Morgunblaðið - 21.12.2016, Blaðsíða 60
É
g man ekkert eftir fyrstu jólunum. Sorgin
var svo mikill, ég var vafinn inn í hana og
allt gleymdist. Samt ekki misskilja mig, í
þokuskýi gerði ég allt til að gleðja dóttur
mína og son með jólaföndri, jólakortagerð,
bakstri og öllu því. Ég gerði mitt besta.
En ég bara man ekkert eftir þessum tíma.
Ég er heppin að eiga góða fjölskyldu sem
hjálpaði mér að gleðja börnin mín þessi jól og jólin sem á eftir
komu,“ segir Sara Lind.
Þegar jólin 2014 nálguðust ákvað Sara Lind að finna eitt-
hvað að gera fyrir þær mæðgurnar til þess að dreifa huganum
og gleðjast yfir.
„Í lok nóvember 2014 fór ég og keypti perlur og við byrj-
uðum að perla jólaskraut. Þetta gerðum við nánast öll kvöld,
hlustuðum á skemmtilega tónlist, sungum, perluðum og nutum
samverustundanna. Við vorum svo öflugar í að perla að á end-
anum bjuggum til jólatré úr perlum. Þarna náðum við að
gleyma okkur og áttum yndislegar stundir,“ segir hún.
Fyrir jólin 2015 notuðu þær allar perlugersemarnar í jóla-
kortagerð og í ár er þetta ferli hafið og er markið þeirra
mæðgnanna að gera nýtt jólatré í ár.
Vill helst spóla yfir desember
Þegar Sara Lind er spurð að því hvernig jólin hafi verið eftir
að hún missti manninn sinn segir hún að þau hafi verið erfið.
„Jólin eru tíminn þar sem maður umvefur sig þeim sem
maður elskar og hjá okkur er stórt skarð. Það er erfitt að
gleðjast þegar söknuðurinn og þráin að fá manninn sinn aftur
yfirtekur allt. Það að horfa á dóttur sína fylgjast með hinum
pöbbunum á jólaböllum og jólaföndrinu rífur hjarta mitt í
tvennt. Helst vil ég alltaf spóla yfir desember og fara bara
beint í janúar. Áramótin eru líka alveg svakalega erfið,“ segir
hún.
Að takast á við sorgina sem fylgir því að missa manninn sinn
framkallar flóknar tilfinningar. Þegar ég spyr hana út í jólin í
ár segist hún bæði finna fyrir spennu og hlakka örlítið til.
„Það er dásamleg tilfinning. Ég ætla að gera allt milli him-
ins og jarðar í jólaundirbúningnum með dóttur minni. Allt
snýst þetta um að gleðja börnin okkar. Ég er nú þegar búin að
panta miða í leikhús í desember, á tónleika og ýmislegt annað.
Desember í ár verður góður hjá okkur í ár, ég bara finn það á
mér.“
Hvað hefur þú gert til þess að fylla skarð hans?
„Regin gaf dóttur okkar alltaf Joe Boxer-náttföt í jólagjöf.
Hann ákvað það strax fyrstu jólin hennar árið 2007 og gerði
það alltaf eftir það. Eftir að hann dó ákvað ég að halda í þessa
hefð. Þannig að dóttir okkar fær Joe Boxer-náttföt frá pabba
sínum. Ég baka alltaf uppáhaldskökurnar hans fyrir jólin og
ég mun líklegast alltaf gera það, þar sem þær eru líka í miklu
uppáhaldi hjá dóttur okkar.
Annars get ég ekki fyllt skarð hans, það er bara ekki hægt.“
Regin kom með jólin
Sara Lind segist alltaf hafa haft gaman af jólunum og eftir
að hún kynntist manninum sínum hafi jólin orðið svo miklu
skemmtilegri.
Sara Lind Þórðardóttir missti manninn sinn, Regin Mog-
ensen, í október 2013 eftir tíu mánaða baráttu við heilaæxli.
Hann var mikið jólabarn og eftir andlát hans hefur hún
haldið jólasiðum þeirra áfram. Hún bakar uppáhaldssmá-
kökur hans og gefur dóttur þeirra Joe Boxer-náttföt eins og
hann var vanur að gera. Í viðtali við Jólablað Morgunblaðs-
ins ræðir Sara Lind um jólahald eftir makamissi.
Marta María | martamaria@mbl.is
Aldrei
hægt að
fylla
skarð hans
60 Jólablað Morgunblaðsins