Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 60

Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 60
É g man ekkert eftir fyrstu jólunum. Sorgin var svo mikill, ég var vafinn inn í hana og allt gleymdist. Samt ekki misskilja mig, í þokuskýi gerði ég allt til að gleðja dóttur mína og son með jólaföndri, jólakortagerð, bakstri og öllu því. Ég gerði mitt besta. En ég bara man ekkert eftir þessum tíma. Ég er heppin að eiga góða fjölskyldu sem hjálpaði mér að gleðja börnin mín þessi jól og jólin sem á eftir komu,“ segir Sara Lind. Þegar jólin 2014 nálguðust ákvað Sara Lind að finna eitt- hvað að gera fyrir þær mæðgurnar til þess að dreifa huganum og gleðjast yfir. „Í lok nóvember 2014 fór ég og keypti perlur og við byrj- uðum að perla jólaskraut. Þetta gerðum við nánast öll kvöld, hlustuðum á skemmtilega tónlist, sungum, perluðum og nutum samverustundanna. Við vorum svo öflugar í að perla að á end- anum bjuggum til jólatré úr perlum. Þarna náðum við að gleyma okkur og áttum yndislegar stundir,“ segir hún. Fyrir jólin 2015 notuðu þær allar perlugersemarnar í jóla- kortagerð og í ár er þetta ferli hafið og er markið þeirra mæðgnanna að gera nýtt jólatré í ár. Vill helst spóla yfir desember Þegar Sara Lind er spurð að því hvernig jólin hafi verið eftir að hún missti manninn sinn segir hún að þau hafi verið erfið. „Jólin eru tíminn þar sem maður umvefur sig þeim sem maður elskar og hjá okkur er stórt skarð. Það er erfitt að gleðjast þegar söknuðurinn og þráin að fá manninn sinn aftur yfirtekur allt. Það að horfa á dóttur sína fylgjast með hinum pöbbunum á jólaböllum og jólaföndrinu rífur hjarta mitt í tvennt. Helst vil ég alltaf spóla yfir desember og fara bara beint í janúar. Áramótin eru líka alveg svakalega erfið,“ segir hún. Að takast á við sorgina sem fylgir því að missa manninn sinn framkallar flóknar tilfinningar. Þegar ég spyr hana út í jólin í ár segist hún bæði finna fyrir spennu og hlakka örlítið til. „Það er dásamleg tilfinning. Ég ætla að gera allt milli him- ins og jarðar í jólaundirbúningnum með dóttur minni. Allt snýst þetta um að gleðja börnin okkar. Ég er nú þegar búin að panta miða í leikhús í desember, á tónleika og ýmislegt annað. Desember í ár verður góður hjá okkur í ár, ég bara finn það á mér.“ Hvað hefur þú gert til þess að fylla skarð hans? „Regin gaf dóttur okkar alltaf Joe Boxer-náttföt í jólagjöf. Hann ákvað það strax fyrstu jólin hennar árið 2007 og gerði það alltaf eftir það. Eftir að hann dó ákvað ég að halda í þessa hefð. Þannig að dóttir okkar fær Joe Boxer-náttföt frá pabba sínum. Ég baka alltaf uppáhaldskökurnar hans fyrir jólin og ég mun líklegast alltaf gera það, þar sem þær eru líka í miklu uppáhaldi hjá dóttur okkar. Annars get ég ekki fyllt skarð hans, það er bara ekki hægt.“ Regin kom með jólin Sara Lind segist alltaf hafa haft gaman af jólunum og eftir að hún kynntist manninum sínum hafi jólin orðið svo miklu skemmtilegri. Sara Lind Þórðardóttir missti manninn sinn, Regin Mog- ensen, í október 2013 eftir tíu mánaða baráttu við heilaæxli. Hann var mikið jólabarn og eftir andlát hans hefur hún haldið jólasiðum þeirra áfram. Hún bakar uppáhaldssmá- kökur hans og gefur dóttur þeirra Joe Boxer-náttföt eins og hann var vanur að gera. Í viðtali við Jólablað Morgunblaðs- ins ræðir Sara Lind um jólahald eftir makamissi. Marta María | martamaria@mbl.is Aldrei hægt að fylla skarð hans 60 Jólablað Morgunblaðsins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.