Morgunblaðið - 21.12.2016, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 21.12.2016, Blaðsíða 92
92 Jólablað Morgunblaðsins Sérverslun með kvenfatnað og gjafavöru Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 - www.facebook.com/spennandi F yrirkomulagið hjá Ásu og Emil er svolítið sérstakt og skemmti- legt en þau hafa aðeins einu sinni borðað jólamatinn saman þrátt fyrir að hafa verið par í næstum áratug. „Við Emil höfum búið saman erlendis öll okkar samvistarár, eða alls níu talsins. Við komum bæði frá stórum og góðum fjölskyldum sem taka á móti okkur með opnum örmum þegar við lendum á klakanum og því höfum við bæði haldið jólin í mömmufangi. Þegar maður býr svona í burtu vill maður bara fá sínar jólahefðir og matinn sem maður er alinn upp við. Fjarlægðin gerir fjöllin blá. En eftir kvöldmatinn höfum við Emil svo hist og opnað gjafirnar saman. Okkur þykir þetta fyrirkomulag mjög rómantískt og jólin okkar eru þau bestu. Í fyrra borð- uðum við þó jóla- steikina saman í fyrsta skipti og það var líka yndislegt,“ útskýrir Ása. Þetta árið verður fyrir- komulagið samt svo- lítið frábrugðið þar sem þau eignuðust nýverið sitt annað barn. „Já, núna er- um við komin með tvö börn og því bjóð- um við fjölskyldunni heim í mjög marg- mennt og góðmennt aðfangadagskvöld í Garðabænum.“ Það er alltaf mikið líf og fjör í kringum fjölskyldu Ásu en hún á fimm systkini. „Við erum sex syst- kini auk mömmu, maka og barna. Mamma sá alltaf um að elda ofan í mannskapinn en nú hefur Gunnar Már mágur minn tekið við keflinu og eldar jólamatinn fyrir okkur öll af sinni stöku snilld – og ég sé um skreytingarnar. Jólin okkar í dag eru ekki ósvipuð því sem við systkinin ólumst upp við enda erum við sannfærð um að þetta séu bestu jól- in í bænum!“ Skötuveisla og Köben ómissandi Ása segir lífið úti á Ítalíu hafa orðið til þess að þau kunna betur að meta ís- lensku jólin. „Núna erum við farin að sjá alla íslenska jólasiðina, matinn og hefðirnar sem það besta í heimi.“ En hvaða jólahefðir eru Ásu ómissandi? „Skötuveislan á Þorláksmessu er alveg ómissandi. Og svo hef ég farið í að- ventuferð til Kaupmannahafnar undanfarin ár með kærum vinkonum, það er ótrúlega ljúft á þessum árstíma.“ Að lokum rifjar Ása upp eftirminnilegustu jólin sín. „Það eru líklegast fyrstu jólin okkar Emils sem kærustupar. Hann gaf mér ósköpin öll af jólagjöfum og það var svo gaman að sjá hann í fyrsta skipti prúðbúinn í jakkafötum.“ „Okkur þykir þetta fyrir- komulag mjög rómantískt“ Ása María Reginsdóttir er búsett á Ítalíu ásamt eiginmanni sínum, Emil Hallfreðssyni, og börnum þeirra tveimur. En þau hjón koma alltaf til Íslands til að halda jólin og þykir ómissandi að halda í gamlar jólahefðir sem þau ólust upp við og njóta jólanna með sínum nánustu. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is Ljósmynd/Sigrún Valgerður Magnúsdóttir Emanuel og Andrea. „Í fyrra borðuðum við þó jóla- steikina saman í fyrsta skipti og það var líka yndislegt.“ ❄ Jólin á Íslandi Ásu og Emil þykir ómissandi að koma til Íslands til að halda jólin. Emanuel, sonur Ásu og Emils, ásamt litlu systur sinni sem kom í heiminn í febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.