Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Page 30

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Page 30
Móðurmjólkin er besta fæðan sem hver móðir getur veitt nýfæddu barni sínu Á undanfömum árum hefur mikið verið ritað um brjóstagjafir og jafn- an bent á mikilvægi hennar fyrir barnið. í Hjúkrun, 1. tbl., 1981, rit- aði María Heiðdal, heilsuverndar- hjúkrunarfræðingur, ágætisgrein um brjóstagjafir. Lagði hún þar m. a. áherslu á eðli brjóstamjólkur- gjafarinnar og næringargildi brjóstamjólkur. Einnig hafa nýlega verið gefnar út tvær bækur sem í eru kaflar um þetta efni, „Ung- barnið" eftir Önnu Maríu Ólafs- dóttur og Maríu Heiðdal og „Brjóstamjólk og barnamatur" eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Þá hefur Heilsuverndarstöð Reykjavíkur gefið út bækling: „Góð ráð við brjóstagjöf' og er hann nú í endur- skoðun fyrir nýja útgáfu. Tilgangurinn með þessum pistli mínum er að hvetja heilbrigðis- starfsmenn til þess að fræða for- eldra sem mest um gildi brjósta- mjólkurgjafar. Læknar, Ijósmæður og hjúkrunarfræðingar þurfa að vera samtaka í þ'ví að fylgjast með hvernig best er að koma fræðslunni á framfæri og jafnframt að fylgjast með nýjungum og rannsóknum á þessu sviði. Gildi brjóstamjólkur í dag vitum við að brjóstamjólk hefur að geyma þau næringarefni sem best henta barninu fyrstu sex mánuðina. Frjá sjónarmiði ýmissa líffræðilegra þátta eins og ofnæmis- áhrifa, sýkingavarna, viðkvæmni meltingaríæra og varna gegn offitu hentar brjóstamjólkin best. Barnið 24 HJÚKRUN '/m - 60. árgangur / tilefni af því að þetta tölu- blað Hjúkrunar er tileinkað börnum fór ritstjórn blaðsins þess á leit við Eddu Árna- dóttur, heilsuverndarhjúkr- unarfrœðing, að skrifa pistil um brjóstagjafir. nýtir næringarefni móðurmjólkur- innar til fulls. Þá er það líka mikil andleg uppörvun fyrir barnið að vera á brjósti og stuðlar líka að nánara sambandi milli móður og barns. Einnig hefur það umtals- verða kosti fyrir móðurina að hafa barn sitt á brjósti. Mjólkin er alltaf til staðar og líkami konunnar geng- ur betur saman og nær sér fyrr eftir fæðinguna en ella. Á undanförnum árum hafa heil- brigðisstarfsmenn, læknar, ljós- mæöur og hjúkrunarfræðingar, hvatt mæður til þess að hafa börn sín á brjósti. Hefur orðið veruleg breyting til batnaðar á síðasta ára- tug þannig að mæður hafa börn sín sífellt lengur á brjósti og þeim börnum fækkar sem hafa pela frá fæðingu eins og meðfylgjandi línu- rit sýnir. Brjóstagjöf íslenskra kvenna fyrr á öldum Nokkrar upplýsingar liggja fyrir um venjur íslenskra mæðra fyrr á tím- um um brjóstagjöf. í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Páls- sonar, sem út kom árið 1772, er farið nokkrum orðum um hversu mikill ungbarnadauðinn er og reynt að rýna í orsakirnar að baki, en þess má geta að Bjarni Pálsson var læknir. Segir í ferðabókinni, að ís- lenskar mæður hafi börn sín yfir- leitt ekki lengur á brjósti en 1-3 daga. „Það er einungis neyðin, sem knýr fátækustu konurnar í ver- stöðvum og við sjávarsíðuna til þess að hafa börn sín lengur á brjósti.“ Því var trúað, að kúamjólk væri besta fæðan og efnaðra fólk bætti hana jafnvel með rjóma. Ekki voru mjólkin og rjóminn flóuð. Ekki er mér grunlaust um, að enn eimi eftir af þessari trú á kúamjólk. Sama mætti ef til vill einnig segja um ýmsa aðra fæðu fyrir ungbörn. Segja þeir Eggert og Bjarni í ferða- bók sinni, að börn séu vanin á að éta kjöt og fisk frá 3-4 mánaða aldri með því að það er tuggið í þau. Hliðstæð tilhneiging finnst

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.