Morgunblaðið - 21.12.2016, Blaðsíða 117
Í
ár er jólalínan okkar í hlýlegum og minimal-
ískum stíl þar sem kopar og grænir tónar
spila lykilhlutverk. Jólakortin eru tvenns-
konar, annars vegar grænn pappír og hins
vegar brúnn pappír. Hvort tveggja kemur í
fallega brúnleitum umslögum. Síðan er það
allt fyrir jólagjafirnar! Jólapappírinn er himneskur og
við bjóðum upp á tvær
gerðir af honum. Það
sem er skemmtilegt við
jólapappírinn okkar er
að það er mismunandi
grafík á hvorri hlið sem
gerir innpökkunina enn
ánægjulegri. Við erum
líka með jólabréf-
poka sem henta vel
undir allskonar
smærri gjafir og
einnig sex mismun-
andi gerðir af merki-
miðum í stíl við allt
saman,“ segja þær
spurðar út í nýju jóla-
línuna.
Þetta er þriðja jóla-
línan sem Letterpress
sendir frá sér en fyr-
irtækið hefur verið
starfrækt í sex ár. „Í
síðustu jólalínunni
höfðum við léttleika og húmor í fyrirrúmi og feng-
um til liðs við okkur hina frábæru Rán Flygening sem
myndskreytti hinn eina sanna jóla ToDo-lista! Þar lék-
um við okkur með allt sem við teljum okkur trú um að
verði að klára fyrir jólin og teikningarnar hennar Rán-
ar gerðu línuna glettilega góða. Þær hentuðu Letter-
press-prentaðferðinni frábærlega vel. Sú aðferð er er
svo falleg og færir alla flotta grafík og texta á nýtt
plan, dýptin og einstök áferðin er bara svo dásamleg.“
Notast við hress jólalög
Þær Ólöf og Hildur koma sér ansi snemma í jólagír-
inn en það getur stundum verið krefjandi. „Já, helst
þyrftum við að koma okkur í gírinn í sumarlok. Á þess-
um árstíma er það áskorun að
finna jólaandann,“ útskýrir
Ólöf sem kveðst t.d. notast við
hress jólalög til að koma sér í
jólagírinn. „Við erum mikil
jólabörn og elskum að velta
því fyrir okkur hvernig jóla-
kort við viljum senda og
hvernig okkur langar að
pakka gjöfunum inn. Eðlilega
er það okkar smekkur sem
ræður útkomunni í bland við
tíðarandann.“
En hjá Letterpress er
ekki aðeins hægt að
kaupa tilbúna jólalínu
heldur vinna þær
Ólöf og Hildur
einnig eftir sér-
óskum. „Slíkum
verkefnum fer
fjölgandi milli ára.
Það er gaman að heyra
margt fólk segja að það
sendi færri jólakort nú til dags heldur en
það gerði áður fyrr, en vilji þá hafa þau extra falleg,“
segir Ólöf.
Upplýsingar um sölustaði Letterpress má finna á
Facebook-síðu þeirra. „Svo er búðin okkar á Fiskislóð
24 opin á milli klukkan 10.00 og 16.00 nema annað sé
auglýst.“
Hönnun
Áskorun að koma sér
snemma í jólagírinn
Þær Ólöf Birna Garðarsdóttir og Hildur Sigurðardóttir, grafískir hönnuðir
og eigendur Reykjavík Letterpress, hanna og búa reglulega til jólalínur sem
innihalda meðal annars jólakort og jólapappír. Í ár er jólalínan mínímalísk og
smart. Þær Ólöf og Hildur eru svo sannarlega komnar í jólagírinn enda
þurfa þær að byrja að vinna jólalínuna strax í lok sumars.
Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
„Á þessum
árstíma er
það áskorun
að finna jóla-
andann.“
❄
Það er mismun-
andi grafík á
hvorri hlið jóla-
pappírsins.
Ólöf Birna Garðarsdóttir
og Hildur Sigurðardóttir
eru eigendur Reykjavík
Letterpress.
Rán Flygening
myndskreytti fyrir
seinustu jólalínu
Letterpress.
Brúnir og
grænir tónar
einkenna
jólalínuna.
Jólablað Morgunblaðsins 117
www.heklaislandi.is - S: 6993366
Íslensk hönnun
- fyrir þig -