Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 5
FORMANNSPISTILL opinberra stofnana - hlutverk stéttarfélaga? Ásta Möller Ljósm.: Lára Long Ríkisstjórn íslands stefnir að nútímavæðingu þjóðfélags okkar. I riti fjármálaráðuneytisins Um- bœtur og nýskipan í ríkisrekstri frá 1993 er fjallað um aðgerðir til að gera ríkisreksturinn hagkvæm- ari, svo sem með nýjum stjórnun- araðferðum í ríkiskerfinu J)ar sem meginmarkmið nýsköpunar felast m.a. í auknu sjálfstæði og ábyrgð stofnana og stjórnenda í rekstri, jafnframt sveigjanleika í launa- og starfsmannahaldi. A undanförnum mánuðum og árum hafa litið ljós lagabálkar er skyldu hafa áhrif í Jjessa veru. Ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins áttu t.d. að skapa ákveðinn grundvöll fyrir þessar hugmyndir ásamt nýjum stjórnsýslulögum og upplýsinga- lögum sem varða samskipti al- mennings við stjórnvöld. Jafn- réttislög, en Jiau eru einnig af sama meiði setja stjórnvöldum og stofnunum m.a. reglur um að óheimilt sé að mismuna starfs- mönnum á grundvelli kyns. 011 Jjessi lög eiga Jjað sammerkt að Jjau setja stofnunum ríkisins ákveðnar reglur í samskiptum sínum við starfsmenn sína og þá aðila sem stofnanirnar Jtjóna. Sl. vor var, að frumkvæði fjármálaráðherra, sainið við mörg stéttarfélög opinberra starfsmanna um nýtt launakerfi. Þetta fruinkvæði ber að skoða í ljósi framangreindra markmiða. Með nýju launakerfi er ákvörð- unarvald um laun starfsmanna fært inn á stofnanirnar í ríkari mæli en áður hefur Jjekkst. Full- trúar stéttarfélags semja við full- trúa stofnunar um nýtt röðunar- kerfi sem lagt er til grundvallar launaákvörðunum starfsmanna. Margir forstöðumenn fagna en aðrir eru afar ósáttir við þá ábyrgð sem á Jjá hefur verið lögð. Kjarasamningar sl. vor fela í sér að opinberum stofnunum, sem eru markaðar af áratugamið- stýringu frá ráðuneytum, er hent inn í nýjan raunveruleika dreifi- stýringar. Nú reynir á framangreind lög og mætti ætla að aðilar hefðu undirbúið jarðveginn á fullnægj- andi máta. Það verður hins vegar að segjast eins og er að stjórnvöld og margar stofnanir eru alls ekki tilbúnar að takast á við Jjessi nýju viðhorf eins og sést á eftir- farandi dæmum: Þrátt fyrir yfirlýsingu samn- ingsaðila um að stofnanir hafi fullt umboð til að gera bindandi samninga við starfsmenn sína um forsendur launaákvarðana, senda stjórnvöld skammarbréf til stofn- unar og stéttarfélags þegar Jjau telja að stofnanasamningur sam- rýmist ekki hugmyndum þeirra um röðun starfsmanna og hóta að fara ekki eftir honum. Stofnanir, með fjármálaráðu- neytið í fararbroddi, neita að veita stéttarfélögum fullnægjandi upplýsingar um launakjör starfs- manna, með tilvísun í 6. gr. upp- lýsingalaga, sem fjallar m.a. um takmörkun á aðgangi að upp- lýsingum þegar mikilvægir al- mannahagsmunir krefjast. Upp- lýsingar um launakjör starfsmanna ógna sem sagt öryggi ríkisins! Þrátt fyrir ákvæði kjarasamn- inga sl. vor um að hver stofnun skuli gera samning við starfsmenn sína er ótrúleg tilhneiging til sam- ráðs og miðstýringar í samn- ingagerð. Forstöðumenn stofnana sama Jjjónustugeira reyna sem mest Jteir mega að samræma sig til að lenda ekki í samkeppni um starfsfólk innbyrðis og til að íörðast að fá skanunir frá fjár- málaráðuneytinu fyrir gerðir sínar. Þrátt fyrir sameiginlegan skilning samningsaðila sl. vor um að samningastarfið á stofnunum væri samstarfsverkefni aðila hafa lulltrúar stéttaríelags lent í ótrúlegu og tafsömu Jjjarki við vinnuveitendur um ýmis atriði er varða tilhögun starfs nefndanna um gerð stofnanasamninga s.s. hvort eigi að halda fundi utan eða í vinnutíma og hvort greiða eigi yfirvinnu fari nefndarstarf fram utan vinnutíma starfsmanna. Vonandi eru Jjetta bara byrj- unarörðugleikar meðan stjórn- völd og forstöðumenn stofnana eru að átta sig á nýjum lögum og stjórnunarháttum. Það er hins vegar ekki undarlegt að spurt sé hvort stéttarfélögunum hafi verið falið Jjað hlutverk að færa opin- berar stofnanir í nútímalegan búning með Jjví að Jjau taki stjórnendur stofnana í snöggkúrs um nútíma stjórnunarhætti gegn- um starfið í aðlögunarnefnd! TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL.73.ÁRG. 1997 253
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.