Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 57
DR. SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, forstöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri
, í hjúkrunarfræði
við Háskólann á Akureyri
í saw.ihh.hu uíð ,JAavig\m§.,íI'{ KA^kóU
k
k
k
I janúar síðast liðnum hófst meistaranám í hjúkrun-
arfrœði með fjarnámssniði við Háskólann á Akur-
eyri í samvinnu við Royal College of Nursing
Institute of Advanced Nursing Education í London
(RCNI), sem er deild innan Manchester háskóla í
Bretlandi. Þar í landi hefur verið þróuð þekking og
fœrni í tengslum við fjarnám og má glöggt sjá af
námsefni, verkefnalýsingum og allri stýringu náms-
ins að hyggt er á staðgóðri reynslu og stefnt að
ágœti á öllum sviðum. I stuttu máli er óhcett að
segja að mikil ánœgja er með námið, bœði af hálfu
kennara og nemenda. Námið leiðir til meistara-
gráðu í hjúkrunarfrœði (MSc. gráðu- Master of
Science in Nursing) með áherslu á klíníska sér-
hœfingu. Gráiðan er veitt af Manchester háskóla.
Aðdragandann að þessari samvinnu má rekja til
haustsins 1995 er hjúkrunarfræðingar höfðu sam-
band við mig og sögðu mér frá fjarnámi á vegum
Manchester háskóla og spurðu jafnframt hvort mögu-
leiki væri á því að Háskólinn á Akureyri gæti komið
að slíku. Eftir að hafa kynnt mér gögn, sem Sesselja
Guðmundsdóttir, hjá Félagi íslenskra hjúkrunar-
fræðinga hafði aflað, um námið glæddist áhugi minn
til mikilla muna og 16. október 1995 sendi ég símbréf
til RCNI og lýsti yfir áhuga mínum á ítarlegri upplýs-
ingum og síðar e.t.v. samstarfi. Boh Price, sem er
forstöðumaður þessa fjarnáms (Programme Direc-
tor), sendi símbréf strax daginn eftir og lýsti yfir
áhuga á samstarfi, ásamt því að senda umbeðnar
upplýsingar. I framhaldi af því kynnti ég málið enn
frekar innan Háskólans á Akureyri og spurði jaf'n-
framt Boh Price hvort liann hefði tök á að fjármagna
ferð á ráðstefnu okkar í júní til að kynna námið fyrir
íslenskum hjúkrunarfræðingum sem hann og gerði.
Fyrir milligöngu Astu Möller, formanns Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga, og Sesselju Guðmunds-
dóttur, kom Boh Price líka til landsins fyrr um vorið
ásamt Liz Clark, forstöðumanni fjarnáms við RCNI,
og áttu þau viðræður við fulltrúa frá Félagi íslenskra
hjúkrunarfræðinga, Háskólanum á Akureyri og Há-
skóla íslands. Á þeim fundi glæddist áhugi minn á
samstarfi enn frekar og úr varð að við ákváðum í
A myndinni eru frá vinstri: Hrafn Oli Sigurðsson, dr. Snlly
Thorne, Canada, dr. Sigríður Halldórsdóttir, forstöðu-
maður heilbrigðisdeildar H.A., og Bol) Price, Bretlandi.
Myndin er tekin eftir seminar með neinendurn í meistaru-
námi í maí sl.
Háskólanum á Akureyri að taka næsta skref sem var
að gert yrði mat á okkur sem háskólastofnun. I þessu
mati fólst m.a. að fá menntunar- og starfsskrá (cur-
riculum vitae) frá öllum kennurum við heilbrigðis-
deild og gera úttekt á tímarita- og bókakaupum
ásamt ýmsu öðru. I dag eru fjórir kennarar með
doktorspróf við heilhrigðisdeild og sex hjúkrunar-
fræðingar sem hafa meistaragráðu eða meira. Við
sjáum fram á að í lok næsta árs verði síðari talan
komin upp í 15. Flestir kennarar okkar hafa mikla
kennslureynslu og hafa verið duglegir að rannsaka og
birta niðurstöður rannsókna sinna í virtum, ritrýnd-
um tímaritum erlendis, enda kom heilbrigðisdeildin
ásamt Háskólanum öllum mjög vel út úr þessu mati.
Þess má geta að yfirbókavörður okkar, Sigrún Magnús-
dóttir, hefur lagt metnað sinn í að byggja upp gott
tímaritasafn og að bókasafnið veiti afbragðs])jónustu,
sem er lykilatriði í öllu námi sem byggist mikið á
rannsóknar- og fræðimennsku. Sem dæmi má nefna
að samkvæmt síðustu könnun koma 80% tímarits-
greina, sem pantaðar eru erlendis frá, innan tveggja
vikna frá pöntun.
Tólf hjúkrunarfræðingar B.Sc. hófu námið í janú-
ar sl. og eru ellefu þeirra enn við nám: Dóróthea
TlMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73. ÁRG. 1997
30S