Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 104

Morgunblaðið - 21.12.2016, Side 104
104 Jólablað Morgunblaðsins eftir tíðarandanum. „Ég gerðist al- veg sek um að gera klassískan hringlaga krans með greni, gervi- sveppum og plastberjum í nokkur ár en núna er ég meira fyrir skemmtilega uppröðun á bakka með mismunandi áherslum og er jafnvel með tvo ólíka bakka á heim- ilinu“ Þórdís fær innblástur fyrir jólaskreytingarnar á ferðum sínum erlendis, en hún starfar í háloft- unum og er því mikið á ferð og flugi. „Ég kaupi kannski einn hlut sem ég fell fyrir í ákveðnum lit sem set- ur síðan tóninn fyrir skreyting- arnar það árið.“ Í ár voru það túrkisbláir borðstofustólar sem Þórdís eignaðist nýverið sem stýrðu örlögum jólakransins 2016. Spurð um uppáhalds jólaskrautið sitt segir hún að það sem börnin hennar hafi komið með heim úr skólanum í gegnum árin sé þar efst á lista. Annars sé hún dugleg að skipta út skrauti og að það sé því orðið töluvert til. „Ég þyrfti nú líklega að fara að grisja aðeins úr jólaskrautinu sem ég hef sankað að mér í gegnum tíð- ina. Sumt er samt bara svo tíma- laust og fallegt og kannski aðeins kærara manni en annað.“ Það besta við aðventuna að mati Þórdísar er samveran með fjöl- skyldunni og að gera vel við sig í mat og drykk. „Aðventan er yndis- legur tími og ég hreinlega elska að vera með kveikt á kertum, hlusta á jólatónlist og stússast á heimilinu. Það versta við aðventuna er hins vegar þegar umferðin fer að þyngj- ast og það verður erfiðara að skjót- Þ egar jólaandinn er kominn yfir mig hefst jólaundirbún- ingurinn hjá mér í kjölfarið hægt og rólega og fer svo stigvaxandi dag frá degi þar til allt er orðið fagurlega skreytt, kransinn er klár, nokkrar sortir bakaðar og gjafirnar innpakkaðar,“ segir Þór- dís, sem vill þó meina að hún hafi róast mikið með aldrinum þegar kemur að jólaundirbúningnum og að hún kippi sér ekki lengur upp við það þó svo að einverjir hlutir fari ekki alveg eins upphaflega stóð til. „Ég skreyti heimilið yfirleitt frekar mikið en hef vanið mig á að taka út hluti í staðinn svo að skrautið njóti sín betur,“ segir Þór- dís spurð um hefðir og venjur í þeim málum. Kransinn innblásinn af stól Þegar talið berst að kransagerð- inni segist hún sveiflast töluvert ast á milli staða og stressið fer að færast yfir mannskapinn. Ég trúi því hins vegar að við séum öll að verða rólegri yfir þessum yndislega tíma og hætt að stunda lífsgæða- kapphlaupið og farin að líta inn á við í rólegheitin.“ Gafst upp á jólatrénu Þórdís og fjölskylda halda ekkert sérstaklega fast í hefðir þegar kem- ur að jólahaldinu og viðurkennir hún að þau séu alltaf opin fyrir því að breyta til og gera nýja hluti. „Við hittum þó alltaf stórfjölskyld- una á fyrsta eða annan í aðventu og borðum hangikjöt og laufabrauð, svo hef ég yfirleitt farið á eina jóla- tónleika á aðventunni. Annars spil- um við þetta bara eftir stemning- unni.“ Fjölskyldan setur alltaf upp gervijólatré en Þórdís játar það fúslega að hafa gefist upp ein jólin eftir að heimilið fylltist af óboðnum gestum sem fylgdu trénu. „Þegar svo barrið féll út um allt þá var mér endanlega nóg boðið, síðan þá hefur alltaf verið gervijólatré. Mig dreymir reyndar um að eignast tré með áföstum seríum sem þarf bara Heldur ekki of fast í hefðirnar Þórdís Harpa Lárusdóttir flugfreyja er komin vel á veg með undirbúning jólanna, en hún segir jólaandann koma yfir sig í nóvember. Hún safnar meðal annars innblæstri fyrir há- tíðina á ferðalögum sínum um heiminn. Kolbrún Pálína Helgadóttir | kolbrun@mbl.is „Ég trúi því hins vegar að við séum öll að verða rólegri yfir þessum yndislega tíma og hætt að stunda lífsgæða- kapphlaupið og farin að líta inn á við í rólegheit- in.“ ❄
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.