Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 26
R
étt fyrir utan Selfoss
er Ölvisholt brugg-
hús staðsett. Fyrir-
tækið hefur getið sér
gott orð fyrir bjór-
gerð sína frá því það
var stofnað 2007. Jólablað Morgun-
blaðsins fékk starfsmenn brugg-
hússins til að töfra fram hamborgar-
hrygg og fleira góðgæti í samvinnu
við súkkulaðiframleiðandann Om-
nom.
Hamborgarhryggur
Hér er hamborgarhryggurinn
soðinn upp úr Heims um bjór og síð-
an er glasseringin gerð úr Tuttug-
asta og fjórða, sem gefur hryggnum
dásamlegt jólabragð – öðruvísi
hryggur sem kemur skemmtilega á
óvart.
Hryggur
1 meðalstór hryggur
6 flöskur ÖB Heims um bjór
2 mandarínur
gljái
1½ dl púðursykur
1 tsk. dijon sinnep
4 msk. ÖB Tuttugasti og fjórði
bjórsósa Ölvisholts
2 skalottlaukar
2 meðalstórar gulrætur
2 stilkar sellerí
8 svört piparkorn
1 msk. matarolía
2 flöskur ÖB Tuttugasti og fjórði
½ l rjómi
1 teningur kjötkraftur
2 tsk. rifsberjasulta
1 tsk. gráðaostur
1 tsk. dijon-sinnep
salt og pipar
Setjið hrygginn í pott og hellið
bjórnum yfir. Skerið mandarínurnar
í tvennt, kreistið safann úr þeim í
pottinn og bætið þeim svo líka út í.
Ef bjórinn nær ekki að fljóta yfir
kjötið má bæta aðeins vatni út í.
Sjóðið í 40-60 mínútur, fer eftir
stærð hryggjarins. Kveikið á ofn-
inum á 200 °C þegar um 20 mín. eru
eftir af suðunni. Blandið saman
púðursykrinum, sinnepinu og bjórn-
um í gljáann og leggið til hliðar. Tak-
ið hrygginn upp úr pottinum að lok-
inni suðu og leggið hann á ofnplötu.
Penslið hrygginn með hluta af gljá-
anum og setið hann inn í ofninn í
u.þ.b. 15 mínútur. Á þeim tíma er
hryggurinn tekinn út tvisvar sinnum
og penslaður með restinni af
gljáanum. Þegar eldunartímanum er
lokið er gott að láta hrygginn standa
á borði í um 20 mínútur áður en
hann er skorinn og borinn fram
Sósan
Skerið lauk, gulrætur og sellerí í
nokkuð grófa bita. Setjið olíuna í
pott og steikið grænmetið ásamt
piparkornunum í olíunni. Bætið
bjórnum út í eftir um 10 mín og sjóð-
ið hann niður um helming með
grænmetinu. Sigtið grænmetið frá,
setjið soðið aftur í pott ásamt rjóm-
anum og kjötkraftinum og hitið ró-
lega að suðu. Bætið út í pottinn sult-
unni, gráðaostinum og sinnepinu og
sjóðið í um 5 mín. Saltið og piprið
eftir smekk áður en sósan er borin
fram (sósan er frekar þunn og má
þykkja hana með sósuþykkjara ef
Eldað og bakað upp
úr jólabjórnum
Bjóráhugamenn og -konur gleðjast þegar jólabjórinn kemur í hús. Ölvisholt
brugghús er með tvo jólabjóra fyrir þessi jól, Heims um bjór og Tuttugasta
og fjórða, og er bruggmeistari þeirra Elvar Þrastarson. Það er þó hægt að
gera meira við bjórinn en að hella honum í sig. Úr honum má elda dásam-
lega veislurétti sem fá hjartað til að slá örar og tunguna til að sleikja út um.
Marta María | martamaria@mbl.is
Heimatilbúnar salt-
kringlur eru lostæti.
Hamborgar-
hryggurinn er
soðinn upp úr ÖB
Heims um bjór.
Heimagerð
ostaídýfa.
26 Jólablað Morgunblaðsins
GERRY WEBER
jólalínan komin
Skoðið laxdal.is/London Calling
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Verðlækkun hjá okkur
sl. 12 mánuði er 15-20%
30%
afsláttur af völdum
GERRY WEBER
fatnaði