Morgunblaðið - 21.12.2016, Síða 52

Morgunblaðið - 21.12.2016, Síða 52
52 Jólablað Morgunblaðsins ½-1 dl eplaedik safi úr ½ sítrónu 3-5 msk. hrásykur eftir smekk Allt sett saman í pott og soðið við vægan hita í 40 mín. Geymist vel í lokaðri krukku í ís- skáp. Kartöflubátar í ofni Skerið bökunarkartöflur í báta, penslið þær með smáolíu og stráið yfir þær grófu salti. Bakið í ofni við 180 °C í 20 mín. Grænt grænmeti Léttsjóðið strengjabaunir og spergilkál í söltu vatni. Gott er að setja örfáa dropa af góðri olífuolíu og sítrónusafa yfir baunirnar og brokkolíið. Sveppasúpa með aspas, brauðteningum og truffluolíu 1 l vatn, soðið 3 teningar sveppakraftur 4 msk. olía 3 skalottlaukar, fínt skornir 250 g ferskir blandaðir sveppir ½ dl hvítvín 2 msk. ferskt timjan 400 ml möndlurjómi 1 msk. hveiti 1 dl vatn salt og svartur pipar Leysið upp sveppakraft í heitu vatni. Mýkið skalottlauk í potti og setjið síðan sveppina út í og látið þá brúnast aðeins. Hellið hvítvíni og timian yfir. Setjið sveppasoðið út í pottinn og möndlurjómann. Hitið saman. Hristið saman í krukku hveiti og vatn og þykkið súpuna með því. Smakkið til með salti og pipar. Ef vill má veiða helminginn af sveppunum upp úr pottinum og mauka þá í matvinnsluvél. Það gerir súpuna bragðmeiri. Brauðteningar Steikið 2 brauðsneiðar á báðum hliðum upp úr vel heitri olíu. Skerið sundur 1 hvítlauksrif og og nuddið brauðsneiðarnar með hvít- lauknum. Skerið brauðið í litla bita. Látið kólna, brauðteningarnir geymast vel í lokuðu boxi í ísskáp í viku. Léttsjóðið ferskan aspas söltu vatni, skerið hann fallega og setjið út í súpuna. Dreypið nokkrum dropum af truffluolíu yfir hvern disk ef vill. Hnetubuff 1 hnetusteik frá Móður náttúru. Setjið hnetusteikina frosna í ofn- inn og bakið hana í 40 mín. v. 160 °C. Látið hnetusteikina kólna vel. Hún geymist vel í ísskáp í þrjá daga ef hún er bökuð. Hnoðið hnetusteikina í höndunum og mótið úr henni 3 buff. Veltið þeim upp úr möndluflögum og steikið þau á heitri pönnu í u.þ.b. 3 mínútur á hvorri hlið. Sætkartöflumús Pikkið nokkur göt á eina meðal- stóra sæta kartöflu og bakið í um 40- 50 mínútur. Það er upplagt að baka hana um leið og hnetusteikina. Látið mesta hitann rjúka úr sætu kartöflunni, skerið hana í tvennt og skafið innan úr henni með skeið. 1 meðalstór sæt kartafla, bökuð og maukuð 1 msk. ólífuolía 1 væn lúka ferskt basil, saxað safi úr ½ límónu smásalt og svartur pipar Allt hrært saman. Geymist vel í 5 daga í kæli. Grænbaunamús ½ l soðið vatn 100 g frosnar grænar baunir 1 tsk. sítrónusafi 2 msk. vatn 1 msk. olífuolía 2 msk. steinselja, fínt söxuð salt og svartur pipar Hellið heitu vatni yfir frosnar baunirnar og látið þær standa í 5 mínútur. Sigtið vatnið vel frá baununum. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel saman. Geymist vel í lokuðu boxi í 5 daga í kæli. Frönsk sósa með vínberjum 2 msk. olía 2 skalottlaukar, fínt skornir 2 hvítlauksrif, fínt skorin 2 msk. Dijon-sinnep 1 tsk. grænmetiskraftur 400 ml hafrarjómi 1 tsk. provencal-krydd 1 tsk. piparblanda 2 msk. sítrónusafi eða skvetta af hvítvíni 10 vínber, skorin í tvennt Hitið olíuna í potti og mýkið ska- lottlaukinn og hvítlaukinn. Setjið út í Dijon-sinnep og hrærið saman. Bætið hafrarjómanum og grænmetiskraftinum út í og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og bætið út í kryddi, sítrónusafa og vín- berjum. Bakað rótargrænmeti Afhýðið og skerið í fallega bita sellerírót gulrætur rauðrófur kartöflur Raðið grænmetinu á ofnskúffu, gott er að hafa bökunarpappír undir. Penslið með smáolíu og stráið yfir grófu salti. Bakið í 25 mínútur v. 170 °C. Appelsínuhrákaka með súkkulaði og berjasósu Botn 200 g döðlur (leggja í bleyti í kort- er til að mýkja þær) 2 bollar möndlur (leggja í bleyti daginn áður, sigta og hreinsa næsta dag og gjarnan þurrka í ofni í 5 mín. á 160 – láta svo kólna að- eins aftur) Blanda saman í matvinnsluvél þar til nokkuð fínt, má setja 1-2 msk. af vatni ef þetta er allt of þurrt. Setja smjörpappír í bökuformið, setja botninn á og jafna vel. Fylling 3 bollar kasjúhnetur (leggja í bleyti daginn áður, sigta og hreinsa næsta dag, á að fara blautt í matvinnsluvélina) 1/3 bolli agave-síróp ½ bolli kókosolía (mjúk/fljótandi) 1 tsk. vanilluduft safi úr ½ sítrónu safi úr 1 appelsínu 1 msk. fínt rifin appelsínubörkur (lífrænn) Setjið allt í matvinnsluvélina og- látið vinna eins fínt og hún gerir, færið yfir í blandarann og blandið þar til silkimjúkt. Setjið fyllinguna á botninn og kælið. Krem ½ bolli agave-síróp ½ bolli kakóduft ¼ bolli kókosolía (mjúk/fljótandi) Hrært saman, má setja smá af vatni ef kremið er of þykkt. Smyrja kreminu á þegar tertan er orðin nógu köld svo kremið og fyll- ingin blandist ekki saman, láta kremið svo stífna í kæli áður en hún er skorin. Þessi terta geymist vel í frysti svo það er alveg óhætt að gera hana með góðum fyrirvara. En þá er betra að setja súkkulaði- kremið og fersku hindberin á tert- una daginn sem hún er borin fram. Berjasósa 100 g blönduð frosin ber ½ dl appelsínusafi 2 msk. agave-síróp Allt sett í blandara og maukað vel saman. „Mig langaði að gera uppskriftir sem allir gætu gert á auðveldan máta og slegið í gegn um jólin þegar allir vegan-ungarnir mæta heim í jólamatinn.“ Appelsínuhrákaka með súkkulaði og berjasósu. ❄ Morgunblaðið/Árni Sæberg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.