Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 45
Kjaramál
Kjarasammngar: Félagið gerir kjarasamning við vinnuveitendur hjúkr-
unarfræðinga um kjör og ýmis réttindi hjúkrunarfræðinga. I kjara-
samningi er samið um marga ]»ætti s.s. dagvinnulaun, yfirvinnulaun,
álagsgreiðslur, vinnutíma, ýmis vaktavinnuákvæði, matar- og kaffitíma,
orlof og önnur leyfi, námsleyfi, endurmenntunarkostnað, mat á viðbót-
arnámi, slysatryggingar og fl. I síðustu kjarasamningum var samið mið-
lægt um launaramma og ákveðnar skilgreiningar á störfum í launa-
römmum en síðan eiga fulltrúar félagsins að semja um nánari reglur um
röðun í launaflokka og launaramma á hverri stofnun fyrir sig. Stærsti
kjarasamningur félagsins er við fjármálaráðherra og Reykjavíkurborg
en félagið semur einnig við marga aðra vinnuveitendur, bæði félaga-
samtök, sjálfseignarstofnanir og fyrirtæki. Vinna við kjarasamninga er
mjög tímafrek, bæði sjálf samningavinnan, útreikningar og kynningar
og ekki síður vinna við að túlka og framkvæma gildandi kjarasamning á
samningstímabilinu. Allir félagsmenn, sem þess óska, eiga kost á að
sækja kynningarfundi um kjarasamninga nálægt sinni heimabyggð
stuttu eftir undirritun þeirra. Auk þess geta þeir leitað upplýsinga á
skrifstofu félagsins í síma eða með því að mæla sér mót við hagfræðing
eða formann á skrifstofu. Daglega er afgreiddur fjöldi slíkra fyrirspurna
hjá félaginu.
Ráðningarsamningar: Félagið veitir hjúkrunarfræðingum upplýsingar
og aðstoð við gerð ráðningarsamninga á vinnustöðum. Mikilvægt er að
yfirfara slíka samninga vel og að réttar hjúkrunarfræðinga sé gætt við
gerð þeirra.
Utreikningar: Fyrirspurnir um kjaramál geta, ef best lætur, leitt til
útreikninga sem verða til þess að hjúkrunarfræðingar fá leiðréttingar á
launum. Stundum reynast slíkir útreikningar fordæmisgefandi þannig
að fleiri njóta góðs af. Þess eru dæmi að leiðréttingar á launum hjúkr-
unarfræðinga, sem félagið hefur unnið að, liafa skipt milljónum króna.
Réttindamál: Félagið stendur vörð um ýmis réttindi hjúkrunarfræðinga
s.s. barnsburðarleyfi, veikindarétt, hvíldartíma, lífeyrisrétt og ýmis
ráðningarréttindi.
Lífeyrisinál: Hjúkrunarfræðingar í opinberri þjónustu eiga samkvæmt
lögum að greiða annað hvort í Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga eða A-
deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Allir nýráðnir hjúkrunar-
fræðingar eiga aðild að A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en
þeir hjúkrunarfræðingar sem voru í föstu starfi fyrir 1. janúar 1997
geta fyrir 1. desember 1997 valið á milli aðildar að Lífeyrissjóði hjúkr-
unarfræðinga og A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Félag ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga gætir hagsmuna hjúkrunarfræðinga í lífeyr-
ismálum. Félagið skipar 2 af 4 fulltrúum í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrun-
arfræðinga og Bandalag háskólamanna skipar einn fulltrúa í stjórn Líf-
eyrissjóðs starfsmanna ríkisins en Félag íslenskra hjúkrunai-fræðinga er
stærsta aðildarfélag Bandalags háskólamanna.
Trúnaðarmannakerfi: AUir starfandi hjúkrunarfræðingar í Félagi ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga hafa aðgang að trúnaðarmönnum á vinnu-
stað sínum sem hafa hlotið þjálfun í kjara- og réttindamálum á vegum
félagsins. Trúnaðarmannanámskeið eru haldin tvisvar á ári oft í sam-
starl'i við BHM.
Námskeið um kjaramál fyrir lxjúkrunarstjórnendur: Félagið liefur á
undanförnum árum boðið hjúkrunarstjórnendum að sækja námskeið
um kjaramál. I’essi námskeið hafa verið mjög vel sótt og fyrirhugað er
að halda fleiri slík á næsta ári.
Fulltrúar télagsíns hafa haldið
marga fundi með hjúkrunar-
fræðingum uiða um land á hessu ári
til að kynna og ræða um nyja
kjarasamninga og nýtf launakerfi
hjúkrunarfræðinga. Um 105
hjúkrunarfræðingar eru nú fulltrúar
felagsins í samninganefndum
(aðlögunarnefndum) á u.h.b. 40
stofnunum um allt land.
Á pessu ári hafa fulltrúar
Félags íslenskra hjukrunarfræðinga
og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga
haldið 23 fundi með hjúkrunar-
fræðingum um allt land har sem
kynnfar hafa ueríð breytingar á
lífeyrismálum hjúkrunarfræðinga.
Áætlað er að um 800 hjúkrunar-
fræðingar hafi sóft hessa fundi.
Skenuntiin í tengslum við ráðstefnu
SSN á íslundi huustið 1996.
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73.ÁRG. 1997
293