Morgunblaðið - 21.12.2016, Síða 16

Morgunblaðið - 21.12.2016, Síða 16
Þ að kannast margir við að hafa föndrað lítinn ofinn hjartapoka úr pappír í æsku og hengt svo á jólatréð eða út í glugga. Jóla- ljósin frá danska merkinu Le Klint eru einmitt tilvísun í þetta klassíska jólaföndur . Þau ljós koma svo sannarlega með jólaandann inn á heimilið en þau gefa frá sér milda og fallega birtu og minna á gamla tíma. Þetta form er fyrir löngu orðið klassískt enda hefur lengi verið vinsælt víða í Skandinavíu að hengja hjörtun í glugga og á jólatré. Margir hafa föndrað svona hjarta í æsku. Minnir á gömlu tímana Ljósin frá LeKlint, sem fást í Epal í Skeifunni, taka sig best út í glugga. 16 Jólablað Morgunblaðsins J á, ég elska jólin og jólatímann og það gleður mig að jólunum sé fagnað svona mikið á Ís- landi, fólk tekur þetta alvarlega, allt í tengslum við matinn og skreytingarnar. Ég elska jólalögin líka,“ segir Erika, spurð hvort hún sé mikið jólabarn. En fær hún ekkert leiða á jólalögunum, jólaskrautinu og stemningunni við það að vinna árið um kring í Jólahúsinu? „Nei, ég kann vel við það, ég hugsa ekki beint um jólin þegar ég er að vinna, þetta er bara eins og hlutverk. Eftir að hafa unnið þarna í ákveðinn tíma þá hættir maður að pæla í jólatónlistinni og jólastemningunni. Á sumrin eru þetta aðallega túristar sem koma í búðina til okkar, þeir eru þá helst að leita að minja- gripum á jólatréð. Þá er gaman að segja þeim frá íslensku jóla- hefðunum og sjá viðbrögð þeirra. Allir elska söguna um íslensku jólasveinana og margir vilja þá eign- ast jólaskraut með jólakettinum eða Grýlu, það finnst þeim heillandi. Það eru nefnilega helst túristar sem versla í Jólahúsinu yfir árið en Ís- lendingarnir koma svo gjarnan yfir helgarnar og á hátíðardögum. Og svo koma Íslendingarnir auðvitað í desember þegar jólastemningin er komin í bæinn, og þá fær maður jólafílinginn beint í æð. Ég verð svo spennt við að sjá borgina upplýsta með jólaljósum,“ segir Erika sem skreytir mikið heima hjá sér. „Já, við eigum mikið jólaskraut og elskum að skreyta. Krakk- arnir hjálpa mér. Mamma mín elskar líka að skreyta og þetta kemur frá henni.“ Santa Claus setur gjafirnar undir rúmið En hvaða jólahefðir eru í hávegum hafð- ar á heimili Eriku? „Það er heitt í Brasilíu á þessum árstíma en jólahefðirnar okkar eru náskyldar amerískum og evrópsk- um jólahefðum. Búðirnar eru skreytt- ar með gervisnjó og gínurnar í búð- unum eru með jólasveinahúfur og klæddar sundfötum. Heima hjá foreldrum mínum í Brasilíu er heimilið prýtt með stóru gervitré og við skreytum það með glerkúlum og gylltu glimmerskrauti. Og svo setjum við seríur á jólatréð og á svalirnar, alveg eins og er gert hér heima,“ segir Erika sem reynir að finna jafnvægi á milli brasilískra og íslenskra jólahefða á sínu heimili. „Sumt er líkt en annað er ólíkt. Það er til dæmis einn stór munur – við borðum kalkún á aðfanga- dag á miðnætti, það er gert á hverju heimili í Bras- ilíu. Fólk fer yfirleitt í kirkju um kvöldið og svo er kvöldmaturinn borinn fram eftir það, sem sagt mjög seint. Jólasveinninn Santa Claus kemur með jólagjafirnar á aðfangadagskvöld og þær eru settar undir rúmið okkar – en svona er þetta gert í minni heimaborg en Brasilía er mjög stórt land og jólahefðir eru mis- munandi á milli landshluta. Svoleiðis er þetta líka gert heima hjá okkur á Ís- landi því ég vil að börnin mín fái að kynnast þeirri hefð. En svo koma ís- lensku jólasveinarnir auðvitað heim til okkar og gefa í skóinn.“ Erika og fjölskylda hennar borða svo kalkún með ávöxtum á aðfangadag. „Hann er borinn fram með meðal annars ávöxtum (an- anas, ferskjum, fíkjum og kirsuberjum), hrís- grjónum og nóg af kastaníuhnetum. Döðlur og þurrkaðar fíkjur eru líka mikið borðaðar á mínu heimili yfir hátíðarnar. Svo bjóðum við upp á skinku sem kallast „tender“, hún er svip- uð íslenska hamborgarhryggnum. Og þar sem Brasilía er mjög fjölmenningarlegt land höfum við erft jólahefðir frá ýmsum áttum, við berum til dæmis fram Panettone-gerbrauð með þurrkuðum ávöxtum, það kemur frá Ítölun- um. Svo er mismunandi hvað fólk er með í eftirrétt en ástaraldinbúðingur er í uppá- haldi hjá mér,“ segir Erika. Jólastemning Vinnur í Jólahúsinu allan ársins hring Morgunblaðið/Ófeigur Erika Martins Carneiro er fædd og uppalin í Brasilíu en býr nú á Íslandi og starfar í Jólahúsinu í Hafnarstræti. Erika er sannkallað jólabarn eins og við er að búast. Erika er gift íslenskum manni og saman eiga þau tvö börn sem tala íslensku, portúgölsku og smá þýsku. „Þetta eru tungumálin sem við tölum saman,“ segir Erika sem kynntist manni sínum þegar hún bjó í Þýskalandi. Jólahefðirnar á heimili Eriku koma úr ýmsum áttum enda á fjöl- skyldan rætur að rekja bæði til Íslands og Brasilíu. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is „Ég hugsa ekki beint um jólin þegar ég er að vinna, þetta er bara eins og hlutverk.“ Erika nýtur þess að hitta fólk hvaðanæva úr heiminum og selja því jólaskraut og segja frá íslenskum jólahefðum. Getty images ❄
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.