Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 53
Guðný Anna Arnþórsdóttir í rœðustól.
Borgarstjóri, Ingibjörg Sólriín Gísladóttir, heiðraði
samkomuna með nœrveru sinni.
hjúkrunarráðs taka í mörgum atriðum mið af reglum
læknaráða víðs vegar um land. Hugsanlegt er í því
sambandi að hjúkrunarfræðingar og læknar starf-
ræki sameiginlegar nefndir í ákveðnum málaflokkum
í framtíðinni.
Stjúrn Sjúkrahúss Reykjavíkur samþykkti loks
eftirfarandi 6. september 1996: „Stjórn Sjúkrahúss
Reykjavíkur tekur undir þau sjónarmið að hjúkrun-
arráð sé líklegt til að efla hjúkrun á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur og auka þar starfsánægju. Stjórnin set-
ur sig ekki upp á móti stofnun hjúkrunarráðs, enda
verði því ætlað ráðgefandi hlutverk en ekki ákvörð-
unarvald um starfsemi SHR.“
Sæunn Kjartansdóttir, formaður hjúkrunarráðs,
flutti einnig ávarp við opnunina. Hún sagði m.a.:
„Vinna hér á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hefur sjaldan
eða kannski aldrei verið meira krefjandi en undan-
farna mánuði og ár vegna sameiningar sjúkrahús-
anna og niðurskurðar sem engan endi virðist ætla að
taka. Eg þekki það vel úr eigin starfi að viðbrögð
fólks við slíkum þrengingum eru ekki alltaf mjög
uppbyggileg, heldur þvert á móti eyðileggjandi bæði
fyrir einstaklinga og heilu starfshópana. Þess vegna
Hjúkrunarforstjórar SHR. Sigurlín, fyrrv. hjúkrunarforstj.
Bsp, Sigríður, hjúkrunarforstj. SHR, Guðrún, fyrrv.
hjúkrunarforstj. Landakotsspítala.
finnst mér sérstaklega ánægjulegt að hjúkrunarfræð-
ingar skuli standa saman að stofnun hjúkrunarráðs,
einmitt nú, þegar kreppir að. Þeir ætla ekki að leggja
árar í l)át, lieldur draga upp seghn og leggjast allir á eitt
um að bæta og efla þá þjónustu sem þeir veita - ekki af
neinu offorsi, heldur með því að gaumgæfa störf sín.
Einn liður í slíkri vinnu, sem er mér sérstaklega
hjartfólginn, er handleiðsla og annar stuðningur við
starl'sfólk. Mér eru minnisstæð orð sr. Birgis, þegar
hann hélt hér erindi og sagði: „Annist starfsfólkið vel
og sjúklingurinn mun lifa“.“
Hjúkrunarráði voru færðar góðar gjafir í tilefni af
stofnun þess og bar þar hæst fundahamar sem Sigríð-
ur Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri, aíhenti.
Stjórn hjúkrunarráðs skipa: Sæunn Kjartans-
dóttir, formaður, Lilja Stefánsdóttir, varaformaður,
Ingibjörg Sigurþórsdóttir, ritari, Guðrún Guðmunds-
dóttir, fulltrúi geðsviðs, Asdís Þórbjarnardóttir, full-
trúi lyfja- og endurhæfingarsviðs, Bryndís Guðjóns-
dóttir, fulltrúi skurðsviðs, María Vigdís Sverrisdóttir,
fulltrúi slysa- og Ijráðasviðs, Jóna Guðjónsdóttir,
fulltrúi öldrunarsviðs, og Auðna Agústsdóttir, full-
trúi fræðslu- og rannsóknarsviðs. Þ.R.
Vinnuhópur um stofnun hjúkrunarrúðs. Jónína, Fjóla,
Ingibjörg, Jóna og Guðný Anna.
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA S.TBL. 73.ÁRG. 1997
301