Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 50
50 Jólablað Morgunblaðsins
Húðvörur úr lífrænt ræktuðum
jurtum sem veita vellíðan og
gaman er að gefa.
Útsölustaðir Weleda eru:
apótek og heilsuverslanir um allt land, heimkaup.is
Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is
Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaiceland
Weleda jólagjafir
Body lotion og handáburður
úr möndluolíu, mildur ilmur
Andlitskrem og sturtusápa
fyrir herra, notalegur ilmur
jólamatinn,“ segir hún og hlær.
Svartbaunabuffið og hnetusteikin
sem Valentína eldaði fyrir Jólablaðið
sanna að grænmetisfæði er alls ekki
síðra en hefðbundinn jólamatur.
Meira að segja vegan béarnaise-
sósan fær bragðlaukana til að hoppa
af kæti.
„Ég er er mikill bernaise-sósu
aðdáandi en þar sem helsta uppi-
staðan í béarnaise er egg og smjör
er hún eins lítið vegan og hugsast
getur! Það gerði hugmyndavinnuna
enn meira spennandi. Ég gerði
nokkrar tilraunir og mér fannst
þessi uppskrift koma best; út það er
að segja að nota vegan-majónes og
hita saman bragðefnin. Það má líka
nota kasjúhnetur í staðinn fyrir
majónesið. En þá þarf að láta þær
liggja í bleyti í nokkrar klukku-
stundir og mauka þær með vatni í
blandara.
Mér fannst sósan verða betri við
það að standa í kæli yfir nótt. Það
kom mér skemmtilega á óvart að
mér fannst sósan jafn góð eftir
nokkra daga í kæli.“
Svartbaunabuffið og hnetusteik-
ina er hægt að búa til og eiga í frysti.
Valentína segir aðeins þurfa að gæta
þess að taka það úr frysti deginum
áður en það er notað og hita í ofni.
„Hnetusteikin frá Móður náttúru
eins og ég nota hana í uppskriftinni
þarf að vera vel þiðin áður en buffið
er mótað úr henni og steikt. Steikt
buffið má geyma í kæli, ef fólk vill
spara sér handtökin og gera þetta
deginum áður þá þarf aðeins að hita
bufffið í um 10 mínútur áður en það
er borið fram,“ segir hún.
Svartbaunabuff
olía til steikingar
1 rauðlaukur, sneiddur
1 hvítlauksrif, gróft saxað
½ rauð paprika, sneidd
30 g sellerí, sneitt
60 g rifin sæt kartafla
3 döðlur, saxaðar
1 tsk. piparblanda
1 msk. provencal-kryddblanda frá
Pottagöldrum
2 msk. sojasósa
½ tsk. salt
2 msk. næringarger
100 g Oumph-sojakjöt
1 dós svartar baunir eða 220 g soðn-
ar
100 g soðið bankabygg
130 g soðnar kartöflur
2 msk. næringarger
50-100 g brauðrasp/haframjöl
100 g grófmalaðar möndlur til að
velta buffinu upp úr.
Steikið rauðlauk, hvítlauk, papr-
iku og sellerí í potti þar til það er að-
eins farið að brúnast, bætið út í
sætri kartöflu og látið blönduna
mýkjast aðeins. Setjið döðlur, pipar-
blöndu, provencal-krydd, sojasósu
og salt út í pottinn og hrærið vel
saman.
Látið þetta kólna aðeins og setjið í
matvinnsluvél ásamt restinni af hrá-
efninu nema brauðraspi og maukið
allt saman – en ekki of fínt þó.
Hrærið út í brauðraspi eftir þörf-
um. Látið farsið standa í ísskáp í ca 1
klst. (eða lengur)
Mótið 6 stór buff og passið að hafa
þau frekar þétt. Veltið upp úr gróf-
möluðum möndlum og steikið buffið
upp úr vel heitri olíu ca 2 mín. á
hvorri hlið.
Látið buffin kólna og pakkið þeim
með smjörpappír á milli buffa í gott
box ef það á að frysta þau.
Ef þau eru frosin þurfa buffin 15
mín. í ofni v 160 °C.
Vegan béarnaise-sósa
2 msk. matarolía
3 skalottlaukar, fint skornir
2 dl kókosmjólk
½ tsk. túrmerik
½ msk. estragon
½ tsk. svartur pipar
1 msk. hrásykur
2 msk. sítróna
2 msk. fersk steinselja
5 msk. béarnaise-kraftur
6 msk. vegan-majónes
salt
Mýkið skalottlauk í potti, setjið út
í kókosmjólk og látið suðuna koma
upp. Setjið út í pottinn allt hráefnið
nema majónesið og hrærið vel sam-
an.
Látið blönduna kólna aðeins og
hrærið saman vegan-majónesi.
Smakkið sósuna til með salti og
sítrónu. Geymist vel í lokuðu boxi í
ísskáp í 5-7 daga.
Það má bera þessa sósu fram
kalda.
Rauðkál
800 g rauðkál, fínt skorið í strimla
1 meðalstór rauðlaukur, sneiddur
100 g rauðrófur, skornar í litla bita
1 grænt epli, afhýtt og rifið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sveppasúpa með
aspas, brauðten-
ingum og truffluolíu.
Svartbaunabuff
með vegan
bernaise-sósu,
rauðkáli og
grænu grænmeti.
„Til að standa sig 100% í stykkinu borgar sig að lesa vel á allar umbúðir.
Hefðbundinn sósujafnari er til dæmis ekki vegan því í honum er mjólkur-
sykur. Í einni af sósunum sem ég gef hér uppskrift að eru vínber en það má
gjarnan skipta þeim út fyrir sveppi ef fólki finnst það henta betur,“ segir hún.
❄
❄ SJÁ SÍÐU 52