Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 36
Ofnbakaðar fíkjur
með geitaosti og hunangi
8-10 ferskar fíkjur
100-130 g geitaostur
1 dl pekanhnetur
1 msk. minta
2 msk. hunang
salt og pipar
Skerið kross í fíkjurnar og kreist-
ið þær neðst svo þær opnist. Setjið
bita af geitaosti í sárið. Raðið í eld-
fast form. Stráið pekanhnetum í
botninn á forminu, hellið hunanginu
yfir fíkjurnar, stráið mintu yfir og
aðeins af salti og pipar. Bakið við 180
í um 10 mín.
Ávaxtakaka með pistasíum
1 ¼ bolli döðlur, saxaðar gróft
rifinn börkur af einni appelsínu
rifinn börkur af einni sítrónu
¹/
³
bolli gróft saxaðar fíkjur
½ bolli gróft saxaðar apríkósur
½ bolli koníak eða brandy
1 krukka rauð eða græn kokteilber
175 g smjör, mjúkt
1 dl sykur
1 dl púðursykur
4 egg
½ bolli jógúrt
1 dl ólífuolía
1 ¾ bolli hveiti
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
½ tsk. múskat
½ tsk. negull
½ tsk. kanill
2 bolli saxaðar valhnetur
¾ bolli pistasíur, skornar í tvennt
Setjið döðlur, appelsínu- og
sítrónubörk, fíkjur, apríkósur og
ólífur í skál og hellið koníakinu yfir.
Látið bíða í nokkrar klst. í ísskáp,
eða yfir nótt.
Blandið saman í skál öllum þurr-
efnunum og hnetunum (hveiti, lyfti-
duft, salt, múskat, negull, kanill, val-
hnetur og pistasíur).
Þeytið vel saman smjör og sykur,
bætið við eggjunum, einu og einu.
Setjið jógúrt og ólífuolíu loks saman
við.
Bætið þurrefnunum saman við og
hrærið varlega saman.
Bakið í tveimur formum við 175°C
í um 45 mín. Látið kólna í forminu.
Vefjið álpappír utan um kökurnar og
geymið í ísskáp.
Klementínukaka
150 g smjör
¾ bolli sykur
börkur af þremur klementínum,
saxaður
börkur af einni lítilli sítrónu,
rifinn
2 bolli möndlumjöl
3 egg
2 msk. hveiti
½ tsk. salt
½ tsk. lyftiduft
Þeytið saman smjör og sykur.
Bætið við berki af klementínum og
sítrónu og loks eggjunum, einu og
einu. Þá fer hveiti, salt og lyftiduft.
Bakið við 160°C í um 35 mín.
Ofan á
Safi úr þremur klementínum
safi úr hálfri sítrónu
3-4 msk. sykur
Setjið allt í pott og sjóðið í nokkr-
ar mínútur. Bætið við sykri ef þarf.
Hellið yfir kökuna þegar hún kemur
úr ofninum
Svalandi rabarbaradrykkur
5 kg rabarbari
5 kg sykur
1½-2 msk. bensonat
5 grömm vínsýra
rauður matarlitur, nokkrir dropar
Skolið rabarbaraleggina og skerið
í bita. Setjið allt í hreina fötu og
setjið lok yfir. Látið standa á frekar
svölum stað í 10 daga, hrærið í ca.
annan hvern dag.
Sigtið rabarbarann frá, bætið
matarlit við og setjið drykkinn á
flöskur. Kælið eða frystið. Ath. að
þetta er eins og þykkni sem þarf að
blanda með vatni eða sódavatni í
sömu hlutföllum og djús.
Ávaxtakaka
með pistasíum.
Ofnbakaðar fíkjur
með geitaosti og
hunangi.
Morgunblaðið/Golli
Klementínukakan
gómsæta.
Svalandi
rabarbara-
drykkur.
36 Jólablað Morgunblaðsins
Á ævintýraleiðum
Ævisaga og örlög Annars heims
Guðmundur Kristinsson,
höfundur metsölubókarinnar
Sumarlandið, hefur nú ritað ævisögu
sína. Segir frá æskuárum sínum í
upphafi byggðar á Selfossi og fornum
búskaparháttum í Litlu-Sandvík.
Eftir stúdentspróf 1951 vann hann
á sveitabýlum í Danmörku og
Þýzkalandi í 1½ ár og fór 2½ mánaðar
ferð á reiðhjóli um tíu Evrópulönd.
Réri 4 vertíðir í Þorlákshöfn og
starfaði í útibúi Landsbankans á
Selfossi í 36 ár. Þá ritaði hann um
margvísleg efni í héraðsblöðin og
samdi 9 bækur og gaf 7 þeirra út
sjálfur og 7 endurprentanir.
Árnesútgáfan, Selfossi
Sími 482 1567
Síðari hlutinn eru sýnir við dánarbeði og útfarir og viðtöl á miðilsfundum
við látinn son, Ingvar, framliðna ættingja og vini og 3 brezka flugmenn frá
Kaldaðarnesi sem segja frá andláti sínu og hinum nýju heimkynnum og
einn, sem fórst í flugslysi fyrir 72 árum.
Bókin fæst í helztu bókabúðum og hjá höfundi.