Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 56

Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 56
Morgunblaðið/Golli Snjóhlébarði prýðir dökkbláar umbúðirnar utan um nýjasta vetrarsúkkulaði Omnom. U pphaflega vorum við bara að þróa nýtt hvítt súkkulaði en þegar við vor- um byrjuð að gera grunninn átt- uðum við okkur á að hann myndi henta vel í jólasúkkulaði. Og þá fór- um við að hugsa: „Hvað tengir okkur við jólin, við æskuna og vetrartímann?“ Og malt og app- elsín kom alltaf upp hjá okkur í hugmyndavinnunni, aft- ur og aftur,“ útskýrir Hildur, sem er himinlifandi með útkomuna eftir mikla tilraunavinnu. „Þegar við próf- uðum að setja rifinn appelsínubörk í súkkulaðið ásamt ristuðu malti fundum við að þarna var komið rosalega skemmtilegt bragð. En okkur fannst samt eitthvað vanta. Þá var prófað að setja kanil í súkkulaðið og mis- mikið af honum. Og svo var smakkað aftur og aftur þar til rétt magn var komið. Að lokum var saltaðri kara- mellu bætt við, þar var rétta áferðin fundin og þá viss- um við að þarna væru jólin komin,“ segir Hildur, sem viðurkennir að þetta sé ansi skemmtilegur hluti af vinnu hennar – að taka þátt í þróunarvinnunni og fá að smakka sig áfram. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Omnom sendir frá sér vetrarsúkkulaði því það er árleg hefð. „Hugmynd okkar er að gera vetrarsúkkulaði fyrir hvert ár. Núna í ár erum við þriggja ára en þetta er samt fjórða vetrar- súkkulaðið okkar því við gerðum tvær tegundir árið 2014, við gátum ekki gert upp á milli,“ segir Hildur og hlær. En hvað verður um vetrarsúkkulaðið eftir vetur- inn? „Það fylgir þessu alltaf svolítil sorg þegar upplagið klárast og vetrarsúkkulaðið hverfur af markaði því það getur verið uppáhald sumra. Þess vegna ætlum við núna að framleiða smá skammt af jólasúkkulaði fyrri ára og selja í búðinni okkar úti á Granda,“ segir Hildur, sem hefur orðið vör við mikla eftirspurn eftir t.d. öðru jóla- súkkulaðinu sem framleitt var árið 2014. Aðdáendur þess ættu því að geta nælt sér í skammtinn sinn þetta árið og skoðað glæsilega verslun Omnom í leiðinni. Viðskiptavinurinn fær að smakka og fylgjast með Hildur segir starfsfólk Omnom hafa lagt mikla áherslu á að gera verslunina úti á Granda skemmtilega. Búðin er í sama húsnæði og verksmiðjan, en glerveggir aðskilja verslunina og verksmiðjuna. „Já, við erum með glugga inn í verksmiðjuna þannig að viðskiptavinir geta komið í búðina og séð hvernig súkkulaðið verður til. Við erum þau einu á Íslandi sem gera súkkulaði beint úr baun og því er svo skemmtilegt að geta sýnt fólki allt ferlið. Svo bjóðum við alltaf upp á smakk í búðinni þann- ig að fólk veit hvað það er að kaupa. Í leiðinni getur það fræðst um súkkulaðið, upprunann og framleiðsluferlið.“ Spurð að lokum hvað hún myndi drekka með jóla- súkkulaði þessa árs segir Hildur jólabjór passa vel með súkkulaðinu. „Ég myndi para með jólabjór, þeir eru svolítið dökkir og maltaðir. Og kannski frískandi Ries- ling-víni, það gæti verið áhugavert.“ Vetrargóðgæti Smá sorg fylgir þegar jólasúkkulaðið klárast Súkkulaðiframleiðandinn Omnom sendi í október frá sér nýtt vetrarsúkku- laði sem er kryddað með ristuðu malti, rifnum appelsínuberki og saltaðri karamellu. Hildur Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Omnom, segir súkku- laðið eiga að koma öllum Íslendingum í jólastuð. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is „Súkkulaðigerðarmaðurinn Michael velgir létt á formunum með hita- blástursbyssu, svo að temprun súkkulaðsins verði jöfn í formunum.“ Súkkulaðinu er hellt á marmara- borðið, sem er við stofuhita. „Að lokum var saltaðri karamellu bætt við, þar var rétta áferðin fundin og þá vissum við að þarna væru jólin komin.“ Eftir að súkku- laðið er sett í formin er stökku saltkaramellu- kurli stráð yfir. „Með því að dreifa heitu súkkulaðinu fram og til baka á borðinu kólnar það jafnt og þétt og beta-5 kristallar myndast, sem munu hjálpa súkkulaðinu að gefa réttan gljáa og stökkleika, þegar það kólnar,“ útskýrir Hildur. Omnom eru þau einu á Íslandi sem gera súkku- laði beint úr baun. ❄ 56 Jólablað Morgunblaðsins S N Y R T I S T O F A N HAMRABORG 10 SÍMI 554 4414 Gjafakort Alhliða snyrting fyrir konur og karla www.snyrtistofa.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.