Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 74

Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 74
Á heimili Helgu tíðk- ast það að allir fari í sitt fínasta púss á jólunum og Helga dregur gjarnan fram einhverja glimmerflík yfir hátíðirnar. „Já, það er alveg stemningin hjá okkur að vera í betri fötunum og að þau séu vel straujuð. Mér finnst rosalega leiðin- legt að strauja en ég legg mig alla fram að strauja jólafötin,“ útskýrir Helga sem er spennt að halda glitr- andi jól. Kaupir þú þér alltaf nýtt dress fyrir jólin? „Mér finnst skemmtilegra að kaupa jólaföt á börnin mín. Ég hef hannað jólalínu fyrir iglo+indi síð- ustu árin og er alltaf svo spennt að sjá börnin mín í þeim flíkum. Ég er að- eins afslappaðri varðandi jólaklæðn- að minn. Ég klæðist kjól og háum hælum hvort sem það er nýtt eða gamalt.“ Eftirminnilegasta jóladressið þitt? „Þegar ég var yngri var ég voða mikið að spá í að vera í nýjum jóla- kjól, einhvern tímann var ég að vinna í fataverslun fyrir jólin og eyddi öllum laununum í dýrasta pallíettukjólinn á búðinni. Ég var aðeins of fínt klædd þau jólin en kjólinn passaði vel í ára- mótapartíið.“ Hefur orðið eitthvert minnisstætt tískuslys á jólunum hjá þér? „Nei, ekki svo ég muni, en einu sinni var ég nýbúin að fara í ljós eins og tíðkaðist þegar ég var unglingur og brann alveg hrikalega. Maður á ekki að vera að segja frá svona löguðu þar sem þetta er stórhættulegt. Ég var eldrauð í framan eins og karfi all- an aðfangadag, getum við ekki sagt að það sé tískuslys?“ Ertu búin að ákveða í hverju þú verður þessi jólin? „Nei, ég er ekkert búin að spá í það, en dressið á yngstu dótturina sem er fjögurra ára er löngu ákveðið. Gullpils, blússa, glimmer leggings og loðvesti frá iglo+indi.“ Hvernig er drauma jóladressið? „Mér finnst alltaf gaman að það sé eitthvað glitrandi fyrir jólin, til dæm- is gyllt, pallíettur eða silfrað.“ Besta tísku-jólagjöf sem þú hefur fengið? „Það er lítil Miu Miu-taska sem maðurinn minn gaf mér fyrir nokkr- um árum, ég læt hana aldrei frá mér.“ Jólatískan Jóladress yngri dóttur Helgu er komið í hús. Hlakkar til glitrandi jóla „Ég er fullorðið jólabarn,“ segir Helga Ólafsdóttir, yfirhönnuður íslenska barnafata- merkisins iglo+indi. Helga nýtur þess í botn að halda jólin og undirbúa þau með börnunum sínum þremur en hún er þó með þá reglu að byrja ekki of snemma. „Það er ekkert jólastúss fyrr en í desember og ég er alls ekki að missa mig í að baka tíu sortir og skreyta húsið hátt og lágt. Það þarf líka að vera tími til að slaka á og njóta.“ Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is „Ég klæð- ist kjól og háum hæl- um hvort sem það er nýtt eða gamalt.“ ❄ Helga segir börnin sín elska allt sem tengist jólunum, svo sem jólaskrautið, jólabakstur- inn og jólasveininn. Ljósmynd/Ágústa Guðmundsdóttir 74 Jólablað Morgunblaðsins Árbæjarsafn · Kistuhyl 4 · 110 Reykjavík · www.borgarsogusafn.is Verið velkomin á jóladagskrá Árbæjarsafns sunnudagana 4. 11. og 18. desember kl. 13–17 SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR. FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 | har@har.is | www.har.is HÁR EHF Á vertu vinur SÖLUSTAÐIR REDKEN SALON VEH ELEGANT SENTER SCALA KÚLTÚRA LABELLA MEDÚLLA N-HÁRSTOFA HÖFUÐLAUSNIR FAGFÓLK MENSÝ OZIO MARMIK BEAUTYBAR REDKEN hárvörurnar gera hárið heilbrigt, fallegt, fyllir það lífi og býður uppá ótakmarkaða möguleika fyrir allar gerðir hárs. Blonde Idol FYRIR LJÓST OG GRÁTT HÁR Color Extend Magnetics FYRIR LITAÐ HÁR Curvaceous FYRIR KRULLAÐ OG LIÐAÐ HÁR All Soft FYRIR ÞURRT HÁR DimondOil FYRIR LÍFLAUST OG SKEMMT HÁR High shine FYRIR LÍFLAUST OG FÍNGERT HÁR Extreme FYRIR SKEMMT HÁR Color Extend Sun FYRIR HÁR Í SÓL OG SJÓ Frizz dismiss FYRIR ÚFIÐ HÁR Volume FYRIR ALLAR HÁRGERÐIR, GEFUR LOFT OG FYLLINGU Cerafill FYRIR HÁRLOS OG ÞURRT/FÍNT HÁR Hair Cleansing DJÚPHREINSI- SJAMPÓ Scalp Relief VANDAMÁL Í HÁRSVERÐI (FLASA, FITA, KLÁÐI) S uri Cruise, dóttir Tom Cruise og Katie Holmes, setti ansi veglegar gjafir á óskalistann sinn fyrir jólin 2011, þá fimm ára gömul. Hún óskaði sér ekki dúkku eða Lego, nei, hreint ekki. Suri vildi nefnilega fá smá- hest, demantseyrnalokka og síð- kjóla. Gjafirnar á óskalistanum kostuðu samtals upphæð sem nem- ur um 14,7 milljónum króna og for- eldrarnir sáu til þess að sú stutta fengi allt sem á listanum var. AFP Suri Cruise vildi m.a. demantseyrna- lokka í jólagjöf þegar hún var fimm ára. Klikkaðar jólagjafir Fimm ára vildi demanta og smáhest
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.