Morgunblaðið - 21.12.2016, Blaðsíða 126
undir stjórn Óskars Einarssonar
ásamt einvala liði hljóðfæraleikara
auk gestasöngvara sem í ár eru m.a.
annars þau Jón Jónsson og Jóhanna
Guðrún.
Kvöldlokkur á jólaföstu,
jólatónleikar
Hvar: Fríkirkjan í Reykjavík
Hvenær: 6. desember kl. 20.00.
Um: Blásarakvintett Reykjavíkur og
félagar halda sína árlegu tónleika.
Unaðslegar kvöldlokkur eða sere-
nöður hljóma þar í fallegu kirkjunni
við Tjörnina og hafa gert í 15 ár og
fastagestum mörgum finnst það upp-
haf jólastemningarinnar. Fluttar
verða blásaraserenöður eftir Mozart,
Beethoven og Krommer. Tónleik-
arnir enda alltaf á mótettu Mozarts
„Ave verum corpus“.
Stóri jólamarkaður Popup
verzlunar
Hvar: Portið í Hafnarhúsinu
Hvenær: 10. desember frá 11.00 til
17.00
Um: PopUp verzlun verður í ár hald-
inn í áttunda sinn og hefur mark-
aðurinn aldrei verið jafn stór í snið-
um. 42 hönnuðir, vinnustofur og
listamenn sem leggja áherslu á
hönnunarvörur taka þátt með fjöl-
breyttar og fallegar vörur af ýmsum
toga. Veitingar frá Matstofu frú
Laugu, sem verður með jólakræs-
ingar. Hér er tilvalið að kaupa jóla-
gjafir.
Jólatónleikar Croon &
Swoon
Hvar: Dillon Whiskey Bar, Lauga-
vegi 30
Hvenær: 17. desember kl. 21.00
Um: Hljómsveitin Croon & Swoon
kemur fram á Dillon við Laugaveg 30
laugardagskvöldið 17. desember.
Hljómsveitin samanstendur af
söngvurunum Andreu Gylfadóttur
og Daníel Hjálmtýssyni, gítarleik-
aranum Benjamín Náttmerði Árna-
syni, bassaleikaranum Pétri Sigurðs-
syni og trommaranum Pétri Daníel
Péturssyni og leikur sveitin jólalög
af gamla skólanum í jazz og blús út-
setningum. Miðaverð á tónleikana er
2.000 krónur við hurð.
Jólaskapið: Opin vinnu-
stofa fyrir fjölskyldur
Hvar: Kjarvalsstaðir Listasafn
Reykjavíkur
Hvenær: 17. desember kl. 11.00-
13.00
Um: Um opna vinnustofu fyrir fjöl-
skyldur með krakka á öllum aldri í
Jólamarkaður Ásgarðs
Hvar: Húsnæði Ásgarðs að Álafoss-
vegi 14 og 22 í Mosfellsbæ
Hvenær: 3. desember, klukkan
12.00-17.00
Um: Árlegur jólamarkaður og kaffi-
sala Ásgarðs Handverkstæðis. Allar
leikfangalínur Ásgarðs verða til sýn-
is og sölu, einnig verða kaffi, súkku-
laði og kökur til sölu. Góðir gestir líta
inn í heimsókn og taka nokkur lög.
Jólamarkaður Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur
Hvar: Elliðavatnsbær í Heiðmörk
Hvenær: 3. og 4. desember, 10. og
11. desember, 17. og 18. desember
frá klukkan 11.00-16.30.
Um: Heimsókn á jólamarkað Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur hefur fest
sig í sessi sem aðventuhefð hjá ótal
fjölskyldum. Þar má finna hand-
verks-, hönnunar- og matarmarkað
ásamt ýmsum viðburðum, svo sem
barnastundir í Rjóðrinu kl. 14.00.
Jólaskógurinn á Hólmsheiði er
svo opinn allar helgar í
desember fram að jólum
frá 11.00-16.00, þar er
hægt að höggva sitt eigið
jólatré. Keyrt inn í Heið-
mörk við Rauðhóla.
Jólin í gamla daga
Hvar: Árbæjarsafn
Hvenær: 4. desember, 11. desem-
ber og 18. desember, 13.00-17.00.
