Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 30
Nokkrir þankar uiii
skuY'S-
-sto{ustÖY'{
Óskað hefur verið eftir að ég taki
saman nokkra jtunkta um margra
áratuga reynslu mína af starfi á
skurðstofu. Eg hef tekið saman J>að
helsta frá Jiví um miðja öldina sem
teljast má frábrugðið þeim vinnu-
háttuin sem viðhafðir eru nú á
tímuni.
Eg lauk hjúkrunarnámi árið
1948 og vann að námi loknu á
Landsþítlanum, Kleppspítala og
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Arið
1952, nánar tiltekið í júní, hóf ég
störf á skurðstofu Landspítalans.
Árið 1954 fluttist ég til Bandaríkj-
anna og starfaði þar á skurðstofu.
Þar kynntist ég ýmsu nýju sem
nýttist mér vel Jiegar ég kom aftur
heim árið 1956 og snéri til starfa á
skurðstofu Landspítalans.
Þó árin séu ekki íleiri en
fjörutíuogfinun þá hafa breyting-
arnar orðið svo miklar að ótrúlegt
er að hægt liafi verið að starfa við
Jiær aðstæður sem |)á voru. Skurð-
stofan var starfrækt á sama gangi
og undirbúningsvinna og sótt-
hrein^un fór fram á. Einnig var öll
aðstaða fyrir starfsfólk á ganginum
Jiannig að vinnuaðstaða var heldur
léleg. Verkaskipting milli lækna og
hjúkrunarfræðinga var svipuð og
nú. Á hverri vakt voru tveir lækn-
ar, ein hjúkrunarkona og einn
hjúkrunarnemi. 011 slys voru með-
höndluð á Landspítalanum Jiar til
Borgarspítalinn tók til starfa árið
1968 og gerðist það oft að l'resta
þurfti aðgerðum vegna stórra slysa
sem þoldu ekki hið.
Það vantaði alltaf hjúkrunar-
konur sem gátu unnið sjálfstætt og
þar af leiðandi urðu vaktir hjá
þeim sein Jiað gátu fleiri. Vaktir
voru langar og hófust t.d. helgar-
vaktir kl. 9 að morgni laugardags
og lauk ekki fyrr en á mánudags-
kvöldum. Eins og áður hefur kom-
ið fram var einn hjúkrunarnemi til
aðstoðar og misjafnt var hve langt
Rebekka Jónsdóttir í skurðstofngall-
anum.
þeir voru komnir í námi Jiannig að
álag og ábyrgð hjúkrunarkvenna
var mikil. Til að byrja með var
engin yfirvinna greidd svo á ýmsu
gekk í kjarabaráttu.
Svo ég snúi mér að faglegu |iátt-
unum vil ég hyrja á undirstöðunni,
sótthreinsuninni. Þegar ég byrjaði
á skurðstofu Landspítalans voru
öll verkfæri sem Jioldu suðu, soðin
í pottum. Þá voru speglunartækin
(scopin) sótthreinsuð í formahni og
sótthreinsivökvar voru einnig not-
aðir. Lítill sótthreinsunarofn, gufa
undir þrýstingi (autoclave), var
fyrir tauið og rafmagnsofn fyrir
skálar og sitthvað fleira, Jiar á
meðal hnífsblöðin sem voru sett í
„reagens“ glös og sótthreinsuð í
rafmagnsofnum. 011 lök og dúkar
voru sótthreinsuð í tínum og seinna
í lökum með sérstöku broti. Fljót-
lega komu nýir autoclavar sem
voru stórkostlegar úrbætur. Salt-
vatn og sykurvatn sem gefið var í
æð, bjugguin við til sjálfar. Vatnið
var eimað á staðnum í sérstöku
eimingartæki, flöskur hreinsaðar,
sykur og salt mælt og sett í ílösk-
urnar, fyllt á með eimaða vatninu
og soðið í sótthreinsunarofni.
„lnfúsjónstæki“ voru einnig
hreinsuð, pökkuð og sótthreinsuð.
Þetta eimingartæki var húið að
þjóna spítalanum frá byrjun. Arið
1954 tók Lyfjaverslun ríkisins að
l'ramleiða vökva og voru það mikl-
ar framfarir í sótthreinsaðri
vökvagerð.
Hanskar voru Jivegnir og
Jmrrkaðir í Jiar til gerðri vél,
hlásnir upp til að sjá mætti hvort
þeir væru heilir og þeir götóttu
hættir. Fyrir notkun voru þeir svo
púðraðir, snúið við svo hægt væri
að komast í Jiá og sótthreinsaðir
eftir að þeim hal'ði verið pakkað.
Bættir hanskar voru ekki notaðir
við uppskurði.
Keyptir voru heihr strangar af
grisju í kompressur, túffur og gifs-
hindi og voru þeir skornir í tré-
stokk sem við kölluðum höggstokk.
Þetta var svo skorið til með hrauð-
liníf sem við hrýndum þegar bitið
Jiraut. Bindin voru skorin í ýmsar
hreiddir og velt upp úr gifsdufti og
rúllað upp. Bómullarpakkar voru
einnig skornir í stokkum og búnir
til tampónar, brunaumhúðir og 11.
Allt saumasilki kom á keflum sem
mælt var í ákveðnar lengdir,
pakkað og sótthreinsað. Allar
saumnálar voru þræddar þar til
um 1960 er seymi fór smátt og
smátt að koma á nálum.
Til að koma ljósu punktunum
að eftir alla Jiessa upptalningu má
minnast á nám í skurðhjúkrun,
sem liófst árið 1958 og var fyrsta
sérnám innan hjúkrunar hér á
landi. Fyrst var Jiað miðað við níu
mánuði en síðar eitt ár. Námið fór
fram í fyrirlestrum hjá hinum
ágætu læknum deildarinnar og
verklega kennslu sá deildarhjúkr-
unarkona um.
Af þessari frásögn má sjá að
aðbúnaður og verkliættir á skurð-
stofu voru með nokkuð frábrugðnu
sniði á sjötta áratugnum en starfs-
í'ólk á skurðstofu á að venjast í
dag. Þrátt fyrir að vinnan liafi oft
verið erfið og lýjandi var hún að
sama skapi gefandi og skenuntileg
og er gaman að minnast Jiess hve
vel hlutirnir gengu fyrir sig. Hugs-
unin á hak við starfið var hin sama
og nú og tel ég mig gæfusama að
liafa fengið tækifæri til að starfa á
jafn gefandi vinnustað og skurð-
stofa Landspítalans var og er von-
andienn.
Reykjavík, júlí 1997
Rebekka Jónsdóttir
278
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA S.TBL. 73. ÁRG. 1997