Morgunblaðið - 21.12.2016, Page 88

Morgunblaðið - 21.12.2016, Page 88
Á jólaborðinu í ár verða kristalsglösin frá Frederik Bagger og stellið frá Royal Copenhagen í stóru hlutverki. „Já, á borðinu eru diskar og skálar frá Royal Copenhagen, svolítið gamaldags hnífapör frá Georg Jen- sen, glös frá Frederik Bagger og stór vasi frá Georg Jensen. Í vasanum er svo trjágrein úr garðinum,“ segir Þórleif, eða Þóra eins og hún er gjarnan kölluð. Á borðinu eru svo litlar kristalsskálar með pökkum. Aðspurð út í það segir Þóra þetta vera hefð á sínu heimili. „Af því að við viljum ekki kýla okkur út af möndlugraut fyrir matinn þá hef ég bara gert það þannig að ég set lítinn graut í skálina, bara upp á stemninguna, en svo er ég með litla pakka í annarri skál. Þeir eru misstórir en allir í eins pappír og í ein- um er mandlan fyrir möndlugjöfina. Þetta er orðið okkar hefð.“ Stekkur út í garð og nær í skraut Eins og áður sagði náði Þóra í trjágrein í garðinum til að setja í stóra vasann frá Georg Jensen. „Mér finnst voðalega skemmtilegt, allavega síðustu ár, að nota greinar og mosa úr garðinum og önnur náttúru- efni. Eftir að ég fékk þess köngla sem eru á borðunum þá hafa þeir leikið stórt hlutverk. Svo nota ég líka mik- ið kanilstangir og oft glimmer með. Ég vel bara hluti af handahófi til að skreyta með, eftir því hvernig stuði ég er í,“ segir Þóra. En svo til móts við grófar trjágreinar og annað í þeim dúr er Þóra með gyllt og silfrað skraut víða heima hjá sér, t.d. hangandi á jólatrénu og á speglinum fyrir ofan borðstofuborðið. „Óróarnir á speglinum eru frá Georg Jensen. Ég hef verið að safna svona einum og einum, ef mér finnst þeir virkilega fallegir þá hef ég keypt. Ég fékk svo einhverja í arf frá ömmu og sumt í gjöf. Óróinn í ár er einstaklega fallegur þannig að hann er að sjálfsögðu kominn í hús,“ segir Þóra og hlær. Í ár ákvað hún að hafa rauða litinn gegnum- gangandi heima hjá sér um jólin en í fyrra var það hvítt. „Stundum hef ég nefnilega skipt um borða á óró- unum og í fyrra voru þeir hvítir. Svo er ég með skraut frá Rosendahl á trénu, þetta er hönnun eftir Karen Blixen. Eftir því sem börnin mín eru orðin eldri hafa þau hætt að setja sitt skraut á tréð og þá hef ég fjár- fest í aðeins dýrara skrauti, eins og þessu frá Rosen- dahl. Þau er hægt að fá í gulli eða silfri og það fylgir borði með. Svo er ég alltaf með sömu seríuna á trénu og svo annað skraut. Ég hef stundum prjónað kúlur á tréð en núna er ég með litla glersnjóbolta,“ segir Þóra, sem hefur safnað ýmsum fallegum jólamunum í gegn- um tíðina, sérstaklega síðan hún hóf störf hjá Lífi & list í Smáralind. „Það eru til svo margir fallegir hlutir hjá okkur.“ Uxahalasúpa og heimsókn frá jólasveininum Spurð nánar út í jólamatinn segir Þóra forréttinn vera fasta hefð á sínu heimili en aðalrétturinn er ekki alltaf sá sami. „Uxahalasúpan er í forrétt, hún verður alltaf að vera. En aðalrétturinn er aldrei sá sami, í fyrra vorum við með hreindýr en stefnum á að hafa rjúpur í ár, sem maðurinn minn veiðir. Svo er það eftirrétturinn, ég er alveg hætt að leggja á borð fyrir eftirréttinn því það hefur enginn lyst á honum strax eftir að hafa gætt sér á öllum þessum kræsingum. Hann er yfirleitt borðaður seinna með pökkunum. Hingað til hef ég oftast verið með kirsuberja-soufflé.“ Uxahalasúpan er ómissandi hefð fyrir Þóru og fjöl- skyldu, en eru þau með einhverjar aðrar jólahefðir? „Já, eftir að jólasveinarnir hættu að koma til okkar dagana fyrir jól og gefa í skóinn þá hefur bara einn komið til okkar á Þorláksmessunótt. Þó að börnin mín séu rúmlega tvítug og eitt átján ára er þetta voða skemmtilegt. Að vísu flutti eitt að heiman í ár og ég á eftir að láta jólasveininn vita af því,“ segir Þóra og hlær. „Þá setja allir skóinn út í glugga og svo fáum við eitthvað fallegt í skóinn þessa einu nótt, þannig að við höldum aðeins í jólasveininn,“ segir hún að lokum. Jólaandinn á heimilinu Morgunblaðið/Eggert Möndlugrauturinn er bara upp á stemninguna Þórleif Sigurðardóttir, grafískur hönnuður og útstillingahönnuður hjá Lífi & list í Smáralind, er sannkallaður fagurkeri og hefur gaman af því að gera fínt í kringum sig. Þegar jólin ganga í garð fær allt fína stellið og fallega skrautið sem hún hefur safnað í gegnum árin að njóta sín í botn. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is „Að vísu flutti eitt að heiman í ár og ég á eftir að láta jóla- sveininn vita af því.“❄ Rauði liturinn er gegnum- gangandi hjá Þóru í ár eins og sjá má á borð- skreytingunni og í óróun- um frá Georg Jensen. Þóra og fjölskylda snæða jólamatinn af Royal Copenhagen-stelli. Þórleif Sigurðardóttir er menntaður grafískur hönnuður og útstill- ingahönnuður. Hún starfar í Líf & list við útstillingar. Í einhverri skál- inni frá Frederik Bagger leynist möndlugjöfin. 88 Jólablað Morgunblaðsins Hallveigarstíg 10a • 101 Reykjavík Sími 551 2112 • www.ungfruingoda.is kr. 8.990 Léttir og liprir með nóg af hólfum. Tilvaldir í skólann. Bakpokar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.