Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 16
skyldunni í hjúkrunaráætlunum á þessum deildum
(Carter, 1991; Eydís Sveinbjarnardóttir,1996).
Komið hefur í ljós að fjölskyldur vilja vera þátt-
takendur í meðferð ástvina sinna og liafa reglulegt
samband við meðferðaraðila á sjúkrastofnunum. Þær
hafa ennfremur leitt í ljós að þegar fjölskylda sjúk-
lings er með í ráðum varðandi meðferð vegnar við-
komandi betur, nær að jafnaði fyrr bata og batinn
varir lengur (Bartol, Moon og Linton, 1994; Eydís
Sveinbjarnardóttir, 1993).
Hjúkrunarfræðingum ætti að vera ljós þörfin á að
skilja tengslin milli starfhæfni fjölskyldna, heilbrigðis
og veikinda. Fjölskyldan er jú nánasta félagslega um-
hverfið. Þaðan má vænta mestrar streitu en einnig
mesta stuðnings, ef svo má að orði komast. Hjúkrun-
arfræðingar eru oftar en ekki tengiliðir inilli skjól-
stæðinga og fjölskyldna þeirra, en einnig oft á milli
fjölskyldu og heilbrigðiskerfisins (Eydís Sveinbjarn-
ardóttir, 1991; Wright og Leahey 1990).
Stefnur í íjölskylduþjónustu
Eiginleg fjiilskyldumeðferð er flókin í framkvæmd og
ýmsar meðferðarstefnur hafa verið ráðandi í tímans
rás. Ekki verður farið nánar vit í það hér, en þess má
geta að þær kringumstæður geta skapast að hjúkr-
unarfræðingur meti aðstæður sjúklings þannig að
fjölskyldumeðferðar sé þörf. Hjúkrunarfræðingurinn
vísar þá skjólstæðinguin sínum til fjölskyldumeðferð-
araðila, Jiar sein eiginleg fjölskyldumeðferð er ekki í
verkahring starfsmanna á bráðadeildum.
I fræðiritum hafa ýmis hugtök verið notuð sitt á
hvað um fjölskyldujijónustu. Erlendis hafa hjúkrun-
arfræðingar sett fram kenningar sem auka þátttöku
fjölskyldna í heilbrigðisþjónustunni (Wright og
Lealiey, 1990). Friedmann (1989) skiptir fjölskyldu-
hjúkrun í þrjú stig, sem hún segir öll jafn mikilvæg.
Hún talar um einstaklingsstig (individual level), sam-
skiptastig (interpersonal level) og fjölskyldukerfi
(family system level).
Seinni tíina höfundar tala um að tvær aðalstefnur
séu ríkjandi, fjölskylduhjúkrun og fjölskyldukerfa-
hjúkruu (Wriglit og Leahey, 1990). Greinarmunur
hefur verið gerður á þessum tveimur klínísku nálgun-
um (nursing practises).
Fjölskylduhjúkrun er skijit í tvö stig. Annars veg-
ar er einstaklingurinn í forgrunni og fjölskyhlan í bak-
grunni, Jiá er einstaklingurinn aðalviðfangsefnið. Hins
vegar er ljölskyldan í forgrunni en einstaklingurinn í
bakgrunni og er Jiá fjölskyldan aðalviðfangsefnið.
Segja má að fjölskyldukerfahjúkrun sé sameining
nokkurra kenninga, Ji.e. hjúkrunar-, kerfa-, stýri-
(cyberneties) og fjölskyldumeðferðarkenninga. I fjöl-
skyldukerfahjúkrun er litið á fjölskylduna sem heild.
Aherslan er stöðugt lögð hæði á einstaklinginn og fjöl-
skylduna og á víxlverkun og gagnverkun (interaetion
og reciprocity) einstaklinga innan hennar. Fjölskyld-
an sem eining er í brennidepli.
Til að fá upjvlýsingar um gagnkvæm tengsl (víxl-
verkun) allra í fjölskyldunni er áhersla lögð á sam-
skipti og tengsl innan fjölskyldunnar (Wright og
Leahey, 1990).
Framtíðarsýn
Aherslur í meðferð geðsjiikra fóru að breytast ujjjj úr
1950. Fyrir þann tíma voru geðsjúkir oft og tíðum
vistaðir á hælum til langframa fjarri fjölskyldunni.
Það Jiótti jafnvel auka á vanlíðan hins geðsjúka ef
heimsóknir aðstandenda voru of tíðar (Eydís Svein-
bjarnardóttir, 1996).
Áður var foreldrum meinað að dvelja hjá börnum
sem þurftu að liggja á sjúkrahúsi nema e.t.v. í eina
klst. á dag. Viðkvæðið var oft: „Vertu ekkert að
koma svona oft, liann er svo miklu rólegri Jtegar þú
kemur ekki“. Nú er Jjetta breytt og aðstandendum
frjálst að dvelja að vild hjá börnum sínum á sjúkra-
deild. I raun er reiknað með Jjeim á sjúkrahúsunum
og Jjað hefur vakið bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð.
Sumum foreldrum finnst til of mikils ætlast af þeim,
en aðrir eru ánægðir. Þarna gildir að ujjjjlýsingaflæði
og samskipti milli heilhrigðisstarfsfólks og aðstand-
enda séu í lagi.
Heilbrigðisstarfsfólk er oft illa undir Jjað húið að
bregðast á viðeigandi hátt við áhyggjum fjölskyldna
skjólstæðinga sinna. Það þarf ekki að taka Jjað fram
að fyrstu sainskijjti starfsfólks við fjölskyldur eru
mjög mikilvæg. Nauðsynlegt er að byggja meðvitað
ujjjj traust í byrjun meðferðar. Þegar J»ví er náð er
liægt að byrja á fræðslu um sjúkdóminn. Þetta getur
tekið langan tíma og reynir á Jiolinmæði meðferðar-
aðila. Hjúkrunarfræðingar ættu í rauninni að kalla
eftir hugmyndum ættingja í tengslum við meðferð. I
raun ætti að líta á fjölskylduna sem virka þátttak-
endur í meðferð og ákvarðanatöku í tengslum við
meðferð, endurhæfingu og stuðningshópa (Bartol og
íl., 1994; Stuart og Sundeen, 1991). Eins og áður
hefur komið fram hafa kannanir leitt í ljós að fjöl-
skyldur vilja taka þátt í meðferð og hafa regluleg
samskipti við meðferðaraðila á sjúkrastofnunum.
Hins vegar virðast fáar sjúkrastofnanir reikna með
þátttöku fjölskyldunnar í meðferðinni (Bartol og fl.,
1994; Tennant, 1993).
Mikilvægt er að gefa allri fjölskyldunni kost á að
tjá tilfinningar sínar um sjúkdóm ástvina sinna, um-
önnunarhlutverkið og hvernig ástandið hefur áhrif á
líf þeirra. Margir hafa áhyggjur af framtíðinni og
verða fyx-ir vonbi-igðum Jjegar meðferð ber ekki til-
ætlaðan árangur. Mikilvægt er að aðstoða fólk við að
takast á við Jjessar tilfínningar og styrkja aðlögunar-
leiðir Jjess. ( Bartol og ÍL, Stuart og Sundeen, 1991).
Áður er komið fram að Jjað getur liaft hæði já-
kvæð og neikvæð áhrif á batahorfur sjúldinga hvern-
ig fjölskylda tekst á við veikindi innan hennar. Rann-
sóknir liafa leitt í ljós að aðstandendur geðfatlaðra
finna oft fyrir sterki'i tilfinningu missis og sorgai',
264
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73.ÁRG. 1997