Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 45
Kjaramál Kjarasammngar: Félagið gerir kjarasamning við vinnuveitendur hjúkr- unarfræðinga um kjör og ýmis réttindi hjúkrunarfræðinga. I kjara- samningi er samið um marga ]»ætti s.s. dagvinnulaun, yfirvinnulaun, álagsgreiðslur, vinnutíma, ýmis vaktavinnuákvæði, matar- og kaffitíma, orlof og önnur leyfi, námsleyfi, endurmenntunarkostnað, mat á viðbót- arnámi, slysatryggingar og fl. I síðustu kjarasamningum var samið mið- lægt um launaramma og ákveðnar skilgreiningar á störfum í launa- römmum en síðan eiga fulltrúar félagsins að semja um nánari reglur um röðun í launaflokka og launaramma á hverri stofnun fyrir sig. Stærsti kjarasamningur félagsins er við fjármálaráðherra og Reykjavíkurborg en félagið semur einnig við marga aðra vinnuveitendur, bæði félaga- samtök, sjálfseignarstofnanir og fyrirtæki. Vinna við kjarasamninga er mjög tímafrek, bæði sjálf samningavinnan, útreikningar og kynningar og ekki síður vinna við að túlka og framkvæma gildandi kjarasamning á samningstímabilinu. Allir félagsmenn, sem þess óska, eiga kost á að sækja kynningarfundi um kjarasamninga nálægt sinni heimabyggð stuttu eftir undirritun þeirra. Auk þess geta þeir leitað upplýsinga á skrifstofu félagsins í síma eða með því að mæla sér mót við hagfræðing eða formann á skrifstofu. Daglega er afgreiddur fjöldi slíkra fyrirspurna hjá félaginu. Ráðningarsamningar: Félagið veitir hjúkrunarfræðingum upplýsingar og aðstoð við gerð ráðningarsamninga á vinnustöðum. Mikilvægt er að yfirfara slíka samninga vel og að réttar hjúkrunarfræðinga sé gætt við gerð þeirra. Utreikningar: Fyrirspurnir um kjaramál geta, ef best lætur, leitt til útreikninga sem verða til þess að hjúkrunarfræðingar fá leiðréttingar á launum. Stundum reynast slíkir útreikningar fordæmisgefandi þannig að fleiri njóta góðs af. Þess eru dæmi að leiðréttingar á launum hjúkr- unarfræðinga, sem félagið hefur unnið að, liafa skipt milljónum króna. Réttindamál: Félagið stendur vörð um ýmis réttindi hjúkrunarfræðinga s.s. barnsburðarleyfi, veikindarétt, hvíldartíma, lífeyrisrétt og ýmis ráðningarréttindi. Lífeyrisinál: Hjúkrunarfræðingar í opinberri þjónustu eiga samkvæmt lögum að greiða annað hvort í Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga eða A- deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Allir nýráðnir hjúkrunar- fræðingar eiga aðild að A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en þeir hjúkrunarfræðingar sem voru í föstu starfi fyrir 1. janúar 1997 geta fyrir 1. desember 1997 valið á milli aðildar að Lífeyrissjóði hjúkr- unarfræðinga og A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga gætir hagsmuna hjúkrunarfræðinga í lífeyr- ismálum. Félagið skipar 2 af 4 fulltrúum í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrun- arfræðinga og Bandalag háskólamanna skipar einn fulltrúa í stjórn Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins en Félag íslenskra hjúkrunai-fræðinga er stærsta aðildarfélag Bandalags háskólamanna. Trúnaðarmannakerfi: AUir starfandi hjúkrunarfræðingar í Félagi ís- lenskra hjúkrunarfræðinga hafa aðgang að trúnaðarmönnum á vinnu- stað sínum sem hafa hlotið þjálfun í kjara- og réttindamálum á vegum félagsins. Trúnaðarmannanámskeið eru haldin tvisvar á ári oft í sam- starl'i við BHM. Námskeið um kjaramál fyrir lxjúkrunarstjórnendur: Félagið liefur á undanförnum árum boðið hjúkrunarstjórnendum að sækja námskeið um kjaramál. I’essi námskeið hafa verið mjög vel sótt og fyrirhugað er að halda fleiri slík á næsta ári. Fulltrúar télagsíns hafa haldið marga fundi með hjúkrunar- fræðingum uiða um land á hessu ári til að kynna og ræða um nyja kjarasamninga og nýtf launakerfi hjúkrunarfræðinga. Um 105 hjúkrunarfræðingar eru nú fulltrúar felagsins í samninganefndum (aðlögunarnefndum) á u.h.b. 40 stofnunum um allt land. Á pessu ári hafa fulltrúar Félags íslenskra hjukrunarfræðinga og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga haldið 23 fundi með hjúkrunar- fræðingum um allt land har sem kynnfar hafa ueríð breytingar á lífeyrismálum hjúkrunarfræðinga. Áætlað er að um 800 hjúkrunar- fræðingar hafi sóft hessa fundi. Skenuntiin í tengslum við ráðstefnu SSN á íslundi huustið 1996. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73.ÁRG. 1997 293
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.