Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 34
34 Jólablað Morgunblaðsins
HLEÐSLUTÆKI
Hleður og vaktar rafgeyminn þinn í vetur
15%
jólaafslá
ttur
af þessum
frábæru
hleðslutæ
kjumTilvalin
jólagjöf
12v 0,8A 12v 5,5A
TUDOR TUDOR
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Við höfum til dæmis verið með hnetu-
steik á jólunum og stundum lamba-
hrygg, bara ýmislegt. En það er ein
hátíðarhefð sem kemur úr mínum
foreldrahúsum sem ég viðheld. Þegar
við systkinin vorum börn var alltaf
jarðarberjaterta sem var aldrei bök-
uð nema á nýársdag. Þetta voru
súkkulaði- og kókosmarengsbotnar
með jarðarberjarjóma á milli, alveg
óskaplega gott og nú fær ég bara
vatn í munninn þegar ég segi frá
þessu,“ segir Albert og hlær. „Þó að
við séum tiltölulega frjálslegir með
hefðir, megum við ekki gleyma að við
erum að búa til minningar og ef til vill
hefðir fyrir næstu kynslóðir,“ segir
Albert. „Ef fólk ætlar að breyta ein-
hverjum hefðum, hvort sem þær snú-
ast um mat eða eitthvað annað, er
betra að ræða það tímanlega. Ég segi
stundum frá því að mamma ákvað
einu sinni að breyta til og hafa ekki
hangikjöt á jóladag eins og hafði allt-
af verið, heldur á öðrum degi jóla. Ég
veit ekki hvert við systkinin ætluðum!
Þetta var eins og helgispjöll,“ segir
hann og skellir upp úr.
Áhugasamir geta svo fylgst betur
með því hvað Albert galdrar fram í
eldhúsinu á blogginu hans,
www.alberteldar.com.
brenni. Takið pottinn af eldavélinni,
bætið smjörinu við og þeytið vel
saman við. Látið kólna.
Toppur
2 bollar hindber
1 pakki Jello
Færið botninn á tertudisk og látið
hringinn af kökuforminu utan um
hann. Smyrjið vanillukreminu á
botninn og raðið hindberjunum þar
ofan á. Leysið Jello upp í heitu vatni
(ég notað 2/3 af vatninu sem var gef-
ið upp á pakkanum), látið það kólna
að mestu og hellið yfir ávextina.
Passið að hlaupið stífni ekki áður en
því er hellt yfir. Kælið.
Blini með rauðrófumauki
og reyktum laxi
½ b hveiti
½ b heilhveiti
1 tsk. lyftiduft
salt
²/
³
b sojamjólk
1 egg
1 msk. olía.
Blandið öllu saman og steikið litl-
ar lummur á pönnu. Látið kólna.
Rauðrófumauk
150-200 g soðin rauðrófa
1 dós mascarpone
1 tsk. síróp
1 tsk. ólífuolía
½ tsk. sítrónusafi
salt og pipar
Setjið allt í matvinnsluvél og
maukið þangað til er orðið silki-
mjúkt. Kælið.
Ofan á
Reyktur lax
steinselja
Sprautið rauðrófumaukinu í hring
ofan á blinikökurnar. Vefjið laxinum
upp svo hann myndi rós og setjið of-
an í. Skreytið með steinselju.
Morgunblaðið/Golli
Hindberjaterta
með vanillukremi
Botn
5 eggjahvítur
½ bolli sykur
1 b möndlumjöl
½ tsk. lyftiduft
smásalt
1 tsk. edik
Stífþeytið eggjahvítur og sykur.
Bætið við möndlumjöli, lyftidufti,
salti og ediki. Bakið í kringóttu, laus-
botna formi (ekki of stóru) í um 30
mín. við 160°C.
Vanillukrem
5 eggjarauður
½ bolli sykur
1½ dl rjómi
1 msk. vanilluextrakt
250 g lint smjör
Setjið eggjarauður, sykur, rjóma
og vanillu í pott og sjóðið í nokkrar
mínútur. Hrærið stöðugt í svo ekki
Albert segir gestina sína hafa verið sér-
lega hrifna af vanillukreminu á tertunni.
Litlu lummurnar
glöddu ekki bara
bragðlaukana heldur
líka augað.
❄ SJÁ SÍÐU 36
„Það er alltaf gaman að leiða fólk úr ólík-
um áttum saman, en þó ekki út í bláinn,
því að orkan þarf að smella saman.“ ❄