Morgunblaðið - 21.12.2016, Blaðsíða 104
104 Jólablað Morgunblaðsins
eftir tíðarandanum. „Ég gerðist al-
veg sek um að gera klassískan
hringlaga krans með greni, gervi-
sveppum og plastberjum í nokkur
ár en núna er ég meira fyrir
skemmtilega uppröðun á bakka
með mismunandi áherslum og er
jafnvel með tvo ólíka bakka á heim-
ilinu“ Þórdís fær innblástur fyrir
jólaskreytingarnar á ferðum sínum
erlendis, en hún starfar í háloft-
unum og er því mikið á ferð og
flugi.
„Ég kaupi kannski einn hlut sem
ég fell fyrir í ákveðnum lit sem set-
ur síðan tóninn fyrir skreyting-
arnar það árið.“ Í ár voru það
túrkisbláir borðstofustólar sem
Þórdís eignaðist nýverið sem
stýrðu örlögum jólakransins 2016.
Spurð um uppáhalds jólaskrautið
sitt segir hún að það sem börnin
hennar hafi komið með heim úr
skólanum í gegnum árin sé þar efst
á lista. Annars sé hún dugleg að
skipta út skrauti og að það sé því
orðið töluvert til.
„Ég þyrfti nú líklega að fara að
grisja aðeins úr jólaskrautinu sem
ég hef sankað að mér í gegnum tíð-
ina. Sumt er samt bara svo tíma-
laust og fallegt og kannski aðeins
kærara manni en annað.“
Það besta við aðventuna að mati
Þórdísar er samveran með fjöl-
skyldunni og að gera vel við sig í
mat og drykk. „Aðventan er yndis-
legur tími og ég hreinlega elska að
vera með kveikt á kertum, hlusta á
jólatónlist og stússast á heimilinu.
Það versta við aðventuna er hins
vegar þegar umferðin fer að þyngj-
ast og það verður erfiðara að skjót-
Þ
egar jólaandinn er
kominn yfir mig
hefst jólaundirbún-
ingurinn hjá mér í
kjölfarið hægt og
rólega og fer svo
stigvaxandi dag frá degi þar til allt
er orðið fagurlega skreytt, kransinn
er klár, nokkrar sortir bakaðar og
gjafirnar innpakkaðar,“ segir Þór-
dís, sem vill þó meina að hún hafi
róast mikið með aldrinum þegar
kemur að jólaundirbúningnum og
að hún kippi sér ekki lengur upp
við það þó svo að einverjir hlutir
fari ekki alveg eins upphaflega stóð
til.
„Ég skreyti heimilið yfirleitt
frekar mikið en hef vanið mig á að
taka út hluti í staðinn svo að
skrautið njóti sín betur,“ segir Þór-
dís spurð um hefðir og venjur í
þeim málum.
Kransinn innblásinn af stól
Þegar talið berst að kransagerð-
inni segist hún sveiflast töluvert
ast á milli staða og stressið fer að
færast yfir mannskapinn. Ég trúi
því hins vegar að við séum öll að
verða rólegri yfir þessum yndislega
tíma og hætt að stunda lífsgæða-
kapphlaupið og farin að líta inn á
við í rólegheitin.“
Gafst upp á jólatrénu
Þórdís og fjölskylda halda ekkert
sérstaklega fast í hefðir þegar kem-
ur að jólahaldinu og viðurkennir
hún að þau séu alltaf opin fyrir því
að breyta til og gera nýja hluti.
„Við hittum þó alltaf stórfjölskyld-
una á fyrsta eða annan í aðventu og
borðum hangikjöt og laufabrauð,
svo hef ég yfirleitt farið á eina jóla-
tónleika á aðventunni. Annars spil-
um við þetta bara eftir stemning-
unni.“
Fjölskyldan setur alltaf upp
gervijólatré en Þórdís játar það
fúslega að hafa gefist upp ein jólin
eftir að heimilið fylltist af óboðnum
gestum sem fylgdu trénu. „Þegar
svo barrið féll út um allt þá var
mér endanlega nóg boðið, síðan þá
hefur alltaf verið gervijólatré. Mig
dreymir reyndar um að eignast tré
með áföstum seríum sem þarf bara
Heldur
ekki of fast
í hefðirnar
Þórdís Harpa Lárusdóttir flugfreyja er komin
vel á veg með undirbúning jólanna, en hún
segir jólaandann koma yfir sig í nóvember.
Hún safnar meðal annars innblæstri fyrir há-
tíðina á ferðalögum sínum um heiminn.
Kolbrún Pálína Helgadóttir | kolbrun@mbl.is
„Ég trúi því hins
vegar að við
séum öll að
verða rólegri yfir þessum
yndislega tíma og hætt
að stunda lífsgæða-
kapphlaupið og farin að
líta inn á við í rólegheit-
in.“
❄