Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 47
að ráða ráðum sínum. Þessum hópum stendur til lioða fundaaðstaða,
aðgangur að félagaskrá með aðstoð starfsfólks á skrifstofu og styrkir til
samstarfs innanlands og utan. Fyrir marga hjúkrunarfræðinga er starf
fagdeildanna mjög gefandi.
Hjúkrunarþing er haldið samkvæmt lögum félagsins a.m.k. annað hvert
ár. A því skal ljallað um stefnu félagsins í faglegum málefnum hjúkrun-
ar. Síðasta hjúkrunarþing var haldið í okt. 1996. Næsta hjúkrunarþing
verður haldið 13. nóv. 1998.
Ráðstefnur: Fræðslu- og menntamálanefnd félagsins stendur fyrir
faglegum ráðstefnum annað hvert ár. Síðasta ráðstefna var haldin í maí
1996 undir yfirskriftinni „Klínískar rannsóknir í hjúkrun“. I september
sama ár var ráðstefna SSN um laun og vinnuaðstæður hjúkrunar-
fræðinga á Norðurlöndum einnig haldin hér og sá Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga um að skipuleggja hana og undirbúa.
Kynning á störfum hjúkrunarfræðinga með það að markmiði að auka
hróður hjúkrunarfræðinga út á við og vonandi stuðla að góðri sjálfs-
ímynd hjúkrunarfræðinga hefur verið ofarlega á blaði hjá félaginu.
Tímarit hjúkrunarfræðinga hefur reynst notadrjúgt í því sambandi en
einnig hefur félagið staðið fyrir dagskrá á alþjóðadegi hjúkrunarfræð-
inga - 12. maí, gefið út veggspjöld, sem jirýða veggi víða á heilbrigðis-
stofnunum, skipulagt blóðþrýstingsmælingar í almenningshlaupum og
gefið út bækhnga um félagið og íslenska hjúkrun til kynningar erlendis.
Utgáfa: Tímarit hjúkrunarfræðinga kemur út 5 - 6 sinnum á ári. Því er
ætlað að stuðla að l'aglegri umræðu meðal hjúkrunarfræðinga og kynna
hvað er á döfinni hjá félaginu hverju sinni. I landbúk með hagnýtum
upjilýsingum og dagbók eru gefnar út og sendar til félagsmanna þeim að
kostnaðarlausn. A vegum félagsins er einnig unnið að ritun íslenskrar
hjúkrunarsögu og vonandi verður þess ekki langt að híða að hún líti
dagsins ljós.
Kannanir: Nokkrar kannanir hafa verið gerðar á vegum félagsins und-
anfarin ár sem gefa hver um sig mismunandi myndir af aðstæðuin og
kjörum hjúkrunarfræðinga. Þessar kannanir eru:
• Oílieldi gagnvart starfsfólki innan heilhrigðis- og íélagsgeirans sem
unnin var af Félagsvísindastofnun HI í samstarfi við Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga, Starfsmannafélagið Sókn og Starfsmannafélag
ríkisstofnana.
• Ut vil ek: Könnun á högum íslenskra hjúkrunarfræðinga sem húa
erlendis.
• Könnun á aðstæðum á sjúkrastofnunum í kjölfar sjúkraliðaverk-
fallsins 1995.
• Helstu þættir í starfi hjúkrunarfræðinga: Samantekt byggð á starfs-
lýsingum hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum.
• Könnun á kjörum hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá einkaaðilum
1997 (er í vinnslu).
Af framangreindu má ljóst vera að hjúkrunarfræðinga, sem langar
að láta að sér kveða, bíða gullin tækifæri innan Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga. Kjör í stjórn félagsins og nefndir fer fram á full-
trúaþingi sem haldið er annað hvert ár. Næsta fulltrúaþing verður
haldið í maí 1999.
Þ.R.
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73.ÁRG. 1997
Starfandi fagdeildir
Deild barnahjúkrunarfræðínga
• skurðhjúkrunarfræðinga
• eftirlaunatiega
• geðhjúkrunarfræðínga
• suæfingarhjúkrunarfræðinga
• hjúkrunarfræðinga starfandi á
hjartadeildum
• gjörgæsluhjúkrunarfræðinga
• öldrunarhjúkrunarf ræðinga
• heilsugæsluhjúkrunarfræðinga
• hjúkrunarfræðinga sem starfa
við rannsóknir og fræðimennsku
• hjúkrunarforstjóra á
heilsugæslustöðvum
• hjukrunarforstjora á
sjúkrahúsum
• hjúkrunarfræðinga á sviði
endurhæfingar
• hjúkrunarfræðinga á
krabbameinssviði
• lungnahjúkrunarfræðinga
• hjúkrunarfræðinga í fyrirtækjum
Deild bráðahjúkrunarfræðinga
verður stofnuð 15. janúar 1997
(sjá bls. 285).
Félttgtir í deild ellilífeyrísþega.
295