Um: Jóladagskrá Árbæjarsafns er
ómissandi hluti aðventunnar í
borginni enda leitun að stað sem er
eins notalegt og skemmtilegt að
heimsækja á þessum tíma árs. Dag-
skráin er á öllu safnsvæðinu og geta
ungir sem aldnir rölt á milli húsanna
og fylgst með undirbúningi jólanna
eins og hann var í gamla daga.
Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á
glugga og kíkja í potta. Börn og full-
orðnir dansa í kringum jólatréð og
syngja vinsæl jólalög.
Aðventutónleikar
Söngfjelagsins
Hvar: Langholtskirkja
Hvenær: 4. desember klukkan 16.00
og 20.00.
Um: Stór, blandaður og metnaðar-
fullur kór sem í ár syngur írsk, kelt-
nesk og íslensk jólalög með hljóm-
sveit og erlendum gestum.
Stjórnandi Söngfjelagsins er Hilmar
Örn Agnarsson og gestir Söng-
fjelagsins í ár eru Gerry Diver, fiðlu-
leikari og sérfræð-
ingur í írskri og keltneskri tónlist,
Heloise Pilkington, keltnesk söng-
kona frá Glastonbury, og Bláth
Conroy Murphy úr hinum heims-
þekkta írska sönghópi Anúna.
Jólatónleikar Fíladelfíu
Hvar: Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Hvenær: 5. og 6. desember klukkan
19.00 og 21.00.
Um: Jólatónleikar Fíladelfíu hafa
verið fastur liður í jólahaldi fjöl-
margra Íslendinga undanfarin ár.
Fram kemur Gospelkór Fíladelfíu
Hugmyndasmiðjunni á Kjarvals-
stöðum er að ræða.. Hvað er jóla-
skap? Er hægt að skapa eitthvað úr
því? Þessar spurningar verður farið
nánar út í og reynt verður að fanga
andann á listrænan hátt undir leið-
sögn myndlistarkonunnar Berg-
lindar Jónu Hlynsdóttur. Aðgöngu-
miði á safnið gildir. Frítt fyrir
handhafa Menningarkorts Reykja-
víkur og Árskorts Listasafns
Reykjavíkur.
Jólatónleikar Baggalúts
Hvar: Háskólabíó
Hvenær: Upplýsingar um dag- og
tímasetningar má nálgast á tix.is
Um: Hljómsveitin leikur og syngur
öll lögin sem jólabarnið í þér þráir að
heyra. Tónleikarnir eru ávísun á
Jólaviðburðir í desember
126 Jólablað Morgunblaðsins
Í Skúmaskoti er úrval íslenskrar hönnunar og
myndlistar í sérflokki, tilvalið í jólapakkann.
Skúmaskot, Skólavörðustíg 21a
hinn eina sanna jólaanda. Að vanda
mun sérsveit Baggalúts tjalda öllu
til; lúðrar verða þeyttir, bumbur
barðar, gígjur og slaghörpur slegnar
og raddbönd þanin. Miðaverð er
7.997 krónur.
Velkomin jól,
jólatónleikar
Hvar: Fella- og Hólakirkja
Hvenær: 18. desember klukkan
20.00.
Um: Breiðfirðingakórinn syngur inn
jólin á tónleikum Kórstjóri er Júlían
Hewlett, einsöngvari er Alexandra
Chernyshova og meðleikari er
Renata Iván.
Mozart við kertaljós
Hvar og hvenær: Í Hafnarfjarðar-
kirkju mánudagskvöldið 19. desem-
ber, Kópavogskirkju þriðjudags-
kvöldið 20. desember, Garðakirkju,
miðvikudagskvöldið 21. desember og
loks í Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudagskvöldið 22. desember.
Tónleikarnir hefjast allir klukkan
21.00.
Um: Kammerhópurinn Camer-
arctica heldur sína árlegu kertaljósa-
tónleika. Hópurinn hefur leikið ljúfa
tónlist eftir Mozart við kertaljós í
tuttugu og fjögur ár og þykir mörg-
um ómissandi að koma úr miðri jóla-
ösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í
rökkrinu. Aðgangseyrir er 2.800
krónur en 2.000 krónur fyrir nem-
endur og eldri borgara en frítt fyrir
börn. Miðasala við innganginn.