Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 88
Á
jólaborðinu í ár verða kristalsglösin
frá Frederik Bagger og stellið frá
Royal Copenhagen í stóru hlutverki.
„Já, á borðinu eru diskar og skálar
frá Royal Copenhagen, svolítið
gamaldags hnífapör frá Georg Jen-
sen, glös frá Frederik Bagger og stór vasi frá Georg
Jensen. Í vasanum er svo trjágrein úr garðinum,“
segir Þórleif, eða Þóra eins og hún er gjarnan kölluð.
Á borðinu eru svo litlar kristalsskálar með pökkum.
Aðspurð út í það segir Þóra þetta vera hefð á sínu
heimili. „Af því að við viljum ekki kýla okkur út af
möndlugraut fyrir matinn þá hef ég bara gert það
þannig að ég set lítinn graut í skálina, bara upp á
stemninguna, en svo er ég með litla pakka í annarri
skál. Þeir eru misstórir en allir í eins pappír og í ein-
um er mandlan fyrir möndlugjöfina. Þetta er orðið
okkar hefð.“
Stekkur út í garð og nær í skraut
Eins og áður sagði náði Þóra í trjágrein í garðinum
til að setja í stóra vasann frá Georg Jensen. „Mér
finnst voðalega skemmtilegt, allavega síðustu ár, að
nota greinar og mosa úr garðinum og önnur náttúru-
efni. Eftir að ég fékk þess köngla sem eru á borðunum
þá hafa þeir leikið stórt hlutverk. Svo nota ég líka mik-
ið kanilstangir og oft glimmer með. Ég vel bara hluti
af handahófi til að skreyta með, eftir því hvernig stuði
ég er í,“ segir Þóra.
En svo til móts við grófar trjágreinar og annað í
þeim dúr er Þóra með gyllt og silfrað skraut víða
heima hjá sér, t.d. hangandi á jólatrénu og á speglinum
fyrir ofan borðstofuborðið. „Óróarnir á speglinum eru
frá Georg Jensen. Ég hef verið að safna svona einum
og einum, ef mér finnst þeir virkilega fallegir þá hef ég
keypt. Ég fékk svo einhverja í arf frá ömmu og sumt í
gjöf. Óróinn í ár er einstaklega fallegur þannig að
hann er að sjálfsögðu kominn í hús,“ segir Þóra og
hlær. Í ár ákvað hún að hafa rauða litinn gegnum-
gangandi heima hjá sér um jólin en í fyrra var það
hvítt. „Stundum hef ég nefnilega skipt um borða á óró-
unum og í fyrra voru þeir hvítir. Svo er ég með skraut
frá Rosendahl á trénu, þetta er hönnun eftir Karen
Blixen. Eftir því sem börnin mín eru orðin eldri hafa
þau hætt að setja sitt skraut á tréð og þá hef ég fjár-
fest í aðeins dýrara skrauti, eins og þessu frá Rosen-
dahl. Þau er hægt að fá í gulli eða silfri og það fylgir
borði með. Svo er ég alltaf með sömu seríuna á trénu
og svo annað skraut. Ég hef stundum prjónað kúlur á
tréð en núna er ég með litla glersnjóbolta,“ segir Þóra,
sem hefur safnað ýmsum fallegum jólamunum í gegn-
um tíðina, sérstaklega síðan hún hóf störf hjá Lífi &
list í Smáralind. „Það eru til svo margir fallegir hlutir
hjá okkur.“
Uxahalasúpa og heimsókn frá jólasveininum
Spurð nánar út í jólamatinn segir Þóra forréttinn
vera fasta hefð á sínu heimili en aðalrétturinn er ekki
alltaf sá sami. „Uxahalasúpan er í forrétt, hún verður
alltaf að vera. En aðalrétturinn er aldrei sá sami, í
fyrra vorum við með hreindýr en stefnum á að hafa
rjúpur í ár, sem maðurinn minn veiðir. Svo er það
eftirrétturinn, ég er alveg hætt að leggja á borð fyrir
eftirréttinn því það hefur enginn lyst á honum strax
eftir að hafa gætt sér á öllum þessum kræsingum.
Hann er yfirleitt borðaður seinna með pökkunum.
Hingað til hef ég oftast verið með kirsuberja-soufflé.“
Uxahalasúpan er ómissandi hefð fyrir Þóru og fjöl-
skyldu, en eru þau með einhverjar aðrar jólahefðir?
„Já, eftir að jólasveinarnir hættu að koma til okkar
dagana fyrir jól og gefa í skóinn þá hefur bara einn
komið til okkar á Þorláksmessunótt. Þó að börnin mín
séu rúmlega tvítug og eitt átján ára er þetta voða
skemmtilegt. Að vísu flutti eitt að heiman í ár og ég á
eftir að láta jólasveininn vita af því,“ segir Þóra og
hlær. „Þá setja allir skóinn út í glugga og svo fáum við
eitthvað fallegt í skóinn þessa einu nótt, þannig að við
höldum aðeins í jólasveininn,“ segir hún að lokum.
Jólaandinn á heimilinu
Morgunblaðið/Eggert
Möndlugrauturinn er
bara upp á stemninguna
Þórleif Sigurðardóttir, grafískur hönnuður og útstillingahönnuður hjá Lífi &
list í Smáralind, er sannkallaður fagurkeri og hefur gaman af því að gera fínt
í kringum sig. Þegar jólin ganga í garð fær allt fína stellið og fallega skrautið
sem hún hefur safnað í gegnum árin að njóta sín í botn.
Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is
„Að vísu flutti eitt að heiman
í ár og ég á eftir að láta jóla-
sveininn vita af því.“❄
Rauði liturinn er gegnum-
gangandi hjá Þóru í ár
eins og sjá má á borð-
skreytingunni og í óróun-
um frá Georg Jensen.
Þóra og fjölskylda snæða
jólamatinn af Royal
Copenhagen-stelli.
Þórleif Sigurðardóttir er
menntaður grafískur
hönnuður og útstill-
ingahönnuður. Hún starfar
í Líf & list við útstillingar.
Í einhverri skál-
inni frá Frederik
Bagger leynist
möndlugjöfin.
88 Jólablað Morgunblaðsins
Hallveigarstíg 10a • 101 Reykjavík
Sími 551 2112 • www.ungfruingoda.is
kr. 8.990
Léttir og liprir
með nóg af hólfum.
Tilvaldir í
skólann.
Bakpokar