hinn eina sanna jólaanda. Að vanda mun sérsveit Baggalúts tjalda öllu til; lúðrar verða þeyttir, bumbur barðar, gígjur og slaghörpur slegnar og raddbönd þanin. Miðaverð er 7.997 krónur. Velkomin jól, jólatónleikar Hvar: Fella- og Hólakirkja Hvenær: 18. desember klukkan 20.00. Um: Breiðfirðingakórinn syngur inn jólin á tónleikum Kórstjóri er Júlían Hewlett, einsöngvari er Alexandra Chernyshova og meðleikari er Renata Iván. Mozart við kertaljós Hvar og hvenær: Í Hafnarfjarðar- kirkju mánudagskvöldið 19. desem- ber, Kópavogskirkju þriðjudags- kvöldið 20. desember, Garðakirkju, miðvikudagskvöldið 21. desember og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudagskvöldið 22. desember. Tónleikarnir hefjast allir klukkan 21.00. Um: Kammerhópurinn Camer- arctica heldur sína árlegu kertaljósa- tónleika. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og fjögur ár og þykir mörg- um ómissandi að koma úr miðri jóla- ösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Aðgangseyrir er 2.800 krónur en 2.000 krónur fyrir nem- endur og eldri borgara en frítt fyrir börn. Miðasala við innganginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.