Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 38
Ekta Wellington-nautalund,
fyrir fjóra, eða 800 g nautalund
salt og nýmalaður pipar
500 g smjördeig, helst útflatt
200 g sveppir
1 laukur
150 g skinka eða hráskinka
100 g smjör
½ dl vatn + 1 msk. kjötkraftur
brauðmylsna (helst franskbrauð)
1 msk. söxuð steinselja
Byrjið á því að saxa lauk, sveppi og
skinku smátt og steikið vel í smjöri
ásamt steinselju. Bætið vatni út á ásamt
kjötkrafti og þykkið með brauðmylsnu.
Kryddið nautalundina með flögusalti
og nýmöluðum pipar og brúnið á pönnu
rétt til að loka kjötinu.
Fletjið smjördegið út í ca. ½ cm þykka
köku.
Smyrjið fyllingunni á deigið, leggið
lundina á fyllinguna og lokið deiginu ut-
an um allt saman.
Þrýstið brúnum deigsins saman með
gaffli, skreytið með afskurðinum og
penslið deigið með þeyttu eggi.
Bakið í 25 mín. í 150 °C heitum ofni.
Mjög gott er að bera fram með bern-
aise eða brúnni sósu, bökuðum kart-
öflum og grænmeti.
Viltu slá
í gegn í
eldhúsinu
um jólin?
Ævintýraþyrstir hamfarakokkar
geta aldeilis slegið um sig í eld-
húsinu um jólin ef þeir fara eftir
þessari uppskrift sem er ættuð úr
Kjöthöllinni. Kjötiðnaðarmennirnir
sem þar starfa hafa áratuga
reynslu af því að matreiða kjöt á
sem bestan hátt og ef þú fylgir
þessari uppskrift verður þú mögu-
lega maður ársins á heimilinu!
Marta María | martamaria@mbl.is
Getty
38 Jólablað Morgunblaðsins
Bérnaise-sósa fyrir letihauga
4 eggjarauður
400 g bráðið smjör
1-2 msk. bérnaise-kraftur
1 msk. ferskt fáfnisgras (estragon)
1 tsk. lífrænn kjötkraftur
salt og pipar eftir smekk
Setjið vatn í pott og sjóðið svo það sé tilbúið þegar sósan er
hituð yfir vatnsbaði.
Svo skulið þið setja eggjarauðurnar í hrærivélarskál og
þeyta mjög vel. Gætið þess að hafa hlýtt í eldhúsinu og alls
ekki gera þetta með opinn glugga. Þeytið eggjarauðurnar
þangað til þær eru orðnar léttar og ljósar.
Hellið smjöri saman við og gerið það varlega. Hafið hræri-
vélina í gangi á meðan þetta er gert og þeytið mjög vel saman.
Bætið bérnaise-kraft út í sósuna, fáfnisgrasi, kjötkrafti og
saltið og piprið eftir smekk.
Þegar sósan er klár er hún sett yfir vatnsbaðið og hrært í
henni þangað til hún er borin fram. Hugsið vel um sósuna
meðan á þessu stendur svo hún skilji sig ekki.
Þú veist að þú ert komin/n í fullorðinna manna tölu þegar þú ert búin/n að læra að gera bérnaise-sósu
frá grunni. Allir alvöru letihaugar nota hrærivél til að þeyta sósuna saman. Það er líka allt í lagi, þetta er
gert svona á fínustu veitingastöðum og ekki kvartar fólk yfir því. Með hrærivél að að vopni og nóg af
sjálfstrausti er þetta leikur einn. Ef þú ætlar að hafa bérnaise-sósu með jólasteikinni skaltu samt æfa
þig áður en jólin koma. Bara svo þú verðir örugglega krýnd eða krýndur meistari jólaanna.
Þessi sósa
klikkar
aldrei.
❄
❄
1 dl ólífuolía
150 g púðursykur eða hrásykur
1 egg
1 tsk. kanill
1 tsk. negull
½ tsk. matarsódi
250 g grófmalað spelt eða hveiti
½ dl mjólk eða AB-mjólk
Þeytið ólífuolíuna og púður-
sykurinn saman. Síðan er eggj-
unum bætt út í og hrært vel. Þegar
blandan er orðin létt, ljós og lekker
er þurrefnunum blandað varlega
saman við ásamt mjólk eða AB-
mjólk.
Setjið kökuna í formkökuform
og bakið við 180 gráður í 50 mín-
útur.
Kakan sem
kryddar tilveruna
Kryddkaka er ein af mínum uppá-
halds og þarf ég að gæta vel að því
að bjóða með mér þegar ég baka
eina slíka því ég gæti hæglega torg-
að heilli köku ein og óstudd. Að baka
kryddköku fyrir jólin og maula á milli
hátíðarétta gerir einhvern veginn allt
svolítið safaríkara og betra. Má ekki
örugglega allt á jólunum?
Marta María | martamaria@mbl.is
Ljúffeng
kryddkaka.